Lítum á fólk sem manneskjur fremur 3. maí 2005 00:01 Það fer fram fjölbreytt starfsemi í Heilsuhvoli en þar verður opið hús næstkomandi sunnudag, 8. maí. Harpa Guðmundsdóttir, kennari í alexendertækni, er í hópi stofnenda Heilsuhvols en það er miðstöð fólks sem leggur stund á óhefðbundnar aðferðir við að bæta líkamlega og andlega heilsu. "Þetta byrjaði með því að fjórar konur tóku sig saman árið 2001 og stofnuðu Heilsuhvol á Flókagötu 65. Hópurinn tók fljótt að stækka og nú erum við átján sem störfum saman í Heilsuhvoli. Við sprengdum gamla húsnæðið utan af okkur og þetta nýja, þótt stærra sé, er þegar orðið sneisafullt." Meðal meðferða sem hægt er að sækja í Heilsuhvol er svæðanudd, heilsunudd og sjúkranudd, alexandertækni, höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð og snyrting svo fátt eitt sé nefnt en meðferðirnar verða kynntar á háftíma fresti á sunnudaginn. Harpa segir það mikinn kost að hafa alla þessa ólíku meðferðaraðila undir sama þaki. "Það munar miklu fyrir fólkið sem er að nota þessa þjónustu að geta kynnt sér hvaða meðferð hentar því best. Fólk getur verið á sama stað í margskonar meðferð og við vísum sjúklingum á milli og getum því talað saman um sjúklinginn svo hann fái sem besta meðferð við sínum einkennum.Við lítum þó alltaf fyrst og fremst á einstaklinga sem manneskjur frekar en sjúklinga með einkenni og allir fá mjög persónulega þjónustu." Harpa getur ómögulega sagt til um hvaða þjónusta sé mest notuð í Heilsuhvoli. "Nuddgreinarnar eru fyrirferðarmiklar en höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð eru að ryðja sér mjög til rúms og hómópatía og alexandertækni líka. Það er alltaf nóg að gera hér í Heilsuhvoli." Þeir sem vilja kynna sér starfsemi Heilsuhvols betur eru hvattir til að fara í heimsókn 14 og 17 á sunnudaginn á aðra hæð í Borgartúni 33 þar sem, að sögn Hörpu, verður tekið vel á móti gestum. Heilsa Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Það fer fram fjölbreytt starfsemi í Heilsuhvoli en þar verður opið hús næstkomandi sunnudag, 8. maí. Harpa Guðmundsdóttir, kennari í alexendertækni, er í hópi stofnenda Heilsuhvols en það er miðstöð fólks sem leggur stund á óhefðbundnar aðferðir við að bæta líkamlega og andlega heilsu. "Þetta byrjaði með því að fjórar konur tóku sig saman árið 2001 og stofnuðu Heilsuhvol á Flókagötu 65. Hópurinn tók fljótt að stækka og nú erum við átján sem störfum saman í Heilsuhvoli. Við sprengdum gamla húsnæðið utan af okkur og þetta nýja, þótt stærra sé, er þegar orðið sneisafullt." Meðal meðferða sem hægt er að sækja í Heilsuhvol er svæðanudd, heilsunudd og sjúkranudd, alexandertækni, höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð og snyrting svo fátt eitt sé nefnt en meðferðirnar verða kynntar á háftíma fresti á sunnudaginn. Harpa segir það mikinn kost að hafa alla þessa ólíku meðferðaraðila undir sama þaki. "Það munar miklu fyrir fólkið sem er að nota þessa þjónustu að geta kynnt sér hvaða meðferð hentar því best. Fólk getur verið á sama stað í margskonar meðferð og við vísum sjúklingum á milli og getum því talað saman um sjúklinginn svo hann fái sem besta meðferð við sínum einkennum.Við lítum þó alltaf fyrst og fremst á einstaklinga sem manneskjur frekar en sjúklinga með einkenni og allir fá mjög persónulega þjónustu." Harpa getur ómögulega sagt til um hvaða þjónusta sé mest notuð í Heilsuhvoli. "Nuddgreinarnar eru fyrirferðarmiklar en höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð eru að ryðja sér mjög til rúms og hómópatía og alexandertækni líka. Það er alltaf nóg að gera hér í Heilsuhvoli." Þeir sem vilja kynna sér starfsemi Heilsuhvols betur eru hvattir til að fara í heimsókn 14 og 17 á sunnudaginn á aðra hæð í Borgartúni 33 þar sem, að sögn Hörpu, verður tekið vel á móti gestum.
Heilsa Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“