Jói var okkar stoð og stytta 17. maí 2005 00:01 "Jói var okkar stoð og stytta hér," segja Sigurður Jónsson og Ágústa Kristín Magnúsdóttir sem voru vinnuveitendur Vu Van Phong eða Jóa eins og hann var kallaður. Ekkja hans, Thanh Viet Mac, vinnur líka hjá þeim. Blaðamaður hitti þau Sigurð og Ágústu til að fá að vita hvaða mann hann hafði að geyma. "Hann var búinn að vinna hér síðan hann kom á okkar vegum til Íslands fyrir fimm árum en þá var konan hans búin að starfa hjá okkur í eitt ár. Þau hafa gengið hér í gegnum flest það sem ungt fólk gengur í gegnum, keypt íbúð og bíl og eignast yndislega dóttur sem nú er þriggja ára. Bara gert allt það sem venjulegt fólk gerir. Jói talaði góða íslensku og var farinn að skilja flest allt eftir að hafa verið hér í eitt ár," sagði Sigurður. "Hann smakkaði aldrei áfengi, vann vel fyrir heimili sínu og fjölskyldu og var hugljúfi allra þeirra sem hann þekktu. Hann var einstaklega sterkur persónuleiki og gaf af sér. Hann var duglegur, glaður og jákvæður. Allir smituðust af jákvæðu viðhorfi hans. Jói er búinn að vera eins og einn af okkur og hefur gengið í öll störf og tók það ekki illa upp þó að konur segðu honum fyrir verkum. Hann var mikill jafnaðarmaður og friðarsinni og barði ekki einu sinni í borð þótt hann reiddist," sagði Sigurður. Than Viet Mac, ekkja Jóa, á von á öðru barni þeirra. "Hún er komin stutt á leið en áfallið er gífurlegt fyrir hana. Hvað hún gerir í framtíðinni, hvort hún fer aftur að vinna eða til sinna ættingja í Víetnam vitum við ekki ennþá, hún á eftir að gera það upp við sig," sagði Ágústa. Spurður að því hvernig komu hjónanna bar til segir Sigurður: "Móðursystir ekkjunnar hefur unnið hjá okkur lengi en hún var meðal fyrstu flóttamannana sem komu hingað til lands frá Víetnam, á vegum Rauða krossins fyrir fjórtán árum." Aðspurð hvort þau hafi ekki kynnst fjölskyldunni vel sagði Ágústa: "Það má vel segja að þau séu hluti af okkar fjölskyldu og unga fólkið hefur komist næst því að vera eins og börnin okkar. Dóttir þeirra þriggja ára hefur líka verið hér stundum og hún er hvers manns hugljúfi. Við eigum margar góðar minningar um Jóa og þær lifa áfram." Ekkjan gaf Fréttablaðinu ekki kost á viðtali að svo stöddu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Sjá meira
"Jói var okkar stoð og stytta hér," segja Sigurður Jónsson og Ágústa Kristín Magnúsdóttir sem voru vinnuveitendur Vu Van Phong eða Jóa eins og hann var kallaður. Ekkja hans, Thanh Viet Mac, vinnur líka hjá þeim. Blaðamaður hitti þau Sigurð og Ágústu til að fá að vita hvaða mann hann hafði að geyma. "Hann var búinn að vinna hér síðan hann kom á okkar vegum til Íslands fyrir fimm árum en þá var konan hans búin að starfa hjá okkur í eitt ár. Þau hafa gengið hér í gegnum flest það sem ungt fólk gengur í gegnum, keypt íbúð og bíl og eignast yndislega dóttur sem nú er þriggja ára. Bara gert allt það sem venjulegt fólk gerir. Jói talaði góða íslensku og var farinn að skilja flest allt eftir að hafa verið hér í eitt ár," sagði Sigurður. "Hann smakkaði aldrei áfengi, vann vel fyrir heimili sínu og fjölskyldu og var hugljúfi allra þeirra sem hann þekktu. Hann var einstaklega sterkur persónuleiki og gaf af sér. Hann var duglegur, glaður og jákvæður. Allir smituðust af jákvæðu viðhorfi hans. Jói er búinn að vera eins og einn af okkur og hefur gengið í öll störf og tók það ekki illa upp þó að konur segðu honum fyrir verkum. Hann var mikill jafnaðarmaður og friðarsinni og barði ekki einu sinni í borð þótt hann reiddist," sagði Sigurður. Than Viet Mac, ekkja Jóa, á von á öðru barni þeirra. "Hún er komin stutt á leið en áfallið er gífurlegt fyrir hana. Hvað hún gerir í framtíðinni, hvort hún fer aftur að vinna eða til sinna ættingja í Víetnam vitum við ekki ennþá, hún á eftir að gera það upp við sig," sagði Ágústa. Spurður að því hvernig komu hjónanna bar til segir Sigurður: "Móðursystir ekkjunnar hefur unnið hjá okkur lengi en hún var meðal fyrstu flóttamannana sem komu hingað til lands frá Víetnam, á vegum Rauða krossins fyrir fjórtán árum." Aðspurð hvort þau hafi ekki kynnst fjölskyldunni vel sagði Ágústa: "Það má vel segja að þau séu hluti af okkar fjölskyldu og unga fólkið hefur komist næst því að vera eins og börnin okkar. Dóttir þeirra þriggja ára hefur líka verið hér stundum og hún er hvers manns hugljúfi. Við eigum margar góðar minningar um Jóa og þær lifa áfram." Ekkjan gaf Fréttablaðinu ekki kost á viðtali að svo stöddu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Sjá meira