Bjarni á leið til Frakklands 19. apríl 2005 00:01 "Þetta hefur gengið bara voða vel og er eiginlega alveg komið í gegn. Ég var búinn að fá samninginn í hendurnar en það voru nokkur smáatriði sem ég vildi breyta og sendi hann því aftur út," sagði Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR-inga, sem hefur landað samningi hjá franska liðinu Créteil og er nýjasti atvinnumaður Íslands í handbolta. Frakkarnir hrifust af Bjarna og þrátt fyrir að samningurinn hafi ekki verið undirritaður er hann svo gott sem í höfn. "Þeir eru búnir að tilkynna komu mína á heimasíðunni þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af því að þessi smáatriði gangi ekki eftir. Þetta er eiginlega komið á hreint þannig að ég get slakað aðeins á og einbeitt mér að því að klára tímabilið með ÍR," segir Bjarni, sem hefur leikið með meistaraflokki ÍR síðustu sex ár. "Þetta verður tveggja ára samningur með tillit til þriðja árs. Það er gott að þetta séu bara tvö ár því maður fer varlega í sinn fyrsta samning," sagði Bjarni um samninginn sinn. Það er stórt takmark fyrir hornamanninn snjalla að vera á leiðinni út en hann verður 25 ára gamall í haust. "Það er frábært að vera á leiðinni út og það skiptir líka miklu máli að vera að fara til liðs þar sem mér líst mjög vel á allar aðstæður. Ég er líka mjög ánægður með að ég verð fyrsti hægri hornamaðurinn í liðinu og mun spila 60 mínútur í leik, sem mér finnst skipta miklu máli því það er ekkert gaman að dúsa á bekknum," sagði Bjarni en markmið félagsins er að vera meðal þeirra bestu í frönsku deildinni. "Þjálfarinn talaði um að liðið geti ekki keppt við Montpellier og viðlíka stórlið sem eru öll með 14 toppleikmenn. Þeir stefna á það að vera með níu toppleikmenn og treysta á þá til þess að spila deildina og geta unnið titil á næsta tímabili. Ég er mjög spenntur fyrir frönskum handbolta og er mjög hrifinn af því hvernig franska landsliðið spilar. Það spilar hörkuvörn og er skapandi í sókninni. Þjálfarinn talaði líka mikið um að leggja mikið upp úr því að búa til sterka liðsheild og að allir sem komi að liðinu taki þátt í að hjálpa Créteil að ná langt. Þeir eru enn á fullu að spila í deildinni þannig að það er nóg að gerast hjá þeim en ég gæti alveg séð mig klára þennan samning á næstu dögum," segir Bjarni, sem verður í eldlínunni í Eyjum í kvöld þegar ÍR-ingar sækja ÍBV heim í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum DHL-deildarinnar. Íslenski handboltinn Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Í beinni: ÍR - Grindavík | Aftur á flug eftir jól? Í beinni: Keflavík - Álftanes | Tekst gestunum að klífa úr fallsæti? Í beinni: Njarðvík - Þór Þ. | Hefja nýtt ár á hörkuleik Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Sjá meira
"Þetta hefur gengið bara voða vel og er eiginlega alveg komið í gegn. Ég var búinn að fá samninginn í hendurnar en það voru nokkur smáatriði sem ég vildi breyta og sendi hann því aftur út," sagði Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR-inga, sem hefur landað samningi hjá franska liðinu Créteil og er nýjasti atvinnumaður Íslands í handbolta. Frakkarnir hrifust af Bjarna og þrátt fyrir að samningurinn hafi ekki verið undirritaður er hann svo gott sem í höfn. "Þeir eru búnir að tilkynna komu mína á heimasíðunni þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af því að þessi smáatriði gangi ekki eftir. Þetta er eiginlega komið á hreint þannig að ég get slakað aðeins á og einbeitt mér að því að klára tímabilið með ÍR," segir Bjarni, sem hefur leikið með meistaraflokki ÍR síðustu sex ár. "Þetta verður tveggja ára samningur með tillit til þriðja árs. Það er gott að þetta séu bara tvö ár því maður fer varlega í sinn fyrsta samning," sagði Bjarni um samninginn sinn. Það er stórt takmark fyrir hornamanninn snjalla að vera á leiðinni út en hann verður 25 ára gamall í haust. "Það er frábært að vera á leiðinni út og það skiptir líka miklu máli að vera að fara til liðs þar sem mér líst mjög vel á allar aðstæður. Ég er líka mjög ánægður með að ég verð fyrsti hægri hornamaðurinn í liðinu og mun spila 60 mínútur í leik, sem mér finnst skipta miklu máli því það er ekkert gaman að dúsa á bekknum," sagði Bjarni en markmið félagsins er að vera meðal þeirra bestu í frönsku deildinni. "Þjálfarinn talaði um að liðið geti ekki keppt við Montpellier og viðlíka stórlið sem eru öll með 14 toppleikmenn. Þeir stefna á það að vera með níu toppleikmenn og treysta á þá til þess að spila deildina og geta unnið titil á næsta tímabili. Ég er mjög spenntur fyrir frönskum handbolta og er mjög hrifinn af því hvernig franska landsliðið spilar. Það spilar hörkuvörn og er skapandi í sókninni. Þjálfarinn talaði líka mikið um að leggja mikið upp úr því að búa til sterka liðsheild og að allir sem komi að liðinu taki þátt í að hjálpa Créteil að ná langt. Þeir eru enn á fullu að spila í deildinni þannig að það er nóg að gerast hjá þeim en ég gæti alveg séð mig klára þennan samning á næstu dögum," segir Bjarni, sem verður í eldlínunni í Eyjum í kvöld þegar ÍR-ingar sækja ÍBV heim í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum DHL-deildarinnar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Í beinni: ÍR - Grindavík | Aftur á flug eftir jól? Í beinni: Keflavík - Álftanes | Tekst gestunum að klífa úr fallsæti? Í beinni: Njarðvík - Þór Þ. | Hefja nýtt ár á hörkuleik Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Sjá meira