Mega vinna tímabundið á leyfis 13. október 2005 19:12 Héraðsdómur Austurlands viðurkenndi í dag að tveim lettneskum mönnum hefði verið heimilt að vinna við Kárahnjúka án atvinnuleyfis í tvo mánuði. Verjandi mannanna segir þetta áfellisdóm yfir verkalýðshreyfingunni í landinu. Lettarnir tveir störfuðu fyrir GT verktaka við Kárahnjúka frá byrjun febrúar til 11. apríl. Þeir störfuðu hjá fyrirtækinu á forsendum þjónustusamnings sem gerður var við starfsmannaleiguna Vislandia í Lettlandi og var þeim gefið að sök að hafa brotið lög um atvinnuréttindi útlendinga með því að vinna hér án atvinnuleyfis. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að um rétt Lettana til að vinna á Íslandi hafi gilt ákvæði um réttarstöðu starfsmanna sem starfa tímabundið hér á landi á vegum erlendra fyrirtækja. Öllum borgurum ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu sé heimilt að starfa hér tímabundið vegna þjónustuviðskipta. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir að með dómnum sé kennisetningum Vinnumálastofnunar og verkalýðshreyfingarinnar um þessi mál kollvarpað og samkvæmt dóminum geti allir ríkisborgarar innan EES, hvort sem það eru gömul eða ný ríki, starfað á Íslandi án atvinnuleyfis. Sveinn segir hugsanlegt að nú færist það í vöxt að hingað komi fólk frá öðrum löndum Evrópu til að starfa hér um skemmri tíma. Það sé einfaldlega þannig að fólk annars staðar frá Evrópu megi koma hingað til að starfa í þrjá mánuði eða skemur. Þá telur hann að í ljósi dómsins í dag sé rétt að endurskoða nýlegan dóm yfir tveim útlendingum á Suðurlandi. Honum finnst enn fremur að dómurinn í dag sé áfellisdómur yfir ákæruvaldið á Suðurlandi þar sem menn hafi verið dæmdir verjendalausir fyrir nákvæmlega sömu sakagiftir og þeir séu eftir ítarlega og vandaða málsmeðferð sýknaðir af á Austurlandi. Það sé umhugsunarefni hvort útlendingar fái lakari meðferð í réttarkerfinu en Íslendingar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Héraðsdómur Austurlands viðurkenndi í dag að tveim lettneskum mönnum hefði verið heimilt að vinna við Kárahnjúka án atvinnuleyfis í tvo mánuði. Verjandi mannanna segir þetta áfellisdóm yfir verkalýðshreyfingunni í landinu. Lettarnir tveir störfuðu fyrir GT verktaka við Kárahnjúka frá byrjun febrúar til 11. apríl. Þeir störfuðu hjá fyrirtækinu á forsendum þjónustusamnings sem gerður var við starfsmannaleiguna Vislandia í Lettlandi og var þeim gefið að sök að hafa brotið lög um atvinnuréttindi útlendinga með því að vinna hér án atvinnuleyfis. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að um rétt Lettana til að vinna á Íslandi hafi gilt ákvæði um réttarstöðu starfsmanna sem starfa tímabundið hér á landi á vegum erlendra fyrirtækja. Öllum borgurum ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu sé heimilt að starfa hér tímabundið vegna þjónustuviðskipta. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir að með dómnum sé kennisetningum Vinnumálastofnunar og verkalýðshreyfingarinnar um þessi mál kollvarpað og samkvæmt dóminum geti allir ríkisborgarar innan EES, hvort sem það eru gömul eða ný ríki, starfað á Íslandi án atvinnuleyfis. Sveinn segir hugsanlegt að nú færist það í vöxt að hingað komi fólk frá öðrum löndum Evrópu til að starfa hér um skemmri tíma. Það sé einfaldlega þannig að fólk annars staðar frá Evrópu megi koma hingað til að starfa í þrjá mánuði eða skemur. Þá telur hann að í ljósi dómsins í dag sé rétt að endurskoða nýlegan dóm yfir tveim útlendingum á Suðurlandi. Honum finnst enn fremur að dómurinn í dag sé áfellisdómur yfir ákæruvaldið á Suðurlandi þar sem menn hafi verið dæmdir verjendalausir fyrir nákvæmlega sömu sakagiftir og þeir séu eftir ítarlega og vandaða málsmeðferð sýknaðir af á Austurlandi. Það sé umhugsunarefni hvort útlendingar fái lakari meðferð í réttarkerfinu en Íslendingar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira