Sannfærandi sigur Haukastelpna 12. apríl 2005 00:01 Haukar sigruðu Val á sannfærandi hátt í fjórðungsúrslitum DHL deildar kvenna í kvöld. Lokatölur urðu 33-19 eftir að Haukar hefðu leitt 15-6 í hálfleik. Haukar geta þar með tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri í öðrum leiknum í Valsheimilinu á fimmtudaginn. Haukastúlkur byrjuðu leikinn af krafti líkt og búast mátti við fyrir fram. Með sterkum varnarleik náðu þær strax yfirhöndinni gegn nær ráðlausum Valsstúlkum sem máttu þó þola óhagstæða dómgæslu í fyrri hálfleik að mati undirritaðs. Valsstúlkur sáu samt aldrei til sólar gegn Haukastúlkum sem náðu fljótlega yfirburðar stöðu og með 9 marka forustu í hálfleik má segja að leikurinn hafi verið búinn. Valsstúlkur komu samt ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og sýndu afbragðs leik í upphafi hans. þær náðu að minnka muninn niður í 5 mörk, 20-15, en þar við sat. Hanna G. Stefánsdóttir gerði sér þá lítið fyrir og skoraði 5 mörk í röð fyrir Hauka og gerði vonir Vals að engu. Hjá Haukum var Hanna G. Stefánsdóttir atkvæðamest með 11 mörk og Ramune Pekarskyte skoraði 7 mörk. Ágústa Edda Björnsdóttir setti 7 mörk fyrir Val, þar af 5 úr vítaköstum. “Við spiluðum mjög góða vörn lengstum og kláruðum leikinn á því. Sóknarleikurinn hjá okkur hikstaði aðeins á köflum en þá þurftum við að treysta á að vörn og markvarsla væri í lagi sem og hún var í 40 mínútur fannst mér og þetta dugði í dag,” sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka að leik loknum. “Við erum búnir að spila þrisvar við Valsliðið í vetur og þær hafa spilað mjög svipað; þær eiga leikkafla sem þær geta spilað mjög vel en það eru of margir tæknikaflar hjá þeim sem ganga ekki upp, en þetta eru mjög frískar stelpur og geta spilað góðan handbolta. Við tökum einn leik fyrir í einu og förum inní Valsheimili á fimmtudaginn til að vinna og við sjáum hvað setur.” Tölfræðin úr leiknum:Haukar – Valur 33-19 (15-6)Gangur leiksins: 1-0, 2-1, 6-2, 12-4, (15-6), 15-7, 17-10, 20-14, 26-14, 29-15, 29-19, 33-19. Mörk Hauka (Skot): Hanna G. Stefánsdóttir 11/3 (15/5), Ramune Pekarskyte 7 (11), Inga Fríða Tryggvadóttir 4 (6), Harpa Melsteð 4 (7), Erna Þráinsdóttir 2 (4), Ragnhildur Guðmundsdóttir 2/1 (6/1), Anna Halldórsdóttir 1 (1), Áslaug Þorgeirsdóttir 1 (1), Martha Hermannsdóttir 1 (1), Ingibjörg Karlsdóttir 0 (1). Varin skot: Helga Torfadóttir 11/1 (23/3, 48% ), Kristina Matuzeviciute 4 (11/4, 36%) Fiskuð víti: Anna 2, Inga, Harpa, Ingibjörg Karlsdóttir. Hraðaupphlaupsmörk: 13 (Hanna 7, Harpa 2, Anna, Ramune, Inga, Martha). Brottvísnir: 4 mínútur. Mörk Vals (Skot): Ágústa Edda Björnsdóttir 7/5 (17/7), Arna Grímsdóttir 3 (5), Katrín Andrésdóttir 3 (6), Hafrún Kristjánsdóttir 2 (3), Lilja Valdimarsdóttir 2 (4), Díana Guðjónsdóttir 1 (3), Soffía Rut Gísladóttir 1 (4), Anna María Guðmundsdóttir 0 (1), Varin skot: Berglind Hansdóttir 17/1 (40/6, 34%) Fiskuð víti: Hafrún 2, Arna 2, Katrín 2, Ágústa. Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Lilja Valdimarsdóttir 2, Anna Grímsd., Hafrún, Ágústa) Brottvísnir: 16 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Slæmir. Áhorfendur: 220. Íslenski handboltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Haukar sigruðu Val á sannfærandi hátt í fjórðungsúrslitum DHL deildar kvenna í kvöld. Lokatölur urðu 33-19 eftir að Haukar hefðu leitt 15-6 í hálfleik. Haukar geta þar með tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri í öðrum leiknum í Valsheimilinu á fimmtudaginn. Haukastúlkur byrjuðu leikinn af krafti líkt og búast mátti við fyrir fram. Með sterkum varnarleik náðu þær strax yfirhöndinni gegn nær ráðlausum Valsstúlkum sem máttu þó þola óhagstæða dómgæslu í fyrri hálfleik að mati undirritaðs. Valsstúlkur sáu samt aldrei til sólar gegn Haukastúlkum sem náðu fljótlega yfirburðar stöðu og með 9 marka forustu í hálfleik má segja að leikurinn hafi verið búinn. Valsstúlkur komu samt ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og sýndu afbragðs leik í upphafi hans. þær náðu að minnka muninn niður í 5 mörk, 20-15, en þar við sat. Hanna G. Stefánsdóttir gerði sér þá lítið fyrir og skoraði 5 mörk í röð fyrir Hauka og gerði vonir Vals að engu. Hjá Haukum var Hanna G. Stefánsdóttir atkvæðamest með 11 mörk og Ramune Pekarskyte skoraði 7 mörk. Ágústa Edda Björnsdóttir setti 7 mörk fyrir Val, þar af 5 úr vítaköstum. “Við spiluðum mjög góða vörn lengstum og kláruðum leikinn á því. Sóknarleikurinn hjá okkur hikstaði aðeins á köflum en þá þurftum við að treysta á að vörn og markvarsla væri í lagi sem og hún var í 40 mínútur fannst mér og þetta dugði í dag,” sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka að leik loknum. “Við erum búnir að spila þrisvar við Valsliðið í vetur og þær hafa spilað mjög svipað; þær eiga leikkafla sem þær geta spilað mjög vel en það eru of margir tæknikaflar hjá þeim sem ganga ekki upp, en þetta eru mjög frískar stelpur og geta spilað góðan handbolta. Við tökum einn leik fyrir í einu og förum inní Valsheimili á fimmtudaginn til að vinna og við sjáum hvað setur.” Tölfræðin úr leiknum:Haukar – Valur 33-19 (15-6)Gangur leiksins: 1-0, 2-1, 6-2, 12-4, (15-6), 15-7, 17-10, 20-14, 26-14, 29-15, 29-19, 33-19. Mörk Hauka (Skot): Hanna G. Stefánsdóttir 11/3 (15/5), Ramune Pekarskyte 7 (11), Inga Fríða Tryggvadóttir 4 (6), Harpa Melsteð 4 (7), Erna Þráinsdóttir 2 (4), Ragnhildur Guðmundsdóttir 2/1 (6/1), Anna Halldórsdóttir 1 (1), Áslaug Þorgeirsdóttir 1 (1), Martha Hermannsdóttir 1 (1), Ingibjörg Karlsdóttir 0 (1). Varin skot: Helga Torfadóttir 11/1 (23/3, 48% ), Kristina Matuzeviciute 4 (11/4, 36%) Fiskuð víti: Anna 2, Inga, Harpa, Ingibjörg Karlsdóttir. Hraðaupphlaupsmörk: 13 (Hanna 7, Harpa 2, Anna, Ramune, Inga, Martha). Brottvísnir: 4 mínútur. Mörk Vals (Skot): Ágústa Edda Björnsdóttir 7/5 (17/7), Arna Grímsdóttir 3 (5), Katrín Andrésdóttir 3 (6), Hafrún Kristjánsdóttir 2 (3), Lilja Valdimarsdóttir 2 (4), Díana Guðjónsdóttir 1 (3), Soffía Rut Gísladóttir 1 (4), Anna María Guðmundsdóttir 0 (1), Varin skot: Berglind Hansdóttir 17/1 (40/6, 34%) Fiskuð víti: Hafrún 2, Arna 2, Katrín 2, Ágústa. Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Lilja Valdimarsdóttir 2, Anna Grímsd., Hafrún, Ágústa) Brottvísnir: 16 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Slæmir. Áhorfendur: 220.
Íslenski handboltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira