Menning

Íslendingar vakna of snemma

Klukkan á Íslandi er vitlaus miðað við líkamsklukku Íslendinga. Við ættum að seinka klukkunni, en alls ekki flýta henni til samræmis við ýmsa aðra Evrópubúa, segir geðlæknir sem heldur því fram að Íslendingar vakni of snemma. Í gegnum árin hefur sú umræða oft komið upp meðal landans að það þurfi að flýta klukkunni og samræma hana tímabeltum í Evrópu þar sem við lýði er sérstakur sumar- og vetrartími. Andrés Magnússon geðlæknir segir að það ætti frekar að seinka klukkunni hér á landi - hann segir að Íslendingar vakni of snemma. Það sé manninum náttúrulegt og eiginlegt að vakna við dögun og því sé erfitt fyrir hann að vakna mörgum tímum fyrir dögun. „Klukkan er þegar mjög skökk. Við erum að vakna allt of snemma miðað við náttúrulega dögun,“ segir Björn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×