Geðsjúkur maður rændi bifreiðum 8. maí 2005 00:01 Tvítugur maður rændi tveimur bifreiðum með skömmu millibili í dag með því að ógna ökumönnum og draga þá út. Hann var útskrifaður af geðdeild um hádegi í dag eftir að hafa verið fluttur þangað með alvarlegt þunglyndi og ranghugmyndir í gærkvöld. Litlu mátti muna að stórslys yrði. Það var læknir í Hlaðgerðarkoti sem tók ákvörðun um að senda manninn á geðdeild í Reykjavík. Svanur Óskarsson, umsjónarmaður heimilisins, segir að hann hafi þá verið mjög sjúkur, bæði þunglyndur og með alvarlegar ranghugmyndir um að skaða sig og aðra. Heimilisfólki í Hlaðgerðarkoti, sem er meðferðarheimili fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur, var þá farið að standa stuggur af manninum. En geðdeildin hefur greinilega metið ástand mannsins öðruvísi því hann var útskrifaður af deildinni um hádegi í dag. Skýringarnar liggja þó ekki lausu því Þórarinn Hannesson, vakthafandi geðlæknir, sagði í samtali við fréttastofu að fyrir þessu væru vissulega ástæður. Spurðar hverjar þær væru svaraði hann því til að fréttamanninum kæmu þær ekki við. Eftir að maðurinn var kominn út af deildinni rétt eftir hádegi í dag reif hann upp dyrnar á jeppabifreið sem kom aðvífandi eftir bílastæði Landspítalans, dró ökumanninn, sem var kona á miðjum aldri, út, settist sjálfur inn í bílinn og ók í burtu. Konan tilkynnti lögreglu um málið og var þegar í stað hafin leit að manninum. Skömmu seinna fréttist af því að bifreið hefði verið ekið út af Vesturlandsvegi til móts við Hlégarð í Mosfellssveit. Litlu munaði að jeppinn hefði lent á íbúðarhúsi. Tvær konur á fólksbíl stöðvuðu og ætluðu að aðstoða manninn, hann svaraði þeim með því að rífa upp dyrnar ökumannsmegin, rífa aðra konuna út og hrinda henni í jörðina. Hin konan fór út úr bifreiðinni en maðurinn settist undir stýri og ók á brott. Hann var handtekin eftir að hann kom aftur heim á Hlaðgerðarkot og fluttur niður á lögreglustöð þar sem hann hefur verið í yfirheyrslum í allan dag. Lögreglan segist ekki telja að maðurinn hafi verið andlega veikur en ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Rannsókn er þó ekki lokið. Konurnar sluppu að mestu ómeiddar, fyrir utan hrufl og skrámur. MYND/Hilmar G. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Tvítugur maður rændi tveimur bifreiðum með skömmu millibili í dag með því að ógna ökumönnum og draga þá út. Hann var útskrifaður af geðdeild um hádegi í dag eftir að hafa verið fluttur þangað með alvarlegt þunglyndi og ranghugmyndir í gærkvöld. Litlu mátti muna að stórslys yrði. Það var læknir í Hlaðgerðarkoti sem tók ákvörðun um að senda manninn á geðdeild í Reykjavík. Svanur Óskarsson, umsjónarmaður heimilisins, segir að hann hafi þá verið mjög sjúkur, bæði þunglyndur og með alvarlegar ranghugmyndir um að skaða sig og aðra. Heimilisfólki í Hlaðgerðarkoti, sem er meðferðarheimili fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur, var þá farið að standa stuggur af manninum. En geðdeildin hefur greinilega metið ástand mannsins öðruvísi því hann var útskrifaður af deildinni um hádegi í dag. Skýringarnar liggja þó ekki lausu því Þórarinn Hannesson, vakthafandi geðlæknir, sagði í samtali við fréttastofu að fyrir þessu væru vissulega ástæður. Spurðar hverjar þær væru svaraði hann því til að fréttamanninum kæmu þær ekki við. Eftir að maðurinn var kominn út af deildinni rétt eftir hádegi í dag reif hann upp dyrnar á jeppabifreið sem kom aðvífandi eftir bílastæði Landspítalans, dró ökumanninn, sem var kona á miðjum aldri, út, settist sjálfur inn í bílinn og ók í burtu. Konan tilkynnti lögreglu um málið og var þegar í stað hafin leit að manninum. Skömmu seinna fréttist af því að bifreið hefði verið ekið út af Vesturlandsvegi til móts við Hlégarð í Mosfellssveit. Litlu munaði að jeppinn hefði lent á íbúðarhúsi. Tvær konur á fólksbíl stöðvuðu og ætluðu að aðstoða manninn, hann svaraði þeim með því að rífa upp dyrnar ökumannsmegin, rífa aðra konuna út og hrinda henni í jörðina. Hin konan fór út úr bifreiðinni en maðurinn settist undir stýri og ók á brott. Hann var handtekin eftir að hann kom aftur heim á Hlaðgerðarkot og fluttur niður á lögreglustöð þar sem hann hefur verið í yfirheyrslum í allan dag. Lögreglan segist ekki telja að maðurinn hafi verið andlega veikur en ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Rannsókn er þó ekki lokið. Konurnar sluppu að mestu ómeiddar, fyrir utan hrufl og skrámur. MYND/Hilmar G.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira