Vill hreyfingu sem meðferðarform 19. apríl 2005 00:01 Gagnreyndar rannsóknir hafa sýnt að hreyfing hefur jákvæð áhrif á marga sjúkdóma og eru þar á meðal margir lífsstílssjúkdómar. Einstaklingur sem hefur verið sjúkdómsgreindur af lækni með einhvern þessara sjúkdóma ætti að geta fengið hreyfingarseðil og liti hann út eins og lyfseðill, en væri í raun ávísun á hreyfingu en ekki lyf," segir Héðinn Jónsson sjúkraþjálfari. Héðinn fer fyrir vinnuhópi á vegum Félags íslenskra sjúkraþjálfara sem vill sjá hreyfingu nýtta enn frekar sem meðferðarform. "Með þennan seðil í höndunum gæti fólk til að mynda farið til sjúkraþjálfara þar sem því er veitt ráðgjöf um hvernig hreyfing geti nýst þeim og sjúkraþjálfarinn byggt upp raunhæfa hreyfingaráætlun í samráði við einstaklinginn," segir Héðinn. "Fræðsla um hreyfingu er mjög mikilvæg því alltof margir miða við einhverja staðalímynd og telja sig eiga of langt í land og gefast strax upp. Fólk þarf einnig að átta sig á því að hreyfing þarf ekki bara að eiga sér stað inni á líkamsræktarstöð heldur ætti hún að vera hluti af lífsstíl fólks og hana þarf að miða við aðstæður hvers og eins," segir Héðinn. Hann telur það mikilvægast að einstaklingum sé hjálpað til sjálfshjálpar og að bera ábyrgð á eigin heilsu en ekki gera þá háða kerfinu. "Samhliða fræðslunni myndi vera útbúin hreyfingaráætlun sem yrði sniðin að þörfum einstaklingsins. Honum yrði veitt aðhald til að byrja með en svo yrði það minnkað smám saman þannig að einstaklingurinn geti séð um hreyfinguna sjálfur," segir Héðinn. Þetta telur hann gefa einstaklingunum meiri trú á sjálfum sér til að takast á við eigin kvilla og í kjölfarið myndu heilbrigðisvandamál minnka. Heilsa Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
Gagnreyndar rannsóknir hafa sýnt að hreyfing hefur jákvæð áhrif á marga sjúkdóma og eru þar á meðal margir lífsstílssjúkdómar. Einstaklingur sem hefur verið sjúkdómsgreindur af lækni með einhvern þessara sjúkdóma ætti að geta fengið hreyfingarseðil og liti hann út eins og lyfseðill, en væri í raun ávísun á hreyfingu en ekki lyf," segir Héðinn Jónsson sjúkraþjálfari. Héðinn fer fyrir vinnuhópi á vegum Félags íslenskra sjúkraþjálfara sem vill sjá hreyfingu nýtta enn frekar sem meðferðarform. "Með þennan seðil í höndunum gæti fólk til að mynda farið til sjúkraþjálfara þar sem því er veitt ráðgjöf um hvernig hreyfing geti nýst þeim og sjúkraþjálfarinn byggt upp raunhæfa hreyfingaráætlun í samráði við einstaklinginn," segir Héðinn. "Fræðsla um hreyfingu er mjög mikilvæg því alltof margir miða við einhverja staðalímynd og telja sig eiga of langt í land og gefast strax upp. Fólk þarf einnig að átta sig á því að hreyfing þarf ekki bara að eiga sér stað inni á líkamsræktarstöð heldur ætti hún að vera hluti af lífsstíl fólks og hana þarf að miða við aðstæður hvers og eins," segir Héðinn. Hann telur það mikilvægast að einstaklingum sé hjálpað til sjálfshjálpar og að bera ábyrgð á eigin heilsu en ekki gera þá háða kerfinu. "Samhliða fræðslunni myndi vera útbúin hreyfingaráætlun sem yrði sniðin að þörfum einstaklingsins. Honum yrði veitt aðhald til að byrja með en svo yrði það minnkað smám saman þannig að einstaklingurinn geti séð um hreyfinguna sjálfur," segir Héðinn. Þetta telur hann gefa einstaklingunum meiri trú á sjálfum sér til að takast á við eigin kvilla og í kjölfarið myndu heilbrigðisvandamál minnka.
Heilsa Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira