Enginn sagður í húsinu

Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fyrir stundu eftir að tilkynnt var um eld í þakíbúð skammt frá gatnamótum Rauðarárstígs og Njálsgötu. Að sögn slökkviliðsins logar töluverður eldur út um glugga íbúðarinnar. Enginn er sagður vera í húsinu. Slökkviliðið er enn að störfum og ekki er fyrirséð hversu langan slökkvistarfið mun taka.