Grunaður um skipulagða þrælasölu 18. maí 2005 00:01 Karlmaður á fimmtugsaldri sem ferðaðist hingað til lands með fjórum ungmennum var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í gær. Maðurinn hefur verið með þau á ferðalagi í tvo mánuði og var á leiðinni til Orlando. Grunur leikur á því að um skipulagða þrælasölu sé að ræða. Þrjár stúlkur og einn strákur sem eru í haldi lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli eru á aldrinum 18 til 22 ára. Þau eru með vegabréf útgefin í Singapúr. Þau voru á leið frá Lundúnum til Orlando í Bandaríkjunum ásamt fylgdarmanni á fimmtugsaldri. Aðspurður um það hvort grunur sé um skipulagða þrælasölu segir Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, að í huga lögregluyfirvalda sé ekki vafi á því að um sé að ræða skipulagða brotastarfsemi. Hvað sé nákvæmlega á ferðinni, hvort um sé að ræða smygl á fólki eða mansal, viti lögreglan ekki á þessari stundu. Farþegar sem eru á leið frá Lundúnum til Bandaríkjanna í gegnum Ísland fara ekki í gegnum almenna vegabréfaskoðun hér á landi. Jóhann segir að lögregluyfirvöld á Keflavíkurflugvelli hafi grunað að þessi leið sé notuð við að koma fólki sem selt sé til Bandaríkjanna þangað og þess vegna séu farþegar beðnir um að framvísa vegabréfi við komuna hingað til lands. Í slíkri leit fannst þetta fólk. Aðspurður hvort grunur leiki á því að fólkið hafi verið á leið í vændi í Bandaríkjunum segir Jóhann ómögulegt að segja til um hvert hlutskipti fólksins hefði verið. Málið sé í frumrannsókn en óneitanlega fái hann vont bragð í munninn þegar hann líti á mál sem þessi. Fólkið sem stöðvað var hefur verið á ferðalagi frá því um miðjan mars og það hefur sýnt vegabréfin sín að minnsta kosti fjórum eða fimm sinnum. Að sögn Jóhanns er fólkið að öllum líkindum ekki með fölsuð vegabréf heldur eru þau að öllum líkindum stolin því myndirnar í vegabréfinu eru líkar fólkinu sjálfu. Hann segir almennt séu svona mál þannig vaxið að það þurfi marga til að skipuleggja ferðaleiðir og útvega vegabréf og fylgdarmenn, sem séu mismunandi á hverjum fluglegg. Yfirheyrslur standa nú yfir fólkinu með aðstoð túlka. Jóhann segir málið tekið skref fyrir skref og það verði að koma í ljós hver framvinda þess verði. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri sem ferðaðist hingað til lands með fjórum ungmennum var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í gær. Maðurinn hefur verið með þau á ferðalagi í tvo mánuði og var á leiðinni til Orlando. Grunur leikur á því að um skipulagða þrælasölu sé að ræða. Þrjár stúlkur og einn strákur sem eru í haldi lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli eru á aldrinum 18 til 22 ára. Þau eru með vegabréf útgefin í Singapúr. Þau voru á leið frá Lundúnum til Orlando í Bandaríkjunum ásamt fylgdarmanni á fimmtugsaldri. Aðspurður um það hvort grunur sé um skipulagða þrælasölu segir Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, að í huga lögregluyfirvalda sé ekki vafi á því að um sé að ræða skipulagða brotastarfsemi. Hvað sé nákvæmlega á ferðinni, hvort um sé að ræða smygl á fólki eða mansal, viti lögreglan ekki á þessari stundu. Farþegar sem eru á leið frá Lundúnum til Bandaríkjanna í gegnum Ísland fara ekki í gegnum almenna vegabréfaskoðun hér á landi. Jóhann segir að lögregluyfirvöld á Keflavíkurflugvelli hafi grunað að þessi leið sé notuð við að koma fólki sem selt sé til Bandaríkjanna þangað og þess vegna séu farþegar beðnir um að framvísa vegabréfi við komuna hingað til lands. Í slíkri leit fannst þetta fólk. Aðspurður hvort grunur leiki á því að fólkið hafi verið á leið í vændi í Bandaríkjunum segir Jóhann ómögulegt að segja til um hvert hlutskipti fólksins hefði verið. Málið sé í frumrannsókn en óneitanlega fái hann vont bragð í munninn þegar hann líti á mál sem þessi. Fólkið sem stöðvað var hefur verið á ferðalagi frá því um miðjan mars og það hefur sýnt vegabréfin sín að minnsta kosti fjórum eða fimm sinnum. Að sögn Jóhanns er fólkið að öllum líkindum ekki með fölsuð vegabréf heldur eru þau að öllum líkindum stolin því myndirnar í vegabréfinu eru líkar fólkinu sjálfu. Hann segir almennt séu svona mál þannig vaxið að það þurfi marga til að skipuleggja ferðaleiðir og útvega vegabréf og fylgdarmenn, sem séu mismunandi á hverjum fluglegg. Yfirheyrslur standa nú yfir fólkinu með aðstoð túlka. Jóhann segir málið tekið skref fyrir skref og það verði að koma í ljós hver framvinda þess verði.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira