Menning

Með gjörning vegna húsnæðisvanda

Á morgun skín maísól og margir komnir í pólitísku baráttubuxurnar. Þeirra á meðal eru nemendur og kennarar í Listaháskólanum sem voru með gjörning á gamla hafnarbakkanum í dag til að vekja athygli á húsnæðisvanda skólans. Nemendur á fyrsta og öðru ári sýndu verk sín á hafnarbakkanum í dag og má segja að það sé eins konar forsmekkur að árlegri útskriftarsýningu þriðja árs nema sem haldin verður á Kjarvalsstöðum í næstu viku. Halldór Gíslason, deildarforseti hönnunar- og arkitektadeildar háskólans, segir að nemendurnir hafi tekið á mismunandi þáttum og að hver hópur hafi  hafteinn bíl á hafnarbakkanum. Skólinn hafi ekki neina byggingu en vonandi verði bakkinn kannski lóðarstæði fyrir hann. Flutningabílar hafi verið fengnir að láni og því sé þetta táknrænt að því leyti að nemendur og kennarar vilji helst fara að fá lóð og byggingu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×