Hlynur bjargaði Val 6. apríl 2005 00:01 Fyrrum markvörður HK, Hlynur Jóhannesson, reyndist sínum gömlu félögum óþægur ljár í þúfu er Valsmenn sigruðu fyrstu viðureign félaganna, 26-25, í átta liða úrslitum DHL-deildar karla. Hlynur steig af tréverkinu um miðjan síðari hálfleik, skellti í lás og sá til þess að hans gömlu félagar fóru tómhentir í Kópavoginn. Leikur liðanna var bráðskemmtilegur og mikil stemning í húsinu allt til enda. HK byrjaði leikinn betur en Valsmenn voru fljótir að taka völdin en þeir leiddu með fjórum mörkum í leikhléi, 15-11. HK mætti gríðarlega vel stemmt til síðari hálfleiksins og byrjaði að saxa niður forskot Valsmanna. Vinna þeirra bar árangur á 43 mínútu er þeir jöfnuðu leikinn, 19-19.Valsmenn létu það ekki slá sig út af laginu og héldu ávallt frumkvæðinu í leiknum þó aldrei hafi þeir leitt með meira en tveggja marka mun. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en HK fékk tvö tækifæri til þess að jafna undir lokin en Hlynur sá við þeim í bæði skiptin með góðri markvörslu og Valsmenn fögnuðu hreint ógurlega í leikslok. Hlynur var stjarna þeirra en Vilhjálmur Halldórsson átti einnig góðan leik, skoraði lagleg mörk og var traustur þótt hann hafi augljóslega verið þjáður í baki. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður HK, var aftur á móti besti maður vallarins en hann varði 25 skot og þar af 15 í fyrri hálfleik. Hann gerði sér þar að auki lítið fyrir og varði þrjú víti frá hinni gríðaröruggu vítaskyttu Baldvini Þorsteinssyni. Strazdas var allt í öllu í sóknarleiknum og hefði mátt fá meiri hjálp frá félögum sínum. - HBGMörk Vals (skot): Vilhjálmur Ingi Halldórsson 7/2 (12/2), Baldvin Þorsteinsson 5/1 (10/4), Hjalti Pálmason 4 (10), Brendan Þorvaldsson 3 (4), Sigurður Eggertsson 2 (6), Heimir Örn Árnason 2 (7), Kristján Karlsson 2 (4), Ásbjörn Stefánsson 1 (1). Fiskuð víti: 6 ( Sigurður 2, Brendan 2, Baldvin, Kristján). Hraðaupphlaup: 3 (Baldvin 2, Vilhjálmur). Varin skot: Hlynur Jóhannesson 11 , Pálmar Pétursson 10. Mörk HK (skot): Augustas Strazdas 6 (9), Tomas Eitutis 6 (13), Valdimar Þórsson 4/1 (8/1), Karl Grönvold 3 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 3 (5), Elías Már Halldórsson 2 (7), Haukur Sigurvinsson 1/1 (3/2). Fiskuð víti: 3 (Strazdas 2, Valdimar). Hraðaupphlaup: 3 (Strazdas 2, Elías). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 25/3, Hörður Flóki Ólafsson 2. Íslenski handboltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Sjá meira
Fyrrum markvörður HK, Hlynur Jóhannesson, reyndist sínum gömlu félögum óþægur ljár í þúfu er Valsmenn sigruðu fyrstu viðureign félaganna, 26-25, í átta liða úrslitum DHL-deildar karla. Hlynur steig af tréverkinu um miðjan síðari hálfleik, skellti í lás og sá til þess að hans gömlu félagar fóru tómhentir í Kópavoginn. Leikur liðanna var bráðskemmtilegur og mikil stemning í húsinu allt til enda. HK byrjaði leikinn betur en Valsmenn voru fljótir að taka völdin en þeir leiddu með fjórum mörkum í leikhléi, 15-11. HK mætti gríðarlega vel stemmt til síðari hálfleiksins og byrjaði að saxa niður forskot Valsmanna. Vinna þeirra bar árangur á 43 mínútu er þeir jöfnuðu leikinn, 19-19.Valsmenn létu það ekki slá sig út af laginu og héldu ávallt frumkvæðinu í leiknum þó aldrei hafi þeir leitt með meira en tveggja marka mun. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en HK fékk tvö tækifæri til þess að jafna undir lokin en Hlynur sá við þeim í bæði skiptin með góðri markvörslu og Valsmenn fögnuðu hreint ógurlega í leikslok. Hlynur var stjarna þeirra en Vilhjálmur Halldórsson átti einnig góðan leik, skoraði lagleg mörk og var traustur þótt hann hafi augljóslega verið þjáður í baki. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður HK, var aftur á móti besti maður vallarins en hann varði 25 skot og þar af 15 í fyrri hálfleik. Hann gerði sér þar að auki lítið fyrir og varði þrjú víti frá hinni gríðaröruggu vítaskyttu Baldvini Þorsteinssyni. Strazdas var allt í öllu í sóknarleiknum og hefði mátt fá meiri hjálp frá félögum sínum. - HBGMörk Vals (skot): Vilhjálmur Ingi Halldórsson 7/2 (12/2), Baldvin Þorsteinsson 5/1 (10/4), Hjalti Pálmason 4 (10), Brendan Þorvaldsson 3 (4), Sigurður Eggertsson 2 (6), Heimir Örn Árnason 2 (7), Kristján Karlsson 2 (4), Ásbjörn Stefánsson 1 (1). Fiskuð víti: 6 ( Sigurður 2, Brendan 2, Baldvin, Kristján). Hraðaupphlaup: 3 (Baldvin 2, Vilhjálmur). Varin skot: Hlynur Jóhannesson 11 , Pálmar Pétursson 10. Mörk HK (skot): Augustas Strazdas 6 (9), Tomas Eitutis 6 (13), Valdimar Þórsson 4/1 (8/1), Karl Grönvold 3 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 3 (5), Elías Már Halldórsson 2 (7), Haukur Sigurvinsson 1/1 (3/2). Fiskuð víti: 3 (Strazdas 2, Valdimar). Hraðaupphlaup: 3 (Strazdas 2, Elías). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 25/3, Hörður Flóki Ólafsson 2.
Íslenski handboltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Sjá meira