Klífur Esjuna þrisvar í viku 18. maí 2005 00:01 "Ég held mér í formi með því að skokka reglulega. Reyni að gera það svona annan hvern dag og hlaupa upp undir 20 kílómetra á viku," segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, aðspurður. Hann býr uppi í Grafarvogi og segir þar mjög góðar hlaupabrautir langt frá umferðaræðum. Þær tengjast gönguleiðum sem liggja meðfram sjónum upp í Mosfellsbæ og þaðan upp í Mosfellsdalinn. Þangað hleypur hann oft. Svo gengur hann reglulega á fjöll og nær því stundum að fara þrisvar á einni viku á Esjuna þegar hann er að búa sig undir lengri bakpokaferðir. Hann er yfirleitt einn á skokkinu og í skemmri fjallgöngum. "Mér finnst þvingandi að hlaupa í hópi en í lengri göngurnar fer ég undantekningarlaust í félagsskap annarra," lýsir hann. Guðmundur kveðst reyna að hafa fjölbreytni í sinni hreyfingu. "Ég tek sundrispur og syndi þá um einn kílómetra í senn í stað þess að hlaupa. Stundum tek ég fram fjallahjólið og ef snjór er fer ég gjarnan á gönguskíði í staðinn fyrir skokkið eða sundið. Ég reyni að hreyfa mig hressilega annan hvern dag. Það er svona grunntónninn í þessu," segir Guðmundur, sem kveðst hafa haldið þessum lífsstíl frá því hann varð fertugur. "Í fyrstu stundaði ég æfingar í líkamsræktarstöð í tíu ár en breytti síðan til og fór að hreyfa sig meira úti. Nú finnst mér það lífsspursmál. Ég vinn þannig vinnu að ég verð ekki líkamlega þreyttur heldur andlega og það er ekki til neitt betra við þunglyndi og annarri andlegri vanlíðan en að fara út og taka verulega á. Koma pumpunni í gang, blása almennilega og svitna í gegn," segir hann sannfærandi og bætir við: "Þegar maður kemur heim örþreyttur líkamlega er öll andlega þreytan horfin." Heilsa Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Ég held mér í formi með því að skokka reglulega. Reyni að gera það svona annan hvern dag og hlaupa upp undir 20 kílómetra á viku," segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, aðspurður. Hann býr uppi í Grafarvogi og segir þar mjög góðar hlaupabrautir langt frá umferðaræðum. Þær tengjast gönguleiðum sem liggja meðfram sjónum upp í Mosfellsbæ og þaðan upp í Mosfellsdalinn. Þangað hleypur hann oft. Svo gengur hann reglulega á fjöll og nær því stundum að fara þrisvar á einni viku á Esjuna þegar hann er að búa sig undir lengri bakpokaferðir. Hann er yfirleitt einn á skokkinu og í skemmri fjallgöngum. "Mér finnst þvingandi að hlaupa í hópi en í lengri göngurnar fer ég undantekningarlaust í félagsskap annarra," lýsir hann. Guðmundur kveðst reyna að hafa fjölbreytni í sinni hreyfingu. "Ég tek sundrispur og syndi þá um einn kílómetra í senn í stað þess að hlaupa. Stundum tek ég fram fjallahjólið og ef snjór er fer ég gjarnan á gönguskíði í staðinn fyrir skokkið eða sundið. Ég reyni að hreyfa mig hressilega annan hvern dag. Það er svona grunntónninn í þessu," segir Guðmundur, sem kveðst hafa haldið þessum lífsstíl frá því hann varð fertugur. "Í fyrstu stundaði ég æfingar í líkamsræktarstöð í tíu ár en breytti síðan til og fór að hreyfa sig meira úti. Nú finnst mér það lífsspursmál. Ég vinn þannig vinnu að ég verð ekki líkamlega þreyttur heldur andlega og það er ekki til neitt betra við þunglyndi og annarri andlegri vanlíðan en að fara út og taka verulega á. Koma pumpunni í gang, blása almennilega og svitna í gegn," segir hann sannfærandi og bætir við: "Þegar maður kemur heim örþreyttur líkamlega er öll andlega þreytan horfin."
Heilsa Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira