Hver greiðir laun Guðmundar? 20. apríl 2005 00:01 Stjórn handknattleiksdeildar Fram rak þjálfara sinn, Heimi Ríkarðsson, úr starfi síðastliðinn mánudag og réð í hans stað Guðmund Guðmundsson, fyrrum landsliðsliðsþjálfara. Að sögn Heimis kom nafn Guðmundar inn í umræðuna á sérstakan hátt en að hans sögn sóttist stjórn Fram ekki eftir því að fá Guðmund til starfa heldur fékk Fram mjög freistandi tilboð frá einstaklingi sem þeir virðist ekki hafa getað hafnað. "Kjartan formaður hringdi í mig daginn fyrir fyrsta leikinn gegn ÍBV í úrslitakeppninni og lét mig vita af því að þeir hefðu fengið tilboð frá manni sem væri tilbúinn að greiða þjálfaralaun félagsins gegn því að sá maður væri Guðmundur Guðmundsson," sagði Heimir við Fréttablaðið en hann telur sig vita hver stóð að baki þessu kostaboði. "Það er Tryggvi Tryggvason, fyrrum leikmaður og stjórnarmaður Fram. Hann var gjaldkeri deildarinnar þegar Guðmundur stýrði liðinu á sínum tíma og er góður vinur Guðmundar. Þetta er glæsilegt tilboð, því Tryggvi getur útvegað fé fyrir launum þjálfarans og því sleppur handknattleiksdeildin við að borga." Fréttablaðið bar þessar fullyrðingar Heimis undir formann handknattleiksdeildar Fram, Kjartan Ragnarsson, en hann vísar þeim á bug. "Ég hef heyrt af þessu en þetta er bara kjaftasaga sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Við greiðum Guðmundi laun," sagði Kjartan. Fréttablaðið bar fullyrðingar Heimis einnig undir Guðmund. "Ég get ekki tjáð mig um þetta en það getur vel verið að svo sé. Það er fyrir utan minn samning og mína aðkomu að málinu . Ég geri samning við stjórnina og einbeiti mér síðan að þeim verkefnum sem mér eru falin. Ég væri ekki að velta mér of mikið upp úr því ef svo væri en það hefur ekkert með mig að gera hvort það koma einhverjir menn að þessu," sagði Guðmundur. Ekki náðist í Tryggva Tryggvason í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Íslenski handboltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Stjórn handknattleiksdeildar Fram rak þjálfara sinn, Heimi Ríkarðsson, úr starfi síðastliðinn mánudag og réð í hans stað Guðmund Guðmundsson, fyrrum landsliðsliðsþjálfara. Að sögn Heimis kom nafn Guðmundar inn í umræðuna á sérstakan hátt en að hans sögn sóttist stjórn Fram ekki eftir því að fá Guðmund til starfa heldur fékk Fram mjög freistandi tilboð frá einstaklingi sem þeir virðist ekki hafa getað hafnað. "Kjartan formaður hringdi í mig daginn fyrir fyrsta leikinn gegn ÍBV í úrslitakeppninni og lét mig vita af því að þeir hefðu fengið tilboð frá manni sem væri tilbúinn að greiða þjálfaralaun félagsins gegn því að sá maður væri Guðmundur Guðmundsson," sagði Heimir við Fréttablaðið en hann telur sig vita hver stóð að baki þessu kostaboði. "Það er Tryggvi Tryggvason, fyrrum leikmaður og stjórnarmaður Fram. Hann var gjaldkeri deildarinnar þegar Guðmundur stýrði liðinu á sínum tíma og er góður vinur Guðmundar. Þetta er glæsilegt tilboð, því Tryggvi getur útvegað fé fyrir launum þjálfarans og því sleppur handknattleiksdeildin við að borga." Fréttablaðið bar þessar fullyrðingar Heimis undir formann handknattleiksdeildar Fram, Kjartan Ragnarsson, en hann vísar þeim á bug. "Ég hef heyrt af þessu en þetta er bara kjaftasaga sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Við greiðum Guðmundi laun," sagði Kjartan. Fréttablaðið bar fullyrðingar Heimis einnig undir Guðmund. "Ég get ekki tjáð mig um þetta en það getur vel verið að svo sé. Það er fyrir utan minn samning og mína aðkomu að málinu . Ég geri samning við stjórnina og einbeiti mér síðan að þeim verkefnum sem mér eru falin. Ég væri ekki að velta mér of mikið upp úr því ef svo væri en það hefur ekkert með mig að gera hvort það koma einhverjir menn að þessu," sagði Guðmundur. Ekki náðist í Tryggva Tryggvason í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira