50 sjómönnum greiddar bætur? 13. apríl 2005 00:01 Ríkið gæti þurft að greiða rúmlega fimmtíu sjómönnum bætur eftir þá niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu að íslenska ríkið hafi brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmálans um friðhelgi eignarréttarins, með því að hafa bætur af sjómanni með lagasetningu fyrir ellefu árum. Hópur fimm lögfræðinga úr áfrýjunarnefnd Mannréttindadómstólsins hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að áfrýjun íslenska ríkisins á bótaþætti í dómi dómstólsins uppfylli ekki skilyrði til þess að áfrýjunarnefndin fjalli um málið. Þar með er dómurinn staðfestur sem endanlegur og bótaþátturinn líka. Forsaga málsins er að Kjartan Ásmundsson sjómaður slasaðist alvarlega um borð í togara árið 1978 og hlaut örorku af. Fékk hann bætur úr Lífeyrissjóði sjómanna þar til sett voru lög árið 1994 sem afnámu þær. Höfðaði hann máli fyrir Héraðsdómi sem dæmdi ríkinu í hag og sama gerði Hæstiréttur eftir að hann áfrýjaði málinu þangað. Þá vísaði Kjartan málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu sem féllst á að fjalla um málið og hefur nú loks komist að niðurstöðu, Kjartani í hag, þrátt fyrir varnir íslenska ríkisins. Lilja Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður, sem rekið hefur málið fyrir Kjartan, segir að þau fagni þessari niðurstöðu og reyndar komi hún þeim ekki á óvart. Hún telur ekki ólíklegt að þessi niðurstaða geti orðið fordæmi að svipuðum málum rúmlega 50 sjómanna, og jafnvel fólks úr öðrum lífeyrissjóðum, en skoða verði hvert mál sérstaklega. Hún hafði ekki skoðun á því á þessari stundu hvort þetta þýddi að breyta yrði lögunum frá 1994 þar sem þau virtust brjóta í bága við Mannréttindadómstól Evrópu. Fréttastofan hefur ekki náð tali af neinum sérfræðingi á því sviði. Nafnvirði bótakröfunnar er ekki nema á áttundu milljón íslenskra króna en nú er verið að reikna út endanlega upphæð með öllum vöxtum þannig að upphæðin verður mun hærri. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Ríkið gæti þurft að greiða rúmlega fimmtíu sjómönnum bætur eftir þá niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu að íslenska ríkið hafi brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmálans um friðhelgi eignarréttarins, með því að hafa bætur af sjómanni með lagasetningu fyrir ellefu árum. Hópur fimm lögfræðinga úr áfrýjunarnefnd Mannréttindadómstólsins hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að áfrýjun íslenska ríkisins á bótaþætti í dómi dómstólsins uppfylli ekki skilyrði til þess að áfrýjunarnefndin fjalli um málið. Þar með er dómurinn staðfestur sem endanlegur og bótaþátturinn líka. Forsaga málsins er að Kjartan Ásmundsson sjómaður slasaðist alvarlega um borð í togara árið 1978 og hlaut örorku af. Fékk hann bætur úr Lífeyrissjóði sjómanna þar til sett voru lög árið 1994 sem afnámu þær. Höfðaði hann máli fyrir Héraðsdómi sem dæmdi ríkinu í hag og sama gerði Hæstiréttur eftir að hann áfrýjaði málinu þangað. Þá vísaði Kjartan málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu sem féllst á að fjalla um málið og hefur nú loks komist að niðurstöðu, Kjartani í hag, þrátt fyrir varnir íslenska ríkisins. Lilja Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður, sem rekið hefur málið fyrir Kjartan, segir að þau fagni þessari niðurstöðu og reyndar komi hún þeim ekki á óvart. Hún telur ekki ólíklegt að þessi niðurstaða geti orðið fordæmi að svipuðum málum rúmlega 50 sjómanna, og jafnvel fólks úr öðrum lífeyrissjóðum, en skoða verði hvert mál sérstaklega. Hún hafði ekki skoðun á því á þessari stundu hvort þetta þýddi að breyta yrði lögunum frá 1994 þar sem þau virtust brjóta í bága við Mannréttindadómstól Evrópu. Fréttastofan hefur ekki náð tali af neinum sérfræðingi á því sviði. Nafnvirði bótakröfunnar er ekki nema á áttundu milljón íslenskra króna en nú er verið að reikna út endanlega upphæð með öllum vöxtum þannig að upphæðin verður mun hærri.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira