Féll fyrir dönskum stígvélum 13. apríl 2005 00:01 "Ég sit einmitt með vinkonu minni og við vorum að tala um föt. Við eigum akkúrat ekkert til að vera í," segir Inga María og þegar blaðakona spyr um uppáhaldið í fataskápnum fer hún alveg í kleinu. "Ég er alltaf í því sama. Dettur þér eitthvað í hug?" spyr hún vinkonu sína. "Heyrðu jú, nú man ég eftir einu. Skórnir sem ég keypti í Köbenhavn. Þetta er stígvél sem ég er eiginlega að reyna að spara en ég ætti auðvitað að nota þau meira hversdagslega áður en þau hætta að vera móðins." Inga María féll strax fyrir dönsku stígvélunum. "Ég sá þau í búðarglugga og þetta varð ást við fyrstu sýn. Þau voru á útsölu en mér fannst þau samt kosta ógeðslega mikinn pening. Dágóðan skilding. En ég féll eiginlega fyrir bandinu sem er yfir ökklann. Það er úr snákaskinni skreytt tveimur semalíusteinum og þremur svörtum. Ég féll fyrir þessu glingri þó ég sé vanalega ekki mikið gefin fyrir slíkt. Snákaskinni er fremst á tánni og líka efst á stígvélunum," segir Inga María sem er alls ekkert tískufrík. "Ég er annars alltaf í því sama -- gallabuxum og svartri peysu. Ég á örugglega tuttugu pör af gallabuxum og fimmtán svartar peysur og boli. Það er frekar leiðinlegt stundum að vera alltaf í því sama, því ég þarf alltaf að taka það fram að ég sé ekki í sömu fötum og í gær," segir Inga María og nýtir tækifærið og skellir sér í sitt besta pils fyrir ljósmyndarann. Mest lesið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
"Ég sit einmitt með vinkonu minni og við vorum að tala um föt. Við eigum akkúrat ekkert til að vera í," segir Inga María og þegar blaðakona spyr um uppáhaldið í fataskápnum fer hún alveg í kleinu. "Ég er alltaf í því sama. Dettur þér eitthvað í hug?" spyr hún vinkonu sína. "Heyrðu jú, nú man ég eftir einu. Skórnir sem ég keypti í Köbenhavn. Þetta er stígvél sem ég er eiginlega að reyna að spara en ég ætti auðvitað að nota þau meira hversdagslega áður en þau hætta að vera móðins." Inga María féll strax fyrir dönsku stígvélunum. "Ég sá þau í búðarglugga og þetta varð ást við fyrstu sýn. Þau voru á útsölu en mér fannst þau samt kosta ógeðslega mikinn pening. Dágóðan skilding. En ég féll eiginlega fyrir bandinu sem er yfir ökklann. Það er úr snákaskinni skreytt tveimur semalíusteinum og þremur svörtum. Ég féll fyrir þessu glingri þó ég sé vanalega ekki mikið gefin fyrir slíkt. Snákaskinni er fremst á tánni og líka efst á stígvélunum," segir Inga María sem er alls ekkert tískufrík. "Ég er annars alltaf í því sama -- gallabuxum og svartri peysu. Ég á örugglega tuttugu pör af gallabuxum og fimmtán svartar peysur og boli. Það er frekar leiðinlegt stundum að vera alltaf í því sama, því ég þarf alltaf að taka það fram að ég sé ekki í sömu fötum og í gær," segir Inga María og nýtir tækifærið og skellir sér í sitt besta pils fyrir ljósmyndarann.
Mest lesið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira