Fékk uppáhaldsflíkina í skiptum 13. október 2005 19:12 "Sú flík sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér er svarti leðurjakkinn minn. Vinkona mín átti hann og ég var búin að hafa augastað á honum lengi. Ég fékk hann stundum lánaðan og langaði voðalega mikið í hann. Síðan sá hún rifnar gallabuxur heima hjá mér og stakk upp á því að við myndum skipta á jakkanum og buxunum, sem ég hafði fengið í gjöf, en mér þótti ekkert sérstaklega vænt um buxurnar. Ég sagði auðvitað hátt og snjallt "já" og sé aldeilis ekki eftir því," segir Freyja sem er gjörsamlega ástfangin upp fyrir haus af jakkanum."Ég get notað hann við allt og hann fer aldrei úr tísku. Ég nota hann bæði fínt og hversdags en ég forðast samt að nota hann þegar er mjög kalt úti," segir Freyja hlæjandi en það sést varla á jakkanum þó að hann sé mikið notaður. "Hann er allavega eins eða tveggja ára og hann eyðist ekkert." Aðspurð um hvort ekta leður sé í jakkanum er Freyja ekki alveg viss. "Mér finnst ekki líklegt að hann sé úr ekta leðri. Þá held ég að vinkona mín hefði aldrei viljað skipta á honum og rifnu gallabuxunum. En hann er mjög góður jakki miðað við að vera gervi." Freyju finnst afar skemmtilegt að leita að fötum í svokölluðum "second-hand" verslunum. "Ég er algjört "second-hand"-frík. Ég elska Kolaportið og finnst rosalega gaman að fara þangað um helgar. Þar er hægt að finna fínustu föt fyrir engan pening. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
"Sú flík sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér er svarti leðurjakkinn minn. Vinkona mín átti hann og ég var búin að hafa augastað á honum lengi. Ég fékk hann stundum lánaðan og langaði voðalega mikið í hann. Síðan sá hún rifnar gallabuxur heima hjá mér og stakk upp á því að við myndum skipta á jakkanum og buxunum, sem ég hafði fengið í gjöf, en mér þótti ekkert sérstaklega vænt um buxurnar. Ég sagði auðvitað hátt og snjallt "já" og sé aldeilis ekki eftir því," segir Freyja sem er gjörsamlega ástfangin upp fyrir haus af jakkanum."Ég get notað hann við allt og hann fer aldrei úr tísku. Ég nota hann bæði fínt og hversdags en ég forðast samt að nota hann þegar er mjög kalt úti," segir Freyja hlæjandi en það sést varla á jakkanum þó að hann sé mikið notaður. "Hann er allavega eins eða tveggja ára og hann eyðist ekkert." Aðspurð um hvort ekta leður sé í jakkanum er Freyja ekki alveg viss. "Mér finnst ekki líklegt að hann sé úr ekta leðri. Þá held ég að vinkona mín hefði aldrei viljað skipta á honum og rifnu gallabuxunum. En hann er mjög góður jakki miðað við að vera gervi." Freyju finnst afar skemmtilegt að leita að fötum í svokölluðum "second-hand" verslunum. "Ég er algjört "second-hand"-frík. Ég elska Kolaportið og finnst rosalega gaman að fara þangað um helgar. Þar er hægt að finna fínustu föt fyrir engan pening.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira