Blásið á athugasemdir dómara 29. apríl 2005 00:01 Rúna Jónsdóttir, talskona Stígamóta, fagnar því að í nýföllnum dómi Hæstaréttar yfir manni sem fundinn var sekur um heimilisofbeldi, skuli ekkert gert með viðhorf þau sem birtust í fyrri dómi Héraðsdóms Reykjaness. Í þeim dómi, sem Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari kvað upp var frá því greint að samband mannsins og konunnar sem ráðist var á hefði verið stofmasamt og að í árásinni hefði maðurinn lagt hendur á konuna ""í mikilli bræði og hníga gögnin frekar að því, að kærandi kunni að hafa valdið henni." Hæstiréttur tekur sérstaklega fram að maðurinn eigi sér engar málsbætur og segir hvorki leitt í ljós að konan hafi gefið ákærða tilefni til árásarinnar né að til átaka hafi komið milli þeirra. "Eins og fyrr segir réðist ákærði, sem er vel að manni, á varnarlausa konuna á heimili þeirra, þar sem aðrir voru henni ekki til bjargar, og tók hana meðal annars hálstaki með áðurnefndum afleiðingum. Var þessi árás hans því alvarleg og á ákærði sér ekki málsbætur," segir í dómnum. Héraðsdómur frestaði ákvörðun refsingar gegn því að maðurinn héldi þriggja ára skilorð, en Hæstiréttur skilorðsbatt í þrjú ár þriggja mánaða fangelsisdóm. Rúna telur hins vegar misræmi í refsiþyngd og vísar þar meðal annars til nýfallinna fangelsisdóma á handrukkara. "Ofbeldi gagnvart konum er það ofbeldi sem erfiðast er að fá viðurkennt," sagði hún og taldi dóminn yfir manninum vægan. "Augljóst er að taka þarf til í refsikerfi okkar, en vissulega er dómurinn samt í áttina," bætti hún við. Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður telur umræðu um forsendur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness hafa orðið til þess að ríkissaksóknari nýtti sér leyfi til að leita eftir áfrýjunarleyfi. "Ef ekki hefði verið opinber umfjöllun um málið er alls ekki víst að því hefði verið áfrýjað," sagði hún. Sif sagðist á sínum tíma hafa gert athugasemdir við að konunni sem fyrir árásinni varð skyldi ekki skipaður réttargæslumaður og taldi þar um handvömm lögreglu að ræða. Hún furðar sig til að mynda á að kærunni skyldi ekki hafa fylgt miskabótakrafa, en að slíkum hlutum hefði réttargæslumaður hugað. Sif fagnar því þó að Hæstiréttur taki nú með öðrum hætti á málum en gert var í héraðsdómi og að ekki sé vísað í neitt manninum til refsilækkunar eða málsbóta. "Blásið er á athugasemdir héraðsdómarans og það er gott," sagði hún. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Rúna Jónsdóttir, talskona Stígamóta, fagnar því að í nýföllnum dómi Hæstaréttar yfir manni sem fundinn var sekur um heimilisofbeldi, skuli ekkert gert með viðhorf þau sem birtust í fyrri dómi Héraðsdóms Reykjaness. Í þeim dómi, sem Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari kvað upp var frá því greint að samband mannsins og konunnar sem ráðist var á hefði verið stofmasamt og að í árásinni hefði maðurinn lagt hendur á konuna ""í mikilli bræði og hníga gögnin frekar að því, að kærandi kunni að hafa valdið henni." Hæstiréttur tekur sérstaklega fram að maðurinn eigi sér engar málsbætur og segir hvorki leitt í ljós að konan hafi gefið ákærða tilefni til árásarinnar né að til átaka hafi komið milli þeirra. "Eins og fyrr segir réðist ákærði, sem er vel að manni, á varnarlausa konuna á heimili þeirra, þar sem aðrir voru henni ekki til bjargar, og tók hana meðal annars hálstaki með áðurnefndum afleiðingum. Var þessi árás hans því alvarleg og á ákærði sér ekki málsbætur," segir í dómnum. Héraðsdómur frestaði ákvörðun refsingar gegn því að maðurinn héldi þriggja ára skilorð, en Hæstiréttur skilorðsbatt í þrjú ár þriggja mánaða fangelsisdóm. Rúna telur hins vegar misræmi í refsiþyngd og vísar þar meðal annars til nýfallinna fangelsisdóma á handrukkara. "Ofbeldi gagnvart konum er það ofbeldi sem erfiðast er að fá viðurkennt," sagði hún og taldi dóminn yfir manninum vægan. "Augljóst er að taka þarf til í refsikerfi okkar, en vissulega er dómurinn samt í áttina," bætti hún við. Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður telur umræðu um forsendur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness hafa orðið til þess að ríkissaksóknari nýtti sér leyfi til að leita eftir áfrýjunarleyfi. "Ef ekki hefði verið opinber umfjöllun um málið er alls ekki víst að því hefði verið áfrýjað," sagði hún. Sif sagðist á sínum tíma hafa gert athugasemdir við að konunni sem fyrir árásinni varð skyldi ekki skipaður réttargæslumaður og taldi þar um handvömm lögreglu að ræða. Hún furðar sig til að mynda á að kærunni skyldi ekki hafa fylgt miskabótakrafa, en að slíkum hlutum hefði réttargæslumaður hugað. Sif fagnar því þó að Hæstiréttur taki nú með öðrum hætti á málum en gert var í héraðsdómi og að ekki sé vísað í neitt manninum til refsilækkunar eða málsbóta. "Blásið er á athugasemdir héraðsdómarans og það er gott," sagði hún.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira