50 sjómönnum greiddar bætur? 13. apríl 2005 00:01 Ríkið gæti þurft að greiða rúmlega fimmtíu sjómönnum bætur eftir þá niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu að íslenska ríkið hafi brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmálans um friðhelgi eignarréttarins, með því að hafa bætur af sjómanni með lagasetningu fyrir ellefu árum. Hópur fimm lögfræðinga úr áfrýjunarnefnd Mannréttindadómstólsins hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að áfrýjun íslenska ríkisins á bótaþætti í dómi dómstólsins uppfylli ekki skilyrði til þess að áfrýjunarnefndin fjalli um málið. Þar með er dómurinn staðfestur sem endanlegur og bótaþátturinn líka. Forsaga málsins er að Kjartan Ásmundsson sjómaður slasaðist alvarlega um borð í togara árið 1978 og hlaut örorku af. Fékk hann bætur úr Lífeyrissjóði sjómanna þar til sett voru lög árið 1994 sem afnámu þær. Höfðaði hann máli fyrir Héraðsdómi sem dæmdi ríkinu í hag og sama gerði Hæstiréttur eftir að hann áfrýjaði málinu þangað. Þá vísaði Kjartan málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu sem féllst á að fjalla um málið og hefur nú loks komist að niðurstöðu, Kjartani í hag, þrátt fyrir varnir íslenska ríkisins. Lilja Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður, sem rekið hefur málið fyrir Kjartan, segir að þau fagni þessari niðurstöðu og reyndar komi hún þeim ekki á óvart. Hún telur ekki ólíklegt að þessi niðurstaða geti orðið fordæmi að svipuðum málum rúmlega 50 sjómanna, og jafnvel fólks úr öðrum lífeyrissjóðum, en skoða verði hvert mál sérstaklega. Hún hafði ekki skoðun á því á þessari stundu hvort þetta þýddi að breyta yrði lögunum frá 1994 þar sem þau virtust brjóta í bága við Mannréttindadómstól Evrópu. Fréttastofan hefur ekki náð tali af neinum sérfræðingi á því sviði. Nafnvirði bótakröfunnar er ekki nema á áttundu milljón íslenskra króna en nú er verið að reikna út endanlega upphæð með öllum vöxtum þannig að upphæðin verður mun hærri. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Ríkið gæti þurft að greiða rúmlega fimmtíu sjómönnum bætur eftir þá niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu að íslenska ríkið hafi brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmálans um friðhelgi eignarréttarins, með því að hafa bætur af sjómanni með lagasetningu fyrir ellefu árum. Hópur fimm lögfræðinga úr áfrýjunarnefnd Mannréttindadómstólsins hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að áfrýjun íslenska ríkisins á bótaþætti í dómi dómstólsins uppfylli ekki skilyrði til þess að áfrýjunarnefndin fjalli um málið. Þar með er dómurinn staðfestur sem endanlegur og bótaþátturinn líka. Forsaga málsins er að Kjartan Ásmundsson sjómaður slasaðist alvarlega um borð í togara árið 1978 og hlaut örorku af. Fékk hann bætur úr Lífeyrissjóði sjómanna þar til sett voru lög árið 1994 sem afnámu þær. Höfðaði hann máli fyrir Héraðsdómi sem dæmdi ríkinu í hag og sama gerði Hæstiréttur eftir að hann áfrýjaði málinu þangað. Þá vísaði Kjartan málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu sem féllst á að fjalla um málið og hefur nú loks komist að niðurstöðu, Kjartani í hag, þrátt fyrir varnir íslenska ríkisins. Lilja Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður, sem rekið hefur málið fyrir Kjartan, segir að þau fagni þessari niðurstöðu og reyndar komi hún þeim ekki á óvart. Hún telur ekki ólíklegt að þessi niðurstaða geti orðið fordæmi að svipuðum málum rúmlega 50 sjómanna, og jafnvel fólks úr öðrum lífeyrissjóðum, en skoða verði hvert mál sérstaklega. Hún hafði ekki skoðun á því á þessari stundu hvort þetta þýddi að breyta yrði lögunum frá 1994 þar sem þau virtust brjóta í bága við Mannréttindadómstól Evrópu. Fréttastofan hefur ekki náð tali af neinum sérfræðingi á því sviði. Nafnvirði bótakröfunnar er ekki nema á áttundu milljón íslenskra króna en nú er verið að reikna út endanlega upphæð með öllum vöxtum þannig að upphæðin verður mun hærri.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira