Klæðnaðurinn getur gert gæfumuninn 12. apríl 2005 00:01 Góðir gönguskór eru hvað mikilvægastir að áliti Helga og kemur ekki á óvart. Þeir þurfa að vera vatnsheldir með gott grip og gefa stuðning við ökklann. "Klassískir skór sem henta við flestar aðstæður eru með hálfstífum sóla og hann má ekki vera of þunnur. Gott er að hafa goretex í yfirdekkinu upp á vatnsheldnina og endinguna og það verður að vera hægt að bera í þá," segir hann og hugar næst að sokkunum. "Ullarsokkar eða ullarblandaðir henta best í gönguferðir, hvort sem er að sumri eða vetri. Fólk þarf að losna við rakann frá fótunum og það er aðaltilgangurinn með sokkunum. Sumir nota þynnri sokka innan undir en sjálfur vil ég bara eina og þá gjarnan með frotté innan í." Helgi segir nærfatnaðinn verða að hafa þann eiginleika að draga svitann frá líkamanum og halda honum hlýjum og mælir þar með ullarfötum fremur en gerviefnum. "Ullin heldur góðri einangrun jafnvel þó að hún sé rök og svo lyktar hún betur en gerviefnin," segir hann og mælir með langermanærfötum sem hægt sé að renna upp í háls. Þá eru það buxurnar. "Aðalkröfur sem við gerum til útivistarfatnaðar er að hann sé úr fljótþornandi efni. Það þýðir í stuttu máli ekki bómull. Hún er fín við miðbaug," segir hann og fordæmir líka gallabuxur í gönguferðum. "Það eru til mjög þægilegar göngubuxur úr stretsefnum sem anda," tekur hann sem dæmi. Þá eru það milliflíkurnar sem Helgi kallar svo. Þar mælir hann með flíspeysum eð lopapeysum. Yst er svo jakki sem stoppar vindinn og úrkomuna, gjarnan úr einhverju öndunarefni, en það telur hann þó ekki stærsta atriðið miðað við margt annað. Húfur og vettlinga telur hann hins vegar ómissandi á Íslandi, hver sem árstíminn er. "Líkaminn þarf að halda réttu hitastigi á höfðinu og það fer mikil orka í það ef einhver kuldi er," tekur hann fram og ráðleggur öllum að hafa lítinn bakpoka meðferðis, bæði til að setja fatnað í þegar fólki hlýnar á göngunni, smá skyndihjálparbúnað, drykk og bita. Þá mælir hann með tveimur stillanlegum göngustöfum til að auka jafnvægið og taka álagið af hnjám og öðrum liðamótum, helst með handfangi sem nær vel niður á skaftið. Að fengnum þessum góðu ráðleggingum er fátt eftir nema fara eftir þeim og skunda af stað. Heilsa Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Góðir gönguskór eru hvað mikilvægastir að áliti Helga og kemur ekki á óvart. Þeir þurfa að vera vatnsheldir með gott grip og gefa stuðning við ökklann. "Klassískir skór sem henta við flestar aðstæður eru með hálfstífum sóla og hann má ekki vera of þunnur. Gott er að hafa goretex í yfirdekkinu upp á vatnsheldnina og endinguna og það verður að vera hægt að bera í þá," segir hann og hugar næst að sokkunum. "Ullarsokkar eða ullarblandaðir henta best í gönguferðir, hvort sem er að sumri eða vetri. Fólk þarf að losna við rakann frá fótunum og það er aðaltilgangurinn með sokkunum. Sumir nota þynnri sokka innan undir en sjálfur vil ég bara eina og þá gjarnan með frotté innan í." Helgi segir nærfatnaðinn verða að hafa þann eiginleika að draga svitann frá líkamanum og halda honum hlýjum og mælir þar með ullarfötum fremur en gerviefnum. "Ullin heldur góðri einangrun jafnvel þó að hún sé rök og svo lyktar hún betur en gerviefnin," segir hann og mælir með langermanærfötum sem hægt sé að renna upp í háls. Þá eru það buxurnar. "Aðalkröfur sem við gerum til útivistarfatnaðar er að hann sé úr fljótþornandi efni. Það þýðir í stuttu máli ekki bómull. Hún er fín við miðbaug," segir hann og fordæmir líka gallabuxur í gönguferðum. "Það eru til mjög þægilegar göngubuxur úr stretsefnum sem anda," tekur hann sem dæmi. Þá eru það milliflíkurnar sem Helgi kallar svo. Þar mælir hann með flíspeysum eð lopapeysum. Yst er svo jakki sem stoppar vindinn og úrkomuna, gjarnan úr einhverju öndunarefni, en það telur hann þó ekki stærsta atriðið miðað við margt annað. Húfur og vettlinga telur hann hins vegar ómissandi á Íslandi, hver sem árstíminn er. "Líkaminn þarf að halda réttu hitastigi á höfðinu og það fer mikil orka í það ef einhver kuldi er," tekur hann fram og ráðleggur öllum að hafa lítinn bakpoka meðferðis, bæði til að setja fatnað í þegar fólki hlýnar á göngunni, smá skyndihjálparbúnað, drykk og bita. Þá mælir hann með tveimur stillanlegum göngustöfum til að auka jafnvægið og taka álagið af hnjám og öðrum liðamótum, helst með handfangi sem nær vel niður á skaftið. Að fengnum þessum góðu ráðleggingum er fátt eftir nema fara eftir þeim og skunda af stað.
Heilsa Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira