Umferðaróhöppum fækkar lítið 7. apríl 2005 00:01 Ef allir Íslendingar ækju á löglegum hraða mætti draga úr banaslysum í umferðinni um 40 til 45 prósent að mati verkefnastjóra Umferðarstofu. Í nýrri ársskýrslu stofunnar kemur fram að umferðaróhöppum fækkaði lítið sem ekkert á síðasta ári en færri slasast nú en áður. Í fyrra slösuðust 115 alvarlega í umferðarslysum hér á landi og hefur þeim fækkað um rúm 20 prósent miðað við árið áður. Sé litið til tíu ára tímabils hefur alvarlega slösuðu fólki fækkað um rúm 52 prósent. Ef litið er til allra þeirra sem slösuðust þá fækkaði þeim um rúm fimm prósent miðað við árið áður. Það er eitt og annað sem á þátt í þessari fækkun. Sigurður Helgason, verkefnastjóri Umferðarstofu, nefnir betri vegi, öruggari mannvirki, ákveðnar aðgerðir eins og hraðatakmarkanir í íbúðahverfum, öruggari bíla, betri og markvissari ökukennslu auk áróðurs, fræðslu og hugsanlega breytts og bætts viðhorfs hjá almenningi til umferðaröryggis og til þess að nota öryggisbúnað, ekki síst á meðal barna. Hinu er hins vegar ekki að leyna að umferðaróhöppum hefur ekkert fækkað sem bendir einfaldlega til þess að bílarnir séu öruggari tæki en að fólk aki ekkert varlegar en áður. Á Umferðarstofu er menn þrátt fyrir allt nokkuð sáttir við stöðu mála þó svo að í umferðaröryggismálum megi alltaf gera betur. Í fyrra létust 23 í umferðarslysum sem endurspeglar nákvæmlega meðaltal látinna í umferðinni síðasta áratuginn. Sigurður segir að það mikilvægasta til að draga úr banaslysum sé að draga úr hraðanum og auka bílbeltanotkun. Ef það tækist að fá alla ökumenn á Íslandi til að aka á löglegum hraða megi ætla að banaslysum fækkaði um 40-45 prósent og ef allir yrðu með bílbeltin spennt fækkaði banaslysum um 20-25 prósent til viðbótar. Þessi tvö atriði séu grundvallaratriði. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Ef allir Íslendingar ækju á löglegum hraða mætti draga úr banaslysum í umferðinni um 40 til 45 prósent að mati verkefnastjóra Umferðarstofu. Í nýrri ársskýrslu stofunnar kemur fram að umferðaróhöppum fækkaði lítið sem ekkert á síðasta ári en færri slasast nú en áður. Í fyrra slösuðust 115 alvarlega í umferðarslysum hér á landi og hefur þeim fækkað um rúm 20 prósent miðað við árið áður. Sé litið til tíu ára tímabils hefur alvarlega slösuðu fólki fækkað um rúm 52 prósent. Ef litið er til allra þeirra sem slösuðust þá fækkaði þeim um rúm fimm prósent miðað við árið áður. Það er eitt og annað sem á þátt í þessari fækkun. Sigurður Helgason, verkefnastjóri Umferðarstofu, nefnir betri vegi, öruggari mannvirki, ákveðnar aðgerðir eins og hraðatakmarkanir í íbúðahverfum, öruggari bíla, betri og markvissari ökukennslu auk áróðurs, fræðslu og hugsanlega breytts og bætts viðhorfs hjá almenningi til umferðaröryggis og til þess að nota öryggisbúnað, ekki síst á meðal barna. Hinu er hins vegar ekki að leyna að umferðaróhöppum hefur ekkert fækkað sem bendir einfaldlega til þess að bílarnir séu öruggari tæki en að fólk aki ekkert varlegar en áður. Á Umferðarstofu er menn þrátt fyrir allt nokkuð sáttir við stöðu mála þó svo að í umferðaröryggismálum megi alltaf gera betur. Í fyrra létust 23 í umferðarslysum sem endurspeglar nákvæmlega meðaltal látinna í umferðinni síðasta áratuginn. Sigurður segir að það mikilvægasta til að draga úr banaslysum sé að draga úr hraðanum og auka bílbeltanotkun. Ef það tækist að fá alla ökumenn á Íslandi til að aka á löglegum hraða megi ætla að banaslysum fækkaði um 40-45 prósent og ef allir yrðu með bílbeltin spennt fækkaði banaslysum um 20-25 prósent til viðbótar. Þessi tvö atriði séu grundvallaratriði.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira