Músafjölskylda í Afgananum 19. maí 2005 00:01 "Ég eltist við tísku og hef alltaf gert, kannski af því að pabbi var svo sniðugur að kaupa föt á okkur Siggu systur í útlöndum. Hann var fatafrík og mamma áskrifandi að Vogue svo við höfðum alltaf flott föt fyrir augunum," segir Guðný. "Dags daglega er ég samt ferlega púkó en jafn gasalega smart þegar ég fer eitthvað. Hér í sveitinni er ég mest á klossum, gallabuxum og bol, svo fer maður í úlpu og setur húfu á hausinn og hettu þar utan yfir. Þetta er hið dæmigerða "mosfellska lúkk". En jú, jú, það er auðvitað alltaf ein og ein fín dama hér innan um." Þessa dagana heldur Guðný mest upp á peysur sem hún keypti sér hjá GR, sem er að hennar mati langflottasta búðin í bænum. "Þetta eru tvær peysur með rennilás, önnur rauð og hin svört. Svo má ég ekki gleyma skónum sem ég keypti hjá Hobbs í London í vor. Þeir eru með fylltum hæl og svona dj... smart og þægilegir, þannig að ég get þanist á þeim um allar jarðir. Af hverju er ekki Hobs-verslun á Íslandi? Það eru allar skóbúðir á Íslandi að selja sömu skóna." Á unglingsárunum átti Guðný ótal uppáhaldsflíkur og sumar á hún enn. "Þetta eru gamlar hippagærur og Afganinn, hann er æðislegur og ég tími ekki að henda honum þó heil músafjölskylda hafi hreiðrað um sig í honum úti í skúr." Guðný er að leita að stað fyrir upptökur á nýrri kvikmynd og var á Snæfellsnesinu um Hvítasunnuna. "Þetta verður eins konar spennumynd sem fjallar um grafalvarleg málefni. Hún á að gerast fyrir 30 árum og fjallar meðal annars um sifjaspell. Það er nokkuð sem grasserar í þjóðfélaginu og verður að uppræta og ég ætla að taka þátt í því átaki fyrir mitt leyti og dætra minna." Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
"Ég eltist við tísku og hef alltaf gert, kannski af því að pabbi var svo sniðugur að kaupa föt á okkur Siggu systur í útlöndum. Hann var fatafrík og mamma áskrifandi að Vogue svo við höfðum alltaf flott föt fyrir augunum," segir Guðný. "Dags daglega er ég samt ferlega púkó en jafn gasalega smart þegar ég fer eitthvað. Hér í sveitinni er ég mest á klossum, gallabuxum og bol, svo fer maður í úlpu og setur húfu á hausinn og hettu þar utan yfir. Þetta er hið dæmigerða "mosfellska lúkk". En jú, jú, það er auðvitað alltaf ein og ein fín dama hér innan um." Þessa dagana heldur Guðný mest upp á peysur sem hún keypti sér hjá GR, sem er að hennar mati langflottasta búðin í bænum. "Þetta eru tvær peysur með rennilás, önnur rauð og hin svört. Svo má ég ekki gleyma skónum sem ég keypti hjá Hobbs í London í vor. Þeir eru með fylltum hæl og svona dj... smart og þægilegir, þannig að ég get þanist á þeim um allar jarðir. Af hverju er ekki Hobs-verslun á Íslandi? Það eru allar skóbúðir á Íslandi að selja sömu skóna." Á unglingsárunum átti Guðný ótal uppáhaldsflíkur og sumar á hún enn. "Þetta eru gamlar hippagærur og Afganinn, hann er æðislegur og ég tími ekki að henda honum þó heil músafjölskylda hafi hreiðrað um sig í honum úti í skúr." Guðný er að leita að stað fyrir upptökur á nýrri kvikmynd og var á Snæfellsnesinu um Hvítasunnuna. "Þetta verður eins konar spennumynd sem fjallar um grafalvarleg málefni. Hún á að gerast fyrir 30 árum og fjallar meðal annars um sifjaspell. Það er nokkuð sem grasserar í þjóðfélaginu og verður að uppræta og ég ætla að taka þátt í því átaki fyrir mitt leyti og dætra minna."
Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira