Óæt humarsúpa í öll mál 13. október 2005 19:12 "Ég er eiginlega bara afleitur í eldhúsinu, sem sannaðist best um daginn þegar ég var að flytja og tæma frystinn," segir Þórður, kallaður Doddi. "Í ljós komu tveir pokar af humri í frystinum svo ég ákvað að gera eitthvað meiriháttar úr honum. Ég eyddi fimm klukkutímum í þetta og árangurinn var versta súpa í heimi, sem allir neita að að borða, en verður samt í öll mál þangað til hún klárast. Maður hendir ekki humar," segir Doddi ákveðinn. Doddi var vanur að leita til ömmu sinnar og afa þegar hann þurfti ráðleggingar í matreiðslunni, en nú eru þau bæði fallin frá. "Ég fékk einhvern tíma humaruppskrift hjá ömmu, en ég mundi hana greinlega ekki nógu vel. Svo var þessi humar nú ekki alveg fyrsta flokks heldur." Doddi er mikill matmaður en borðar ekki sérstaklega hollan mat. "Mér finnst skyndibitinn bestur og svo auðvitað góðar steikur með feitum sósum.Nú er runninn upp tíminn þegar allt er grillað, það liggur við að coca puffsinu sé hent á grillið á morgnana. En ég er ekki einu sinni mjög velkominn við grillið. Mig langaði alveg að vera svona karl sem er alltaf að snúa við steikum í garðinum en konan mín treystir mér greinilega ekki nógu vel og sér um grillið sjálf." Doddi er með morgunþátt milli sjö og tíu á morgnana á Kiss FM 89,5 og svo spilar hann danslög á sömu stöð á laugardagskvöldum. "Ég er einn í morgunþættinum, en með nokkra fasta pósta. Þetta eru sérfræðingar í tísku, rómantík og erótík og svo er ég með stelpu sem hefur ekkert vit á fótbolta sem sér um enska boltann. Danslögin á laugardagskvöldum eru stuðlög síðastliðinna tíu ára og nú þegar ég er laus við samkeppnina frá Gísla Marteini og Spaugstofunni býst ég við landsmenn séu bara límdir við danslögin." Matur Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
"Ég er eiginlega bara afleitur í eldhúsinu, sem sannaðist best um daginn þegar ég var að flytja og tæma frystinn," segir Þórður, kallaður Doddi. "Í ljós komu tveir pokar af humri í frystinum svo ég ákvað að gera eitthvað meiriháttar úr honum. Ég eyddi fimm klukkutímum í þetta og árangurinn var versta súpa í heimi, sem allir neita að að borða, en verður samt í öll mál þangað til hún klárast. Maður hendir ekki humar," segir Doddi ákveðinn. Doddi var vanur að leita til ömmu sinnar og afa þegar hann þurfti ráðleggingar í matreiðslunni, en nú eru þau bæði fallin frá. "Ég fékk einhvern tíma humaruppskrift hjá ömmu, en ég mundi hana greinlega ekki nógu vel. Svo var þessi humar nú ekki alveg fyrsta flokks heldur." Doddi er mikill matmaður en borðar ekki sérstaklega hollan mat. "Mér finnst skyndibitinn bestur og svo auðvitað góðar steikur með feitum sósum.Nú er runninn upp tíminn þegar allt er grillað, það liggur við að coca puffsinu sé hent á grillið á morgnana. En ég er ekki einu sinni mjög velkominn við grillið. Mig langaði alveg að vera svona karl sem er alltaf að snúa við steikum í garðinum en konan mín treystir mér greinilega ekki nógu vel og sér um grillið sjálf." Doddi er með morgunþátt milli sjö og tíu á morgnana á Kiss FM 89,5 og svo spilar hann danslög á sömu stöð á laugardagskvöldum. "Ég er einn í morgunþættinum, en með nokkra fasta pósta. Þetta eru sérfræðingar í tísku, rómantík og erótík og svo er ég með stelpu sem hefur ekkert vit á fótbolta sem sér um enska boltann. Danslögin á laugardagskvöldum eru stuðlög síðastliðinna tíu ára og nú þegar ég er laus við samkeppnina frá Gísla Marteini og Spaugstofunni býst ég við landsmenn séu bara límdir við danslögin."
Matur Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira