Rosina ný hátískuborg? 16. apríl 2005 00:01 Tískuhöfuðborgir heims eru: París, Mílanó, New York - og Rosina? Það er fátækrahverfi rétt hjá Rio de Janeiro í Brasilíu og þangað leita tískuhönnuðir nú innblásturs. Rosina er fátækrahverfi þar sem fólk býr í hreysum og lögreglan þorir ekki að ferðast um. Þeir sem ráða þar eru þeir sem ráða fíkniefnaheiminum hverju sinni. En hópur kvenna lætur það ekkert á sig fá heldur hefur skapað sér störf og orðspor fyrir hönnun, hönnum sem vakið hefur athygli evrópskra tískuhönnuða. Konurnar hekla og það er margra daga verk að ljúka því sem síðar er selt sem hátískuvara í stórborgum heimsins. Valderes Linhares Lopez hönnuður segist agndofa við að horfa á handverkið, hún sé svo stolt og svífi á skýi. Þeir sem kynnast vilja hönnuðunum verða að þræða mjótt einstigi en það er eina leiðin inn í hverfið. Til þess að komast úr fátæktargildrunni reyna konurnar að hafa sem mest upp úr vinnunni og kenna nú evrópskum hönnuðum handverkið. Þegar fyrstu hönnuðurnir komu til Rosna leyst þeim ekkert á blikuna. Benoit Missolin, franskur hönnuður, segir að á götunum líði mönnum ýmist eins og allt sé í lagi eða finni fyrir mikilli spennu og séu þá hræddir við allt Teresa Leal, stofnandi Coopa-Roca, segir að í Rosina séu búnir séu til afar fallegir og markaðsvænir hlutir og jafnframt sé unnið í einu af mestu fátækrahverfum Suður-Ameríku. Menning Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Tískuhöfuðborgir heims eru: París, Mílanó, New York - og Rosina? Það er fátækrahverfi rétt hjá Rio de Janeiro í Brasilíu og þangað leita tískuhönnuðir nú innblásturs. Rosina er fátækrahverfi þar sem fólk býr í hreysum og lögreglan þorir ekki að ferðast um. Þeir sem ráða þar eru þeir sem ráða fíkniefnaheiminum hverju sinni. En hópur kvenna lætur það ekkert á sig fá heldur hefur skapað sér störf og orðspor fyrir hönnun, hönnum sem vakið hefur athygli evrópskra tískuhönnuða. Konurnar hekla og það er margra daga verk að ljúka því sem síðar er selt sem hátískuvara í stórborgum heimsins. Valderes Linhares Lopez hönnuður segist agndofa við að horfa á handverkið, hún sé svo stolt og svífi á skýi. Þeir sem kynnast vilja hönnuðunum verða að þræða mjótt einstigi en það er eina leiðin inn í hverfið. Til þess að komast úr fátæktargildrunni reyna konurnar að hafa sem mest upp úr vinnunni og kenna nú evrópskum hönnuðum handverkið. Þegar fyrstu hönnuðurnir komu til Rosna leyst þeim ekkert á blikuna. Benoit Missolin, franskur hönnuður, segir að á götunum líði mönnum ýmist eins og allt sé í lagi eða finni fyrir mikilli spennu og séu þá hræddir við allt Teresa Leal, stofnandi Coopa-Roca, segir að í Rosina séu búnir séu til afar fallegir og markaðsvænir hlutir og jafnframt sé unnið í einu af mestu fátækrahverfum Suður-Ameríku.
Menning Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira