Dýr þörf fyrir falsaða sögu 27. apríl 2005 00:01 Engir menn á jörðinni kunna eins vel að búa til friðsæla staði og Japanir. Þótt Yasukuni-skrínið í Tokyo sé fjarri því að vera fegurst japanskra hofa er það engu að síður svo unaðssamur staður að hofið þætti einstakur dýrgripur í flestum borgum heimsins. Yasukuni er hins vegar hatað um stóran hluta Asíu og deilur um það eru til miðju í átökum sem hafa mikla þýðingu fyrir alþjóðleg stjórnmál og viðskipti. Þróun á sambandi Kína, hins rísandi stórveldis, og Japan, næststærsta hagkerfis heimsins, gæti haft meiri áhrif á skipan stjórnmála og viðskipta í heiminum næstu áratugi en ófriðurinn í Miðausturlöndum. Deilurnar um Yasukuni-hofið og um sögukennslu fyrir japönsk börn snúast á yfirborðinu um átök fyrri tíma. Í reynd eru þær hluti af vaxandi átökum um pólitísk og efnahagsleg völd á mannflesta svæði jarðarinnar. Vaxandi efnahagsmáttur Kínverja hefur víðtæk áhrif um allan heim og hefur djúpstæð áhrif á stefnumörkun fyrirtækja og ríkisstjórna um öll Vesturlönd. Við jaðra hins nýja heimsveldis eru áhrifin lík landskjálfta. Yasukuni-hofið er sagt hýsa anda tveggja og hálfrar milljónar manna sem féllu í stríðum Japana á nokkrum áratugum til loka síðari heimsstyrjaldarinnar. Nöfn mannanna eru skráð í hofinu og andar þeirra eru sagðir gæta japönsku þjóðarinnar. Á meðal þessara manna eru dæmdir stríðsglæpamenn og fjöldi herforingja sem báru beina ábyrgð á dauða milljóna manna í fjöldamorðum japanska hersins og í hroðalegum fangabúðum úti um hálfa Asíu. Sú mynd sem menn fá af stríðum Japana með því að heimsækja hofið og safn við hlið þess er hins vegar sú að Japanir hafi verið knúnir til að heyja stórar styrjaldir og þurfi síður en svo að skammast sín fyrir þessi stríð. Ekki er að sjá að Japanir hafi sjálfir borið nokkra ábyrgð á tilraunum sínum til að leggja undir sig hálfa heimsbyggðina eða á dauða þeirra tuga milljóna manna sem guldu fyrir þetta með lífi sínu. Hof í miðri Berlín sem sagt væri geyma sálir fallinna Þjóðverja, og þar á meðal Hitlers og annarra leiðtoga nasista, væri evrópsk hliðstæða við Yasukuni-hofið. Safn um hetjudáðir þýsku stormsveitanna væri önnur hliðstæða og sú þriðja væri ef kanslari Þýskalands mætti prúðbúinn í heimsókn þarna á hverju ári. Af hugsun um þessar hliðstæður geta menn ímyndað sér hverjar tilfinningar Kínverja, Kóreumanna og íbúa Suðaustur-Asíu eru til japanskra leiðtoga sem heimsækja skrínið og leyfa útgáfu kennslubóka sem hvítþvo Japana af ábyrgð á helför tugmilljóna Asíumanna. Þótt Japan sé annað stærsta hagkerfi heimsins hafa Japanir aldrei náð pólitískum áhrifum í Asíu. Bandalag Asíuríkja með Japan í forustusveit og japanska yenið sem akkeri í viðskiptum hefur aldrei verið mögulegt vegna þeirrar djúpu tortryggni sem mætir Japönum um alla álfuna. Japanir eru þreyttir á sérkennilegri stöðu lands síns og óskir um pólitísk áhrif til jafns við efnahagsleg hafa farið mjög vaxandi á síðustu árum. Krafa Japana um fast sæti, helst með neitunarvaldi, í öryggisráði SÞ er dæmi um þetta. Í stað þess að gera upp fortíðina, sem gæti opnað Japönum áður lokaðar leiðir til áhrifa í Asíu, hafa Japanir lent inni í öngstræti nýrrar þjóðernishyggju sem eins og öll þjóðernishyggja byggir á fölsunum á sögunni. Japanir þurfa ekki annað en að líta til Þýskalands til að sjá hve gerólíka stöðu Japan hefði getað fengið í heimsmálunum ef þjóðin hefði gert upp sögu sína með ábyrgari og skynsamlegri hætti. Veik staða Japana í Asíu er um sumt fagnaðarefni fyrir bæði Kínverja og Bandaríkjamenn. Hún auðveldar Kína að mynda bandalög í Asíu og eykur svigrúm ríkisins með ýmsum hætti. Um leið hafa Japanar aftur snúið sér til Bandaríkjanna, en áhugi Japana á sambandi landanna minnkaði um tíma, og líta svo á að vegna einangrunar sinnar í Asíu sé þeim nauðsynlegt að treysta sem mest samstarfið við Bandaríkin. Þetta eykur enn á tortryggni Kínverja og margra annarra Asíuþjóða í garð Japana en sambandið við Japan er lykill að áframhaldandi áhrifum Bandaríkjanna í Austur-Asíu. Afsökunarbeiðni Koizumis á fundi Asíulanda í síðustu viku hjálpaði Japönum lítið því Koizumi er tíður gestur í Yasukuni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Engir menn á jörðinni kunna eins vel að búa til friðsæla staði og Japanir. Þótt Yasukuni-skrínið í Tokyo sé fjarri því að vera fegurst japanskra hofa er það engu að síður svo unaðssamur staður að hofið þætti einstakur dýrgripur í flestum borgum heimsins. Yasukuni er hins vegar hatað um stóran hluta Asíu og deilur um það eru til miðju í átökum sem hafa mikla þýðingu fyrir alþjóðleg stjórnmál og viðskipti. Þróun á sambandi Kína, hins rísandi stórveldis, og Japan, næststærsta hagkerfis heimsins, gæti haft meiri áhrif á skipan stjórnmála og viðskipta í heiminum næstu áratugi en ófriðurinn í Miðausturlöndum. Deilurnar um Yasukuni-hofið og um sögukennslu fyrir japönsk börn snúast á yfirborðinu um átök fyrri tíma. Í reynd eru þær hluti af vaxandi átökum um pólitísk og efnahagsleg völd á mannflesta svæði jarðarinnar. Vaxandi efnahagsmáttur Kínverja hefur víðtæk áhrif um allan heim og hefur djúpstæð áhrif á stefnumörkun fyrirtækja og ríkisstjórna um öll Vesturlönd. Við jaðra hins nýja heimsveldis eru áhrifin lík landskjálfta. Yasukuni-hofið er sagt hýsa anda tveggja og hálfrar milljónar manna sem féllu í stríðum Japana á nokkrum áratugum til loka síðari heimsstyrjaldarinnar. Nöfn mannanna eru skráð í hofinu og andar þeirra eru sagðir gæta japönsku þjóðarinnar. Á meðal þessara manna eru dæmdir stríðsglæpamenn og fjöldi herforingja sem báru beina ábyrgð á dauða milljóna manna í fjöldamorðum japanska hersins og í hroðalegum fangabúðum úti um hálfa Asíu. Sú mynd sem menn fá af stríðum Japana með því að heimsækja hofið og safn við hlið þess er hins vegar sú að Japanir hafi verið knúnir til að heyja stórar styrjaldir og þurfi síður en svo að skammast sín fyrir þessi stríð. Ekki er að sjá að Japanir hafi sjálfir borið nokkra ábyrgð á tilraunum sínum til að leggja undir sig hálfa heimsbyggðina eða á dauða þeirra tuga milljóna manna sem guldu fyrir þetta með lífi sínu. Hof í miðri Berlín sem sagt væri geyma sálir fallinna Þjóðverja, og þar á meðal Hitlers og annarra leiðtoga nasista, væri evrópsk hliðstæða við Yasukuni-hofið. Safn um hetjudáðir þýsku stormsveitanna væri önnur hliðstæða og sú þriðja væri ef kanslari Þýskalands mætti prúðbúinn í heimsókn þarna á hverju ári. Af hugsun um þessar hliðstæður geta menn ímyndað sér hverjar tilfinningar Kínverja, Kóreumanna og íbúa Suðaustur-Asíu eru til japanskra leiðtoga sem heimsækja skrínið og leyfa útgáfu kennslubóka sem hvítþvo Japana af ábyrgð á helför tugmilljóna Asíumanna. Þótt Japan sé annað stærsta hagkerfi heimsins hafa Japanir aldrei náð pólitískum áhrifum í Asíu. Bandalag Asíuríkja með Japan í forustusveit og japanska yenið sem akkeri í viðskiptum hefur aldrei verið mögulegt vegna þeirrar djúpu tortryggni sem mætir Japönum um alla álfuna. Japanir eru þreyttir á sérkennilegri stöðu lands síns og óskir um pólitísk áhrif til jafns við efnahagsleg hafa farið mjög vaxandi á síðustu árum. Krafa Japana um fast sæti, helst með neitunarvaldi, í öryggisráði SÞ er dæmi um þetta. Í stað þess að gera upp fortíðina, sem gæti opnað Japönum áður lokaðar leiðir til áhrifa í Asíu, hafa Japanir lent inni í öngstræti nýrrar þjóðernishyggju sem eins og öll þjóðernishyggja byggir á fölsunum á sögunni. Japanir þurfa ekki annað en að líta til Þýskalands til að sjá hve gerólíka stöðu Japan hefði getað fengið í heimsmálunum ef þjóðin hefði gert upp sögu sína með ábyrgari og skynsamlegri hætti. Veik staða Japana í Asíu er um sumt fagnaðarefni fyrir bæði Kínverja og Bandaríkjamenn. Hún auðveldar Kína að mynda bandalög í Asíu og eykur svigrúm ríkisins með ýmsum hætti. Um leið hafa Japanar aftur snúið sér til Bandaríkjanna, en áhugi Japana á sambandi landanna minnkaði um tíma, og líta svo á að vegna einangrunar sinnar í Asíu sé þeim nauðsynlegt að treysta sem mest samstarfið við Bandaríkin. Þetta eykur enn á tortryggni Kínverja og margra annarra Asíuþjóða í garð Japana en sambandið við Japan er lykill að áframhaldandi áhrifum Bandaríkjanna í Austur-Asíu. Afsökunarbeiðni Koizumis á fundi Asíulanda í síðustu viku hjálpaði Japönum lítið því Koizumi er tíður gestur í Yasukuni.