Börnin biðja aldrei um sykur 26. apríl 2005 00:01 Heilsuleikskólinn Urðarhóll í Kópavogi er tæplega 10 ára gamall. Víðs vegar um landið hafa sprottið upp sambærilegir skólar sem fylgja stefnu Urðarhóls þar sem lögð er áherslu á næringu, hreyfingu og listir. "Markmið okkar er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og listir í gegnum leik," segir Unnur Stefánsdóttir, sem stýrir heilsuleikskólanum Urðarhóli í Kópavogi. Hugmyndafræðina á bak við leikskólann þróaði hún ásamt samstarfsfólki sínu en Unnur er sjálf mikil íþróttakona. "Til þess að leggja meiri áherslu á þessa þætti erum við með næringarráðagjafa sem gefur ráð um matseðla og við erum með fagstjóra í íþróttum og hreyfingu sem kennir íþróttir alla daga en hvert barn fer í íþróttatíma tvisvar í viku auk gönguferða og útivistar. Auk þess erum við með listakennara sem sjá um listnámið," segir Unnur. Í leikskólanun er íþróttasalur sem er sérstaklega útbúinn fyrir börn á leikskólaaldri og þar eru íþróttir stundaðar daglega. "Börnin elska íþróttatímana og geta varla verið veik heima ef þau eiga að fara í íþróttir þann daginn," segir Unnur og hlær. Auk hreyfingar er lögð áhersla á hollt og gott mataræði og segir Unnur það ganga vel að kenna börnunum að borða hollan og næringarríkan mat. "Þau læra að borða grænmeti og baunarétti og hjá sumum tekur það tíma en þessi eldri eru góð fyrirmynd. Það geta allir lært þetta og börnin biðja aldrei um sykur eða sætabrauð," segir Unnur. "Við finnum fyrir mikilli ánægju frá foreldrum með skólann. Það er okkar trú að ef börnin fá hreyfingu og góða næringu eru þau betur í stakk búin til að skapa. Auk þess glímum við ekki við offitu hérna og við getum gripið inn í ef það vandamál kemur upp," segir Unnur. Hún segir að á þeim tæpu tíu árum frá því skólinn var stofnaður hafi skólastarfið þróast mikið auk þess sem skólinn hafi stækkað. Upphaflega voru börnin 30 en nú eru þau 143 talsins, á aldrinum eins til sex ára. Leikskólinn er rekinn af Kópavogsbæ og hafa önnur sveitarfélög fylgt þessu fordæmi. Nokkrir heilsuleikskólar hafa tekið til starfa víðs vegar um landið og nokkrir taka brátt til starfa. "Það er alveg frábært að sjá þetta gerast. Við sem stýrum heilsuleikskólum höfum hist og erum að undirbúa stofnun samtaka heilsuleikskóla," segir Unnur Stefánsdóttir. Heilsa Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Heilsuleikskólinn Urðarhóll í Kópavogi er tæplega 10 ára gamall. Víðs vegar um landið hafa sprottið upp sambærilegir skólar sem fylgja stefnu Urðarhóls þar sem lögð er áherslu á næringu, hreyfingu og listir. "Markmið okkar er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og listir í gegnum leik," segir Unnur Stefánsdóttir, sem stýrir heilsuleikskólanum Urðarhóli í Kópavogi. Hugmyndafræðina á bak við leikskólann þróaði hún ásamt samstarfsfólki sínu en Unnur er sjálf mikil íþróttakona. "Til þess að leggja meiri áherslu á þessa þætti erum við með næringarráðagjafa sem gefur ráð um matseðla og við erum með fagstjóra í íþróttum og hreyfingu sem kennir íþróttir alla daga en hvert barn fer í íþróttatíma tvisvar í viku auk gönguferða og útivistar. Auk þess erum við með listakennara sem sjá um listnámið," segir Unnur. Í leikskólanun er íþróttasalur sem er sérstaklega útbúinn fyrir börn á leikskólaaldri og þar eru íþróttir stundaðar daglega. "Börnin elska íþróttatímana og geta varla verið veik heima ef þau eiga að fara í íþróttir þann daginn," segir Unnur og hlær. Auk hreyfingar er lögð áhersla á hollt og gott mataræði og segir Unnur það ganga vel að kenna börnunum að borða hollan og næringarríkan mat. "Þau læra að borða grænmeti og baunarétti og hjá sumum tekur það tíma en þessi eldri eru góð fyrirmynd. Það geta allir lært þetta og börnin biðja aldrei um sykur eða sætabrauð," segir Unnur. "Við finnum fyrir mikilli ánægju frá foreldrum með skólann. Það er okkar trú að ef börnin fá hreyfingu og góða næringu eru þau betur í stakk búin til að skapa. Auk þess glímum við ekki við offitu hérna og við getum gripið inn í ef það vandamál kemur upp," segir Unnur. Hún segir að á þeim tæpu tíu árum frá því skólinn var stofnaður hafi skólastarfið þróast mikið auk þess sem skólinn hafi stækkað. Upphaflega voru börnin 30 en nú eru þau 143 talsins, á aldrinum eins til sex ára. Leikskólinn er rekinn af Kópavogsbæ og hafa önnur sveitarfélög fylgt þessu fordæmi. Nokkrir heilsuleikskólar hafa tekið til starfa víðs vegar um landið og nokkrir taka brátt til starfa. "Það er alveg frábært að sjá þetta gerast. Við sem stýrum heilsuleikskólum höfum hist og erum að undirbúa stofnun samtaka heilsuleikskóla," segir Unnur Stefánsdóttir.
Heilsa Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp