Fram yfir í hálfleik gegn ÍBV
Fram er yfir gegn ÍBV, 14-13 í hálfleik í öðrum leik liðanna í 8 liða úrslitum karla í handbolta en leikurinn fer fram í Íþróttahúsi Fram og hófst kl.19:15. Jón B Pétursson er markahæstur heimamanna í fyrri hálfleik með 5 mörk eins og Samúel Árnason sem hefur skorað jafnmörg mörk fyrir ÍBV. Fyrri leik þessara liða endaði með sigri Eyjamanna í einum lengsta leik sögunnar sem fór í 2 framlengingar og 2 vítakeppnir.