Stæra sig af árásum á heimasíðu 19. apríl 2005 00:01 Tveir urðu fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Þeir sem hafa verið kærðir eru í hópi manna sem kalla sig Fazmo og halda úti heimasíðu þar sem greint hefur verið frá árásum hópsins en lýsingarnar hafa nú verið teknar af síðunni. Skömmu fyrir fréttir voru skráðar rúmlega átta þúsund heimsóknir á heimasíðuna í dag. Geint var frá árásinni og heimasíðunni í DV í dag á sama tíma og á baksíðu Morgunblaðsins var haft eftir lögreglunni að árásarmennirnir væru ófundnir. Fjórir hafa verið kærðir fyrir líkamsárás sem átti sér stað fyrir framan Hverfisbarinn rétt fyrir klukkan tvö aðfararnótt laugardags. Árásarmennirnir létu höggin og spörkin dynja á þolendunum en hlupu á brott rétt áður en lögregla kom á staðinn. Nökkvi Gunnarsson varð fyrir barðinu á árásarmönnunum og hann segist hafa verið rangur maður á röngum stað. Nökkvi segir að mennirnir hafi komið aðvífandi að röðinni inn á Hverfisbarinn og hafi tekið bringusundstök í gegn. Einhverjum hafi þá orðið það á að biðja þá um að hætta að ryðjast. Þá hafi þeir gengið í skrokk á viðkomandi og rotað hann og kastað honum í vegg. Nökkvi segir að því næst hafi þeir sparkað í höfuðið á honum en þá hafi hann sjálfur stigið inn á milli og beðið mennina um að róa sig. Þá hafi ekki skipt neinum togum að þeir hafi snúið sér að honum og hann hafi haldið að hvert spark í höfuðið yrði það síðasta. Hann hafi verið farinn að hugsa til himins og það sé ekki þeim að þakka hann sé á lífi. Menn sem voru með árásármönnunum héldu fólki frá svo barsmíðarnar gætu haldið áfram. Nökkva fannst ótrúlegt þegar honum var sagt frá heimasíðunni en þannig náði hann að bera kennsl á mennina og var árásin sem hann varð fyrir nefnd þar. Nökkvi segir að þar hafi verið rætt um að það hefðu verið einhver læti í röðinni á Hverfisbarnum og að einhverjir hefðu meitt sig en mennirnir hafi sagst vera aumir í hnúnum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Tveir urðu fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Þeir sem hafa verið kærðir eru í hópi manna sem kalla sig Fazmo og halda úti heimasíðu þar sem greint hefur verið frá árásum hópsins en lýsingarnar hafa nú verið teknar af síðunni. Skömmu fyrir fréttir voru skráðar rúmlega átta þúsund heimsóknir á heimasíðuna í dag. Geint var frá árásinni og heimasíðunni í DV í dag á sama tíma og á baksíðu Morgunblaðsins var haft eftir lögreglunni að árásarmennirnir væru ófundnir. Fjórir hafa verið kærðir fyrir líkamsárás sem átti sér stað fyrir framan Hverfisbarinn rétt fyrir klukkan tvö aðfararnótt laugardags. Árásarmennirnir létu höggin og spörkin dynja á þolendunum en hlupu á brott rétt áður en lögregla kom á staðinn. Nökkvi Gunnarsson varð fyrir barðinu á árásarmönnunum og hann segist hafa verið rangur maður á röngum stað. Nökkvi segir að mennirnir hafi komið aðvífandi að röðinni inn á Hverfisbarinn og hafi tekið bringusundstök í gegn. Einhverjum hafi þá orðið það á að biðja þá um að hætta að ryðjast. Þá hafi þeir gengið í skrokk á viðkomandi og rotað hann og kastað honum í vegg. Nökkvi segir að því næst hafi þeir sparkað í höfuðið á honum en þá hafi hann sjálfur stigið inn á milli og beðið mennina um að róa sig. Þá hafi ekki skipt neinum togum að þeir hafi snúið sér að honum og hann hafi haldið að hvert spark í höfuðið yrði það síðasta. Hann hafi verið farinn að hugsa til himins og það sé ekki þeim að þakka hann sé á lífi. Menn sem voru með árásármönnunum héldu fólki frá svo barsmíðarnar gætu haldið áfram. Nökkva fannst ótrúlegt þegar honum var sagt frá heimasíðunni en þannig náði hann að bera kennsl á mennina og var árásin sem hann varð fyrir nefnd þar. Nökkvi segir að þar hafi verið rætt um að það hefðu verið einhver læti í röðinni á Hverfisbarnum og að einhverjir hefðu meitt sig en mennirnir hafi sagst vera aumir í hnúnum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira