Ungmenni gripin með kannabisefni
Þrjú ungmenni á tvítugsaldri voru tekin með lítið magn af kanabisefni í Hveragerði um miðnætti í nótt. Samkvæmt lögreglunni á Selfossi var fólkið flutt í fangageymslur lögreglunnar þar sem það gisti. Skýrsla verður tekin af því nú í morgunsárið og mun rannsókna á málinu fara fram í dag.