Ómetanleg bók Egill Helgason skrifar 11. apríl 2005 00:01 Günter Grass: Blikktromman Hin íslenska þýðing Blikktrommunnar var í misskildu hagræðingarskyni gefin út í þremur bindum á jafnlöngu árabili - þetta var eitthvert mesta útgáfufíaskó sem maður man eftir. Bindin þrjú kostuðu samanlagt hátt í 15 þúsund. Enginn var svo vitlaus að kaupa. En nú er loks búið að gefa bókina út á pappírskilju og því loksins hægt að eignast ágæta þýðingu Bjarna Jónssonar á þessari merku bók. Þetta er náttúrlega eitt af höfuðverkum bókmennta tuttugustu aldarinnar; algjörlega einstætt, ótrúlega víðfemt og hefur haft ómæld áhrif á ekki minni höfunda en Salman Rushdie og Einar Má Guðmundsson. Grass lýsir uppgangi og hruni nasismans með augum viðrinisins Óskars sem ákveður að stækka ekki meir þegar hann er þriggja ára, fylgist með endalausum vandræðum fullorðna fólksins í kringum sig, föður síns, móður og ástmanns hennar, en hafnar loks í fjölleikaflokki sem ferðast um Þriðja ríkið - trommar á litlu trommuna sína og brýtur gler með röddinni. Tilfinning Grass fyrir landinu og þjóðinni sem hann er kominn af er einstök - bókin gerist á hinum þýsk/pólsku landsvæðum kringum Danzig/Gdansk - það er ekki síst fyrir tilstilli höfunda eins og Grass sem Þjóðverjar hafa getað tekist á við hina erfiðu sögu sína. Því er þetta ómetanleg bók og ómetanlegur höfundur. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Günter Grass: Blikktromman Hin íslenska þýðing Blikktrommunnar var í misskildu hagræðingarskyni gefin út í þremur bindum á jafnlöngu árabili - þetta var eitthvert mesta útgáfufíaskó sem maður man eftir. Bindin þrjú kostuðu samanlagt hátt í 15 þúsund. Enginn var svo vitlaus að kaupa. En nú er loks búið að gefa bókina út á pappírskilju og því loksins hægt að eignast ágæta þýðingu Bjarna Jónssonar á þessari merku bók. Þetta er náttúrlega eitt af höfuðverkum bókmennta tuttugustu aldarinnar; algjörlega einstætt, ótrúlega víðfemt og hefur haft ómæld áhrif á ekki minni höfunda en Salman Rushdie og Einar Má Guðmundsson. Grass lýsir uppgangi og hruni nasismans með augum viðrinisins Óskars sem ákveður að stækka ekki meir þegar hann er þriggja ára, fylgist með endalausum vandræðum fullorðna fólksins í kringum sig, föður síns, móður og ástmanns hennar, en hafnar loks í fjölleikaflokki sem ferðast um Þriðja ríkið - trommar á litlu trommuna sína og brýtur gler með röddinni. Tilfinning Grass fyrir landinu og þjóðinni sem hann er kominn af er einstök - bókin gerist á hinum þýsk/pólsku landsvæðum kringum Danzig/Gdansk - það er ekki síst fyrir tilstilli höfunda eins og Grass sem Þjóðverjar hafa getað tekist á við hina erfiðu sögu sína. Því er þetta ómetanleg bók og ómetanlegur höfundur.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning