Kennir fólki að bjarga mannslífum 3. maí 2005 00:01 Rauði Kross Íslands hefur lengi séð um að skipuleggja skyndihjálparnámskeið bæði fyrir einstaklinga, fyrirtæki og hópa en þau geta verið sniðin að þörfum hvers og eins. "Við erum að vonast til þess að það sé einhver vakning núna þar sem aukin eftirspurn hefur verið eftir skyndahjálparnámskeiðum í fyrirtækjum og stofnunum," segir Björgvin Herjólfsson, skyndihjálparþjálfari hjá fyrirtækinu Icesec sem sér um hópnámskeið í umboði Rauða krossins. "Á fjórum klukkustundum förum við yfir grunninn sem felur í sér endurlífgun þar sem notast er við brúðu," segir Björgvin. Til að læra öll atriði skyndihjálpar þarf hins vegar að taka fullt námskeið, 16 stunda langt, og er þar farið yfir hluti eins og aðkomu að slysi, fyrstu endurlífgun, beinbrot og stöðvun blæðinga svo eitthvað sé nefnt. "Ég tel alveg nauðsynlegt að fólk læri skyndihjálp svo það viti hvernig það eigi að bregðast við og það er betra að taka fjögurra stunda námskeið en að taka ekki neitt." Spurður hvort hann viti til þess að einhver af nemendum hans hafi þurft að nýta sér skyndihjálpina eftir námskeið, minnist hann konu sem kom að slæmu slysi. "Ég fékk þakkir frá konu sem hafði komið að bílslysi út á landi. Hún hafði víst verið eins og hershöfðingi þar til sjúkrabíllinn kom á vettvang," segir Björgvin. Skyndihjálp er ekki skyldunám hjá neinni stétt utan heilbrigðisgeirans ef frá eru taldir bílstjórar með meirapróf. "Sum fyrirtæki eru hins vegar mjög vakandi fyrir nauðsyn þess að senda starfsfólk sitt á þessi námskeið og í mörgum tilfellum taka starfsmannafélögin sig til og standa fyrir námskeiðum," segir Björgvin. "Það er alltaf ánægjulegt að sjá dæmi þess að þetta er tvímælalaust að bjarga mannslífum, og maður brosir út í annað því það er gaman að sjá vinnu sína skila árangri," segir Björgvin. Heilsa Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Rauði Kross Íslands hefur lengi séð um að skipuleggja skyndihjálparnámskeið bæði fyrir einstaklinga, fyrirtæki og hópa en þau geta verið sniðin að þörfum hvers og eins. "Við erum að vonast til þess að það sé einhver vakning núna þar sem aukin eftirspurn hefur verið eftir skyndahjálparnámskeiðum í fyrirtækjum og stofnunum," segir Björgvin Herjólfsson, skyndihjálparþjálfari hjá fyrirtækinu Icesec sem sér um hópnámskeið í umboði Rauða krossins. "Á fjórum klukkustundum förum við yfir grunninn sem felur í sér endurlífgun þar sem notast er við brúðu," segir Björgvin. Til að læra öll atriði skyndihjálpar þarf hins vegar að taka fullt námskeið, 16 stunda langt, og er þar farið yfir hluti eins og aðkomu að slysi, fyrstu endurlífgun, beinbrot og stöðvun blæðinga svo eitthvað sé nefnt. "Ég tel alveg nauðsynlegt að fólk læri skyndihjálp svo það viti hvernig það eigi að bregðast við og það er betra að taka fjögurra stunda námskeið en að taka ekki neitt." Spurður hvort hann viti til þess að einhver af nemendum hans hafi þurft að nýta sér skyndihjálpina eftir námskeið, minnist hann konu sem kom að slæmu slysi. "Ég fékk þakkir frá konu sem hafði komið að bílslysi út á landi. Hún hafði víst verið eins og hershöfðingi þar til sjúkrabíllinn kom á vettvang," segir Björgvin. Skyndihjálp er ekki skyldunám hjá neinni stétt utan heilbrigðisgeirans ef frá eru taldir bílstjórar með meirapróf. "Sum fyrirtæki eru hins vegar mjög vakandi fyrir nauðsyn þess að senda starfsfólk sitt á þessi námskeið og í mörgum tilfellum taka starfsmannafélögin sig til og standa fyrir námskeiðum," segir Björgvin. "Það er alltaf ánægjulegt að sjá dæmi þess að þetta er tvímælalaust að bjarga mannslífum, og maður brosir út í annað því það er gaman að sjá vinnu sína skila árangri," segir Björgvin.
Heilsa Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira