Blásið á athugasemdir dómara 29. apríl 2005 00:01 Rúna Jónsdóttir, talskona Stígamóta, fagnar því að í nýföllnum dómi Hæstaréttar yfir manni sem fundinn var sekur um heimilisofbeldi, skuli ekkert gert með viðhorf þau sem birtust í fyrri dómi Héraðsdóms Reykjaness. Í þeim dómi, sem Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari kvað upp var frá því greint að samband mannsins og konunnar sem ráðist var á hefði verið stofmasamt og að í árásinni hefði maðurinn lagt hendur á konuna ""í mikilli bræði og hníga gögnin frekar að því, að kærandi kunni að hafa valdið henni." Hæstiréttur tekur sérstaklega fram að maðurinn eigi sér engar málsbætur og segir hvorki leitt í ljós að konan hafi gefið ákærða tilefni til árásarinnar né að til átaka hafi komið milli þeirra. "Eins og fyrr segir réðist ákærði, sem er vel að manni, á varnarlausa konuna á heimili þeirra, þar sem aðrir voru henni ekki til bjargar, og tók hana meðal annars hálstaki með áðurnefndum afleiðingum. Var þessi árás hans því alvarleg og á ákærði sér ekki málsbætur," segir í dómnum. Héraðsdómur frestaði ákvörðun refsingar gegn því að maðurinn héldi þriggja ára skilorð, en Hæstiréttur skilorðsbatt í þrjú ár þriggja mánaða fangelsisdóm. Rúna telur hins vegar misræmi í refsiþyngd og vísar þar meðal annars til nýfallinna fangelsisdóma á handrukkara. "Ofbeldi gagnvart konum er það ofbeldi sem erfiðast er að fá viðurkennt," sagði hún og taldi dóminn yfir manninum vægan. "Augljóst er að taka þarf til í refsikerfi okkar, en vissulega er dómurinn samt í áttina," bætti hún við. Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður telur umræðu um forsendur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness hafa orðið til þess að ríkissaksóknari nýtti sér leyfi til að leita eftir áfrýjunarleyfi. "Ef ekki hefði verið opinber umfjöllun um málið er alls ekki víst að því hefði verið áfrýjað," sagði hún. Sif sagðist á sínum tíma hafa gert athugasemdir við að konunni sem fyrir árásinni varð skyldi ekki skipaður réttargæslumaður og taldi þar um handvömm lögreglu að ræða. Hún furðar sig til að mynda á að kærunni skyldi ekki hafa fylgt miskabótakrafa, en að slíkum hlutum hefði réttargæslumaður hugað. Sif fagnar því þó að Hæstiréttur taki nú með öðrum hætti á málum en gert var í héraðsdómi og að ekki sé vísað í neitt manninum til refsilækkunar eða málsbóta. "Blásið er á athugasemdir héraðsdómarans og það er gott," sagði hún. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Rúna Jónsdóttir, talskona Stígamóta, fagnar því að í nýföllnum dómi Hæstaréttar yfir manni sem fundinn var sekur um heimilisofbeldi, skuli ekkert gert með viðhorf þau sem birtust í fyrri dómi Héraðsdóms Reykjaness. Í þeim dómi, sem Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari kvað upp var frá því greint að samband mannsins og konunnar sem ráðist var á hefði verið stofmasamt og að í árásinni hefði maðurinn lagt hendur á konuna ""í mikilli bræði og hníga gögnin frekar að því, að kærandi kunni að hafa valdið henni." Hæstiréttur tekur sérstaklega fram að maðurinn eigi sér engar málsbætur og segir hvorki leitt í ljós að konan hafi gefið ákærða tilefni til árásarinnar né að til átaka hafi komið milli þeirra. "Eins og fyrr segir réðist ákærði, sem er vel að manni, á varnarlausa konuna á heimili þeirra, þar sem aðrir voru henni ekki til bjargar, og tók hana meðal annars hálstaki með áðurnefndum afleiðingum. Var þessi árás hans því alvarleg og á ákærði sér ekki málsbætur," segir í dómnum. Héraðsdómur frestaði ákvörðun refsingar gegn því að maðurinn héldi þriggja ára skilorð, en Hæstiréttur skilorðsbatt í þrjú ár þriggja mánaða fangelsisdóm. Rúna telur hins vegar misræmi í refsiþyngd og vísar þar meðal annars til nýfallinna fangelsisdóma á handrukkara. "Ofbeldi gagnvart konum er það ofbeldi sem erfiðast er að fá viðurkennt," sagði hún og taldi dóminn yfir manninum vægan. "Augljóst er að taka þarf til í refsikerfi okkar, en vissulega er dómurinn samt í áttina," bætti hún við. Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður telur umræðu um forsendur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness hafa orðið til þess að ríkissaksóknari nýtti sér leyfi til að leita eftir áfrýjunarleyfi. "Ef ekki hefði verið opinber umfjöllun um málið er alls ekki víst að því hefði verið áfrýjað," sagði hún. Sif sagðist á sínum tíma hafa gert athugasemdir við að konunni sem fyrir árásinni varð skyldi ekki skipaður réttargæslumaður og taldi þar um handvömm lögreglu að ræða. Hún furðar sig til að mynda á að kærunni skyldi ekki hafa fylgt miskabótakrafa, en að slíkum hlutum hefði réttargæslumaður hugað. Sif fagnar því þó að Hæstiréttur taki nú með öðrum hætti á málum en gert var í héraðsdómi og að ekki sé vísað í neitt manninum til refsilækkunar eða málsbóta. "Blásið er á athugasemdir héraðsdómarans og það er gott," sagði hún.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira