Gerði góð kaup á Flórída 28. apríl 2005 00:01 Auður Ólafsdóttir æfir hópfimleika með Stjörnunni og veldur það henni ansi miklum hausverk þegar hún er beðin um að draga fram uppáhaldsflíkina sína. "Ég átti í miklum erfiðleikum með að finna eitthvað sem er algjörlega ómissandi í fataskápnum mínum en fann loksins pils sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég keypti það á Flórída fyrir tveimur árum síðan. Ég sá það í verslunarmiðstöð og gekk síðan heilan hring um miðstöðina áður en ég keypti það. Mér fannst ekki mjög praktískt að labba inn í fyrstu búðina í verslunarmiðstöðinni og kaupa eitthvað," segir Auður og hlær. "Pilsið er svart með túrkísbláum blómum á og missítt. Það er í sparilegri kantinum þannig að ég nota það þegar ég fer eitthvað fínt út að skemmta mér," segir Auður sem var aldeilis framsýn þar sem túrkísblár er aðaltískuliturinn í sumar. "Já, ég hugsaði einmitt "þetta verður mjög fínt árið 2005"," segir Auður og hlær dátt af þessum praktísku pilsakaupum. Uppáhaldspilsið hennar Auðar var mjög ódýrt og segir Auður verðlagið á Flórída vera ansi lágt. "Það er voðalega gott að kaupa föt þar. Annars kaupi ég mér bara föt þegar ég dett niður á eitthvað sem mér líkar vel við. Ef mig vantar eitthvað þá fer ég á stúfana að kaupa -- en ég er alls ekki alltaf að kaupa mér föt." Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Auður Ólafsdóttir æfir hópfimleika með Stjörnunni og veldur það henni ansi miklum hausverk þegar hún er beðin um að draga fram uppáhaldsflíkina sína. "Ég átti í miklum erfiðleikum með að finna eitthvað sem er algjörlega ómissandi í fataskápnum mínum en fann loksins pils sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég keypti það á Flórída fyrir tveimur árum síðan. Ég sá það í verslunarmiðstöð og gekk síðan heilan hring um miðstöðina áður en ég keypti það. Mér fannst ekki mjög praktískt að labba inn í fyrstu búðina í verslunarmiðstöðinni og kaupa eitthvað," segir Auður og hlær. "Pilsið er svart með túrkísbláum blómum á og missítt. Það er í sparilegri kantinum þannig að ég nota það þegar ég fer eitthvað fínt út að skemmta mér," segir Auður sem var aldeilis framsýn þar sem túrkísblár er aðaltískuliturinn í sumar. "Já, ég hugsaði einmitt "þetta verður mjög fínt árið 2005"," segir Auður og hlær dátt af þessum praktísku pilsakaupum. Uppáhaldspilsið hennar Auðar var mjög ódýrt og segir Auður verðlagið á Flórída vera ansi lágt. "Það er voðalega gott að kaupa föt þar. Annars kaupi ég mér bara föt þegar ég dett niður á eitthvað sem mér líkar vel við. Ef mig vantar eitthvað þá fer ég á stúfana að kaupa -- en ég er alls ekki alltaf að kaupa mér föt."
Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira