Lýst eftir hafnfirskri konu
Lögreglan í Hafnarfirði lýsir eftir 54 ára gamalli konu, Áslaugu Eddu Bergsdóttur sem ekkert hefur spurst til síðan á laugardagskvöldið að hún var heima hjá sér í Hafnarfirði. Hún er 170 sentímetrar á hæð, þéttvaxin með stutt skollitað hár og notar gleraugu. Engar vísbendingar eru um ferðir hennar og leit með sporhundum í gær bar ekki árangur. Frekari eftirgrennslan og leit verður skipulögð í dag.