Fyrningamál verði unnin í samhengi 27. apríl 2005 00:01 "Ég tæki því að sjálfsögðu vel ef allsherjarnefnd fæli ráðuneytinu að fara yfir fyrirliggjandi frumvarp um afnám fyrningar kynferðisbrota gegn börnum, og gera síðan sínar tillögur," sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, spurður um afstöðu sína til þess að nefndin myndi vísa málinu til ráðuneytis hans. "Ráðuneytið mundi skoða málið vel," sagði ráðherra. "Síðan yrði niðurstaða þess kynnt. Mér þætti slíkt eðlilegur gangur máls af þessum toga." Hann sagði að um miðjan apríl hefði komið hópur fólks til sín í ráðuneytið og kynnt sér aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi á Íslandi. Þar kæmu fram tillögur að úrbótum sem gagnast mættu við endurskoðun laga gegn slíku ofbeldi. Tillögurnar vörðuðu málefni sem heyrðu undir verksvið ráðuneyta heilbrigðis-, dóms-, félags- og menntamála. Þær væru í fimm köflum. Í viðamesta kaflanum væru kynnt sjónarmið og lagðar fram breytingar sem tengdust réttarkerfinu. "Þar er meðal annars lagt til að unnið verði að heildarendurskoðun löggjafar, meðal annars hegningarlaga og laga um meðferð opinberra mála þar sem tekið verði sérstaklega á kynbundnu ofbeldi. Í því sambandi er lagt til að kynferðisbrotakafli hegningarlaga verði tekinn til heildarendurskoðunar og lögð á það áhersla að kynferðisbrot gegn börnum fyrnist ekki." sagði ráðherra. "Ég hef tilkynnt allsherjarnefnd og formanni hennar að ég hafi hug á því að vinna úr þessum tillögum." Björn kvaðst vita til þess að aðgerðaáætlunin hefði þegar verið tekin til umfjöllunar í samráðsnefnd um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum, sem sett hefði verið á laggirnar 2003 og starfaði í umboði félagsmálaráðuneytisins. "Þessu máli er á þennan veg farið," sagði ráðherra "Ég vil að litið sé á þessi mál í þessu stóra samhengi, en menn séu ekki að taka eitt mál fyrir og síðan annað, heldur hljóti að vera skynsamlegt að reyna að ná utan um málaflokkinn allan og fella þá fyrningarþáttinn að heildarniðurstöðunni." Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
"Ég tæki því að sjálfsögðu vel ef allsherjarnefnd fæli ráðuneytinu að fara yfir fyrirliggjandi frumvarp um afnám fyrningar kynferðisbrota gegn börnum, og gera síðan sínar tillögur," sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, spurður um afstöðu sína til þess að nefndin myndi vísa málinu til ráðuneytis hans. "Ráðuneytið mundi skoða málið vel," sagði ráðherra. "Síðan yrði niðurstaða þess kynnt. Mér þætti slíkt eðlilegur gangur máls af þessum toga." Hann sagði að um miðjan apríl hefði komið hópur fólks til sín í ráðuneytið og kynnt sér aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi á Íslandi. Þar kæmu fram tillögur að úrbótum sem gagnast mættu við endurskoðun laga gegn slíku ofbeldi. Tillögurnar vörðuðu málefni sem heyrðu undir verksvið ráðuneyta heilbrigðis-, dóms-, félags- og menntamála. Þær væru í fimm köflum. Í viðamesta kaflanum væru kynnt sjónarmið og lagðar fram breytingar sem tengdust réttarkerfinu. "Þar er meðal annars lagt til að unnið verði að heildarendurskoðun löggjafar, meðal annars hegningarlaga og laga um meðferð opinberra mála þar sem tekið verði sérstaklega á kynbundnu ofbeldi. Í því sambandi er lagt til að kynferðisbrotakafli hegningarlaga verði tekinn til heildarendurskoðunar og lögð á það áhersla að kynferðisbrot gegn börnum fyrnist ekki." sagði ráðherra. "Ég hef tilkynnt allsherjarnefnd og formanni hennar að ég hafi hug á því að vinna úr þessum tillögum." Björn kvaðst vita til þess að aðgerðaáætlunin hefði þegar verið tekin til umfjöllunar í samráðsnefnd um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum, sem sett hefði verið á laggirnar 2003 og starfaði í umboði félagsmálaráðuneytisins. "Þessu máli er á þennan veg farið," sagði ráðherra "Ég vil að litið sé á þessi mál í þessu stóra samhengi, en menn séu ekki að taka eitt mál fyrir og síðan annað, heldur hljóti að vera skynsamlegt að reyna að ná utan um málaflokkinn allan og fella þá fyrningarþáttinn að heildarniðurstöðunni."
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira