Bjarni á leið til Frakklands 19. apríl 2005 00:01 "Þetta hefur gengið bara voða vel og er eiginlega alveg komið í gegn. Ég var búinn að fá samninginn í hendurnar en það voru nokkur smáatriði sem ég vildi breyta og sendi hann því aftur út," sagði Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR-inga, sem hefur landað samningi hjá franska liðinu Créteil og er nýjasti atvinnumaður Íslands í handbolta. Frakkarnir hrifust af Bjarna og þrátt fyrir að samningurinn hafi ekki verið undirritaður er hann svo gott sem í höfn. "Þeir eru búnir að tilkynna komu mína á heimasíðunni þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af því að þessi smáatriði gangi ekki eftir. Þetta er eiginlega komið á hreint þannig að ég get slakað aðeins á og einbeitt mér að því að klára tímabilið með ÍR," segir Bjarni, sem hefur leikið með meistaraflokki ÍR síðustu sex ár. "Þetta verður tveggja ára samningur með tillit til þriðja árs. Það er gott að þetta séu bara tvö ár því maður fer varlega í sinn fyrsta samning," sagði Bjarni um samninginn sinn. Það er stórt takmark fyrir hornamanninn snjalla að vera á leiðinni út en hann verður 25 ára gamall í haust. "Það er frábært að vera á leiðinni út og það skiptir líka miklu máli að vera að fara til liðs þar sem mér líst mjög vel á allar aðstæður. Ég er líka mjög ánægður með að ég verð fyrsti hægri hornamaðurinn í liðinu og mun spila 60 mínútur í leik, sem mér finnst skipta miklu máli því það er ekkert gaman að dúsa á bekknum," sagði Bjarni en markmið félagsins er að vera meðal þeirra bestu í frönsku deildinni. "Þjálfarinn talaði um að liðið geti ekki keppt við Montpellier og viðlíka stórlið sem eru öll með 14 toppleikmenn. Þeir stefna á það að vera með níu toppleikmenn og treysta á þá til þess að spila deildina og geta unnið titil á næsta tímabili. Ég er mjög spenntur fyrir frönskum handbolta og er mjög hrifinn af því hvernig franska landsliðið spilar. Það spilar hörkuvörn og er skapandi í sókninni. Þjálfarinn talaði líka mikið um að leggja mikið upp úr því að búa til sterka liðsheild og að allir sem komi að liðinu taki þátt í að hjálpa Créteil að ná langt. Þeir eru enn á fullu að spila í deildinni þannig að það er nóg að gerast hjá þeim en ég gæti alveg séð mig klára þennan samning á næstu dögum," segir Bjarni, sem verður í eldlínunni í Eyjum í kvöld þegar ÍR-ingar sækja ÍBV heim í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum DHL-deildarinnar. Íslenski handboltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
"Þetta hefur gengið bara voða vel og er eiginlega alveg komið í gegn. Ég var búinn að fá samninginn í hendurnar en það voru nokkur smáatriði sem ég vildi breyta og sendi hann því aftur út," sagði Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR-inga, sem hefur landað samningi hjá franska liðinu Créteil og er nýjasti atvinnumaður Íslands í handbolta. Frakkarnir hrifust af Bjarna og þrátt fyrir að samningurinn hafi ekki verið undirritaður er hann svo gott sem í höfn. "Þeir eru búnir að tilkynna komu mína á heimasíðunni þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af því að þessi smáatriði gangi ekki eftir. Þetta er eiginlega komið á hreint þannig að ég get slakað aðeins á og einbeitt mér að því að klára tímabilið með ÍR," segir Bjarni, sem hefur leikið með meistaraflokki ÍR síðustu sex ár. "Þetta verður tveggja ára samningur með tillit til þriðja árs. Það er gott að þetta séu bara tvö ár því maður fer varlega í sinn fyrsta samning," sagði Bjarni um samninginn sinn. Það er stórt takmark fyrir hornamanninn snjalla að vera á leiðinni út en hann verður 25 ára gamall í haust. "Það er frábært að vera á leiðinni út og það skiptir líka miklu máli að vera að fara til liðs þar sem mér líst mjög vel á allar aðstæður. Ég er líka mjög ánægður með að ég verð fyrsti hægri hornamaðurinn í liðinu og mun spila 60 mínútur í leik, sem mér finnst skipta miklu máli því það er ekkert gaman að dúsa á bekknum," sagði Bjarni en markmið félagsins er að vera meðal þeirra bestu í frönsku deildinni. "Þjálfarinn talaði um að liðið geti ekki keppt við Montpellier og viðlíka stórlið sem eru öll með 14 toppleikmenn. Þeir stefna á það að vera með níu toppleikmenn og treysta á þá til þess að spila deildina og geta unnið titil á næsta tímabili. Ég er mjög spenntur fyrir frönskum handbolta og er mjög hrifinn af því hvernig franska landsliðið spilar. Það spilar hörkuvörn og er skapandi í sókninni. Þjálfarinn talaði líka mikið um að leggja mikið upp úr því að búa til sterka liðsheild og að allir sem komi að liðinu taki þátt í að hjálpa Créteil að ná langt. Þeir eru enn á fullu að spila í deildinni þannig að það er nóg að gerast hjá þeim en ég gæti alveg séð mig klára þennan samning á næstu dögum," segir Bjarni, sem verður í eldlínunni í Eyjum í kvöld þegar ÍR-ingar sækja ÍBV heim í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum DHL-deildarinnar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira