Breytingar ná ekki til skotmanna 25. apríl 2005 00:01 Breytingar á almennum hegningarlögum sem gerðar voru í fyrra og áttu að tryggja skjótvirkari og skilvirkari úrræði gagnvart afbrotamönnum sem brjóta af sér í reynslulausn ná ekki til ofbeldismannanna sem skutu mörgum sinnum á ungan mann á Akureyri nýverið. Í fyrravetur skipaði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra nefnd til að skila tillögum sem miðuðu í þessa átt og skilað nefndin af sér í febrúar og breytingar urðu að lögum í maílok í fyrra. Þær ná hins vegar ekki til manna sem eru á skilorði, það er að þeir fái að vera lausir hluta af dómstímanum samkvæmt dómi eða jafnvel allan dómstímann eins og er í tilviki Akureyringanna, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þrátt fyrir að árásarmennirnir hafi báðir hlotið dóma voru þeir alveg skilorðsbundnir í báðum tilvikum þannig að þeir fóru aldrei í fangelsi og þar með ná breytingarnar ekki til þeirra. Hefðu þeir hins vegar hlotið nokkurra mánaða fangelsisdóma, óskilorðsbundna, en fengið reynslulausn áður en afplánun lauk hefðu breytingarnar náð til þerra. Það er því spurning hvort breytingarnar hafa fyllilega náð takmarki sínu, en í greinargerð með þeim segir meðal annars að megintilgangur laganna sé að gera hið almenna skilyrði reynslulausnar hegningarlaga virkara réttarúrræði með því að tryggja að fyrir hendi sé í lögum skjótvirkt og skilvirkt úrræði til að leita úrskurðar dómara um að maður sem hlotið hefur reynslulausn verði látinn afplána refsingu þegar í stað hafi hann gróflega rofið hið almenna skilyrði reynslulausnar. Þarna er ekki minnst á skilorð og á því sleppa Akureyringarnir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Breytingar á almennum hegningarlögum sem gerðar voru í fyrra og áttu að tryggja skjótvirkari og skilvirkari úrræði gagnvart afbrotamönnum sem brjóta af sér í reynslulausn ná ekki til ofbeldismannanna sem skutu mörgum sinnum á ungan mann á Akureyri nýverið. Í fyrravetur skipaði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra nefnd til að skila tillögum sem miðuðu í þessa átt og skilað nefndin af sér í febrúar og breytingar urðu að lögum í maílok í fyrra. Þær ná hins vegar ekki til manna sem eru á skilorði, það er að þeir fái að vera lausir hluta af dómstímanum samkvæmt dómi eða jafnvel allan dómstímann eins og er í tilviki Akureyringanna, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þrátt fyrir að árásarmennirnir hafi báðir hlotið dóma voru þeir alveg skilorðsbundnir í báðum tilvikum þannig að þeir fóru aldrei í fangelsi og þar með ná breytingarnar ekki til þeirra. Hefðu þeir hins vegar hlotið nokkurra mánaða fangelsisdóma, óskilorðsbundna, en fengið reynslulausn áður en afplánun lauk hefðu breytingarnar náð til þerra. Það er því spurning hvort breytingarnar hafa fyllilega náð takmarki sínu, en í greinargerð með þeim segir meðal annars að megintilgangur laganna sé að gera hið almenna skilyrði reynslulausnar hegningarlaga virkara réttarúrræði með því að tryggja að fyrir hendi sé í lögum skjótvirkt og skilvirkt úrræði til að leita úrskurðar dómara um að maður sem hlotið hefur reynslulausn verði látinn afplána refsingu þegar í stað hafi hann gróflega rofið hið almenna skilyrði reynslulausnar. Þarna er ekki minnst á skilorð og á því sleppa Akureyringarnir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira