Handboltinn í hættu á ÓL 20. apríl 2005 00:01 Allar 28 íþróttagreinarnar sem keppt er um á Ólympíuleikunum gætu verið í hættu um að missa sæti sitt í dagskrá leikanna þegar kosið verður um framtíðargeinar leikanna í sumar. Keppnisgreinar á næstu leikum, sem fara fram í Peking í Kína árið 2008, verða þó hinar sömu og í Aþenu í fyrra. Alþjóða Ólympíunefndin ætlar að kjósa á milli allra þeirra 28 íþróttagreina sem keppt var í á leikunum í Aþenu og síðan þeirra fimm sem sækjast eftir því að bætast í hópinn en það eru golf, rúgbí, karate, skvass og hjólaskautaíþróttir. Síðasta grein til þess að missa sætið sitt var póló sem var sett út þegar leikarnir fóru fram í Berlín 1936. Forseti Aþjóða Ólympíunefndarinnar, Jacques Rogge, tekur það skýrt fram að fjöldi íþróttagreina megi aldrei fara yfir 28, verðlaunagreina aldrei yfir 301 og íþróttafólkið megi aldrei vera fleira en 10.500 manns. "Það er ekki hægt að hafa fleiri en 28 greinar en það er enginn krafa um að við fyllum þann kvóta. Greinarnar gætu alveg eins orðið 26 eða 27," sagði Rogge í viðtali en 117 manns hafa atkvæðisrétt og verður hver grein að fá yfir 51% atkvæða til þess að halda sæti sínu í dagskrá Ólympíuleikanna. Árið 2002 lagði Rogge til að golf og rúgbí tækju sæti á leikunum í stað hafnarbolta og mjúkbolta en ekkert varð úr þeirri breytingu. Að þessu sinni munu nefndarmenn kjósa fyrst um það, hvaða greinar halda sæti sínu, þá hvaða nýju greinar koma inn og loks í hvaða íþróttagreinum keppt verður á ÓIympíuleikunum 2012. Alþjóðaólympíunefndin fer yfir allar íþróttagreinar eftir hverja Ólympíuleika og metur stöðu þeirra innan leikanna. Því er reyndar spáð að vanafastir meðlimir Ólympíunefndarinnar fari varlega í breytingar enda munu forsvarsmenn núverandi keppnisgreina væntanlega gera allt til þess að halda sæti þeirra á leikunum. Það er þó ekki ólíklegt að fámenn grein eins og handbolti gæti verið i hættu þegar fjölmenn grein eins og golfið gerir atlögu að sæti á Ólympíuleikum framtíðarinnar. Stærsti hluti Ólympíufara Íslands á mörgum af síðustu leikum hafa einmitt verið handboltamenn og er þetta eina hópíþróttin þar sem Ísland hefur unnið sér keppnisrétt á leikunum. Íslenski handboltinn Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Hafnarfjarðarliðin völdu íþróttafólk ársins Þakklátur fyrir að vera á lífi og ætlar að spila aftur Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Háspenna þegar Dobey og MVG fóru í undanúrslit Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Sjá meira
Allar 28 íþróttagreinarnar sem keppt er um á Ólympíuleikunum gætu verið í hættu um að missa sæti sitt í dagskrá leikanna þegar kosið verður um framtíðargeinar leikanna í sumar. Keppnisgreinar á næstu leikum, sem fara fram í Peking í Kína árið 2008, verða þó hinar sömu og í Aþenu í fyrra. Alþjóða Ólympíunefndin ætlar að kjósa á milli allra þeirra 28 íþróttagreina sem keppt var í á leikunum í Aþenu og síðan þeirra fimm sem sækjast eftir því að bætast í hópinn en það eru golf, rúgbí, karate, skvass og hjólaskautaíþróttir. Síðasta grein til þess að missa sætið sitt var póló sem var sett út þegar leikarnir fóru fram í Berlín 1936. Forseti Aþjóða Ólympíunefndarinnar, Jacques Rogge, tekur það skýrt fram að fjöldi íþróttagreina megi aldrei fara yfir 28, verðlaunagreina aldrei yfir 301 og íþróttafólkið megi aldrei vera fleira en 10.500 manns. "Það er ekki hægt að hafa fleiri en 28 greinar en það er enginn krafa um að við fyllum þann kvóta. Greinarnar gætu alveg eins orðið 26 eða 27," sagði Rogge í viðtali en 117 manns hafa atkvæðisrétt og verður hver grein að fá yfir 51% atkvæða til þess að halda sæti sínu í dagskrá Ólympíuleikanna. Árið 2002 lagði Rogge til að golf og rúgbí tækju sæti á leikunum í stað hafnarbolta og mjúkbolta en ekkert varð úr þeirri breytingu. Að þessu sinni munu nefndarmenn kjósa fyrst um það, hvaða greinar halda sæti sínu, þá hvaða nýju greinar koma inn og loks í hvaða íþróttagreinum keppt verður á ÓIympíuleikunum 2012. Alþjóðaólympíunefndin fer yfir allar íþróttagreinar eftir hverja Ólympíuleika og metur stöðu þeirra innan leikanna. Því er reyndar spáð að vanafastir meðlimir Ólympíunefndarinnar fari varlega í breytingar enda munu forsvarsmenn núverandi keppnisgreina væntanlega gera allt til þess að halda sæti þeirra á leikunum. Það er þó ekki ólíklegt að fámenn grein eins og handbolti gæti verið i hættu þegar fjölmenn grein eins og golfið gerir atlögu að sæti á Ólympíuleikum framtíðarinnar. Stærsti hluti Ólympíufara Íslands á mörgum af síðustu leikum hafa einmitt verið handboltamenn og er þetta eina hópíþróttin þar sem Ísland hefur unnið sér keppnisrétt á leikunum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Hafnarfjarðarliðin völdu íþróttafólk ársins Þakklátur fyrir að vera á lífi og ætlar að spila aftur Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Háspenna þegar Dobey og MVG fóru í undanúrslit Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Sjá meira