Neitað um ættleiðingu vegna offitu 19. maí 2005 00:01 Kona, sem dómsmálaráðuneytið neitaði um að ættleiða barn vegna offitu, hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Málið, sem var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Konan er 47 ára gömul, með kennaramenntun og sérkennaramenntun að baki og einhleyp. Fyrir tveimur árum sóttst hún eftir því að ættleiða barn frá Kína en fékk neitun frá dómsmálaráðuneytinu vegna offitu og aldurs. Konan skilaði þó inn vottorði frá hjartalækni sem fann enga hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þá sniðgekk ráðuneytið umsögn barnaverndarnefndar Akureyrar sem mælti eindregið með að hún fengi leyfið. Ráðuneytið vísaði umsókninni til stjórnskipaðrar ættleiðingarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að henni ætti að hafna. Konan var þá 45 ára. Það eru fordæmi fyrir því að hjón, þar sem annað þeirra er eldra en 45 ára, hafi fengið leyfi til ættleiðingar. Konan krefst þess að úrskurður ráðuneytisins verði felldur úr gildi og viðurkennt verði að hún uppfylli öll skilyrði til að fá að ættleiða barn frá útlöndum. Við málsmeðferð í dag ítrekaði verjandi íslenska ríkisins að konan væri of gömul og að offita hennar gæti leitt til sjúkdóma. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður hennar, sakar ráðuneytið hins vegar um mismunun og fordóma og segir aðaláherslu lagða á sýnilega þætti, annað sé hunsað. Ragnar segir að það sé sýnilegt að kona sé lágvaxin og þung miðað við hæð. Ef hún hefði reykt eða neytt áfengis hefði það ekki sést, jafnvel ekki ef hún væri alkóhólisti, en þyndin sé sýnileg og það sé látið ráða öllu um niðurstöðuna þrátt fyrir að öll líkamseinkenni hennar séu í lagi. Niðurstöðu í málinu er að vænta innan mánaðar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Kona, sem dómsmálaráðuneytið neitaði um að ættleiða barn vegna offitu, hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Málið, sem var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Konan er 47 ára gömul, með kennaramenntun og sérkennaramenntun að baki og einhleyp. Fyrir tveimur árum sóttst hún eftir því að ættleiða barn frá Kína en fékk neitun frá dómsmálaráðuneytinu vegna offitu og aldurs. Konan skilaði þó inn vottorði frá hjartalækni sem fann enga hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þá sniðgekk ráðuneytið umsögn barnaverndarnefndar Akureyrar sem mælti eindregið með að hún fengi leyfið. Ráðuneytið vísaði umsókninni til stjórnskipaðrar ættleiðingarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að henni ætti að hafna. Konan var þá 45 ára. Það eru fordæmi fyrir því að hjón, þar sem annað þeirra er eldra en 45 ára, hafi fengið leyfi til ættleiðingar. Konan krefst þess að úrskurður ráðuneytisins verði felldur úr gildi og viðurkennt verði að hún uppfylli öll skilyrði til að fá að ættleiða barn frá útlöndum. Við málsmeðferð í dag ítrekaði verjandi íslenska ríkisins að konan væri of gömul og að offita hennar gæti leitt til sjúkdóma. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður hennar, sakar ráðuneytið hins vegar um mismunun og fordóma og segir aðaláherslu lagða á sýnilega þætti, annað sé hunsað. Ragnar segir að það sé sýnilegt að kona sé lágvaxin og þung miðað við hæð. Ef hún hefði reykt eða neytt áfengis hefði það ekki sést, jafnvel ekki ef hún væri alkóhólisti, en þyndin sé sýnileg og það sé látið ráða öllu um niðurstöðuna þrátt fyrir að öll líkamseinkenni hennar séu í lagi. Niðurstöðu í málinu er að vænta innan mánaðar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira