Friður í Fram 22. apríl 2005 00:01 Stjórn handknattleiksdeildar Fram boðaði þá leikmenn og þjálfara Fram sem skrifuðu undir yfirlýsingu til stuðnings brottreknum þjálfara félagsins, Heimi Ríkarðssyni, á fund sinn í gær í þeirri von að lægja óánægjuöldurnar. Sættir virðast hafa náðst á milli leikmanna og stjórnar eftir fundinn sem var víst ekki án átaka.Eftir fundinn í gær gáfu stjórn handknattleiksdeildar og leikmenn frá sér sameiginlega yfirlýsingu á heimasíðu félagsins þar sem stríðsöxin er grafin."Stjórn handknattleiksdeildar FRAM og leikmenn liðsins hafa ákveðið að leggja til hliðar þann ágreining sem uppi hefur verið síðustu daga og ætla með sameiginlegu átaki að hefja liðið til vegs og virðingar á nýjan leik. Báðir aðilar þakka Heimi Ríkarðssyni fyrir frábært starf á undanförnum árum og óska honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni. Jafnframt er Guðmundur Guðmundsson boðinn velkominn til starfa hjá félaginu." Svo mörg voru þau orð.Yfirlýsing leikmanna og þjálfara, þar sem einnig kemur fram gagnrýni á stjórnina, sem birt var á heimasíðu Fram á fimmtudag var tekin út skömmu síðar að beiðni formanns félagsins, Guðmundar B. Ólafssonar. "Svona yfirlýsing á ekkert heima á okkar heimasíðu. Heimasíðan okkar er fréttasíða og þar kemur fram sé á döfinni og hvað Framarar séu að gera," sagði Guðmundur við Fréttablaðið í gær. Miðað við þessi orð Guðmundar er einkennilegt að nýjasta yfirlýsingin hafi verið birt á heimasíðu félagsins í gærkvöld. Fréttablaðið hafði samband við Kjartan Ragnarsson, formann handknattleiksdeildar Fram, sem staddur er í London, vegna málsins í gær en hann kaus að tjá sig ekki. Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Fleiri fréttir Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sjá meira
Stjórn handknattleiksdeildar Fram boðaði þá leikmenn og þjálfara Fram sem skrifuðu undir yfirlýsingu til stuðnings brottreknum þjálfara félagsins, Heimi Ríkarðssyni, á fund sinn í gær í þeirri von að lægja óánægjuöldurnar. Sættir virðast hafa náðst á milli leikmanna og stjórnar eftir fundinn sem var víst ekki án átaka.Eftir fundinn í gær gáfu stjórn handknattleiksdeildar og leikmenn frá sér sameiginlega yfirlýsingu á heimasíðu félagsins þar sem stríðsöxin er grafin."Stjórn handknattleiksdeildar FRAM og leikmenn liðsins hafa ákveðið að leggja til hliðar þann ágreining sem uppi hefur verið síðustu daga og ætla með sameiginlegu átaki að hefja liðið til vegs og virðingar á nýjan leik. Báðir aðilar þakka Heimi Ríkarðssyni fyrir frábært starf á undanförnum árum og óska honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni. Jafnframt er Guðmundur Guðmundsson boðinn velkominn til starfa hjá félaginu." Svo mörg voru þau orð.Yfirlýsing leikmanna og þjálfara, þar sem einnig kemur fram gagnrýni á stjórnina, sem birt var á heimasíðu Fram á fimmtudag var tekin út skömmu síðar að beiðni formanns félagsins, Guðmundar B. Ólafssonar. "Svona yfirlýsing á ekkert heima á okkar heimasíðu. Heimasíðan okkar er fréttasíða og þar kemur fram sé á döfinni og hvað Framarar séu að gera," sagði Guðmundur við Fréttablaðið í gær. Miðað við þessi orð Guðmundar er einkennilegt að nýjasta yfirlýsingin hafi verið birt á heimasíðu félagsins í gærkvöld. Fréttablaðið hafði samband við Kjartan Ragnarsson, formann handknattleiksdeildar Fram, sem staddur er í London, vegna málsins í gær en hann kaus að tjá sig ekki.
Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Fleiri fréttir Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sjá meira