Óhress með árangurinn 22. apríl 2005 00:01 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, var með stóryrtar yfirlýsingar fyrir leikina gegn Haukum í undanúrslitum DHL-deildar karla og spáði sínu liði Íslandsmeistaratitli. Haukar unnu hins vegar einvígið, 2-0, og hafa Valsmenn því lokið keppni þennan veturinn. Óskar Bjarni sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann þurfti að éta þessi ummæli ofan í sig en sæi þó ekki eftir því að hafa látið þau falla. "Ég hafði alltaf trú á mínum mönnum og stóð og féll með þeirri trú."Óskar Bjarni á eitt ár eftir af þriggja ára samningi sínum við félagið og sagðist búast við því að halda áfram. "Samningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu núna en ég tel að ég hafi fullan stuðning stjórnarinnar. Því er þó ekki að leyna að ég er ánægður með árangurinn í vetur. Við stóðum ekki undir væntingum, féllum út úr 16 liða úrslitum í bikarnum, duttum út í 1. umferð Evrópukeppninnar og enduðum í fjórða sæti í deildinni eftir að hafa verið efstir þegar hún hófst í febrúar. Þetta er nú ekki glæsilegt því ég tel að við hefðum átt að ná betri árangri með þetta lið," sagði Óskar Bjarni. Hann sagðist þó ekki vera öruggur um starf sitt því það hefði sýnt sig á undanförnum dögum að það gæti allt gerst í handboltanum. "Fyrst Heimir Ríkharðsson var látinn fara frá Fram þá er ekki einu Chelsea-stjórinn öruggur með starfið. Það að Heimir skyldi vera rekinn er einn mesti skandall íþróttasögunnar. Hann var ekki með neitt lið í höndunum og náði frábærum árangri. Þetta er ótrúlegt," sagði Óskar Bjarni og bætti við að hann vildi nota tækifærið og lýsa yfir fullum stuðningi við Heimi. Óskar Bjarni sagði að undirbúningurinn fyrir næsta vetur færi á fullt á næstu dögum. "Við þurfum tvo daga til að jafna okkur en síðan ætlum við að semja við okkar menn sem eru með lausan samning - það er forgangsverkefni hjá okkur," sagði Óskar Bjarni en meðal þeirra sem eru með lausan samning eru Heimir Örn Árnason, fyrirliði liðsins, markvörðurinn Hlynur Jóhannsson og Sigurður Eggertsson.Óskar Bjarni staðfesti að Valsmenn væru að reyna að fá stórskyttuna Árna Þór Sigtryggsson í sínar raðir. "Okkur vantar skyttu og það væri frábært að fá Árna Þór. Það eru hins vegar öll lið á eftir honum þessa dagana þannig að við verðum að hafa aðra leikmenn í bakhöndinni." Íslenski handboltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Innlendur íþróttaannáll 2024: Heimsmeistari, Evrópumeistarar og alls konar meistarar Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Dagskráin í dag: HM í pílukasti og NHL Snákurinn beit frá sér og sendi meistarann heim Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, var með stóryrtar yfirlýsingar fyrir leikina gegn Haukum í undanúrslitum DHL-deildar karla og spáði sínu liði Íslandsmeistaratitli. Haukar unnu hins vegar einvígið, 2-0, og hafa Valsmenn því lokið keppni þennan veturinn. Óskar Bjarni sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann þurfti að éta þessi ummæli ofan í sig en sæi þó ekki eftir því að hafa látið þau falla. "Ég hafði alltaf trú á mínum mönnum og stóð og féll með þeirri trú."Óskar Bjarni á eitt ár eftir af þriggja ára samningi sínum við félagið og sagðist búast við því að halda áfram. "Samningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu núna en ég tel að ég hafi fullan stuðning stjórnarinnar. Því er þó ekki að leyna að ég er ánægður með árangurinn í vetur. Við stóðum ekki undir væntingum, féllum út úr 16 liða úrslitum í bikarnum, duttum út í 1. umferð Evrópukeppninnar og enduðum í fjórða sæti í deildinni eftir að hafa verið efstir þegar hún hófst í febrúar. Þetta er nú ekki glæsilegt því ég tel að við hefðum átt að ná betri árangri með þetta lið," sagði Óskar Bjarni. Hann sagðist þó ekki vera öruggur um starf sitt því það hefði sýnt sig á undanförnum dögum að það gæti allt gerst í handboltanum. "Fyrst Heimir Ríkharðsson var látinn fara frá Fram þá er ekki einu Chelsea-stjórinn öruggur með starfið. Það að Heimir skyldi vera rekinn er einn mesti skandall íþróttasögunnar. Hann var ekki með neitt lið í höndunum og náði frábærum árangri. Þetta er ótrúlegt," sagði Óskar Bjarni og bætti við að hann vildi nota tækifærið og lýsa yfir fullum stuðningi við Heimi. Óskar Bjarni sagði að undirbúningurinn fyrir næsta vetur færi á fullt á næstu dögum. "Við þurfum tvo daga til að jafna okkur en síðan ætlum við að semja við okkar menn sem eru með lausan samning - það er forgangsverkefni hjá okkur," sagði Óskar Bjarni en meðal þeirra sem eru með lausan samning eru Heimir Örn Árnason, fyrirliði liðsins, markvörðurinn Hlynur Jóhannsson og Sigurður Eggertsson.Óskar Bjarni staðfesti að Valsmenn væru að reyna að fá stórskyttuna Árna Þór Sigtryggsson í sínar raðir. "Okkur vantar skyttu og það væri frábært að fá Árna Þór. Það eru hins vegar öll lið á eftir honum þessa dagana þannig að við verðum að hafa aðra leikmenn í bakhöndinni."
Íslenski handboltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Innlendur íþróttaannáll 2024: Heimsmeistari, Evrópumeistarar og alls konar meistarar Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Dagskráin í dag: HM í pílukasti og NHL Snákurinn beit frá sér og sendi meistarann heim Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Sjá meira