Tekur nýjan fréttastjóra á teppið 5. apríl 2005 00:01 Formaður Útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, ætlar að spyrja Óðin Jónsson, nýjan fréttastjóra Útvarps hvort honum þyki "virkilega" að Útvarpið hafi staðið rétt að umfjöllun um fréttastjóramálið, sem orðið hafi til þess að Auðun Georg Ólafsson sagði sig frá starfi síðastliðinn föstudag. Gunnlaugur Sævar segist munu leggja fram þessa spurningu á næsta fundi útvarpsráðs, þar sem Óðinn verði gestur fundarins. Á fundi útvarpsráðs í gær fór fram snörp umræða um feril fréttastjóramálsins. Gunnlaugur Sævar kvaðst hafa beint því til útvarpsstjóra á fundinum að þetta mál yrði skoðað. "Það sem ég ræddi mest voru áhyggjur mínar af þessum unga manni sem fékk þessa meðferð sem hann fékk," sagði Gunnlaugur Sævar. "Ég gat þess að mér væri sama hvað þessir menn lemdu á mér, til þess væri ég þarna. En ég hlýt að gera þá kröfu til starfsmanna Ríkisútvarpsins að þeir gangi hægt um gleðinnar dyr í svona málum, þegar fólk gerir ekki annað en að óska eftir starfi við stofnunina og fá það. Ég minni á að fréttamenn eigi sífellt að vera vakandi yfir því að þeir sem hafa hag af málum séu ekki mikið með puttana í þeim." Gunnlaugur Sævar sagði að fréttamenn RÚV hefðu farið algjöru offari í málinu og viðtalið við Auðun Georg í hádegisfréttum Útvarpsins síðastliðinn föstudag hefði verið fyrir neðan allar hellur. Formaður útvarpsráðs kvaðst hafa viljað bíða með að ráða nýjan fréttastjóra Útvarps, eftir að Auðun Georg gekk úr skaftinu, þar til fjölmiðlafrumvarpið væri orðið að lögum. Sú aðferð yrði viðhöfð við ráðningu yfirmanns dagskrárgerðar í stað Jóhanns Haukssonar. Á útvarpsráðsfundinum lagði Ingvar Sverrisson fram eftirfarandi bókun fyrir hönd Samfylkingar vegna ráðningar fréttastjóra útvarps: "Fulltrúar Samfylkingarinnar í útvarpsráði lýsa yfir ánægju með niðurstöðu fréttastjóramálsins sem er í samræmi við afstöðu okkar á síðasta fundi, þar sem við lýstum þeirri skoðun okkar að velja bæri einn af þeim fimm sem hæfastir voru taldir í hópi umsækjenda. Það hefur útvarpsstjóri að lokum gert. Að gefnu tilefni lýsum við fullu trausti á fréttastofu útvarps og starfsmenn hennar." Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Formaður Útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, ætlar að spyrja Óðin Jónsson, nýjan fréttastjóra Útvarps hvort honum þyki "virkilega" að Útvarpið hafi staðið rétt að umfjöllun um fréttastjóramálið, sem orðið hafi til þess að Auðun Georg Ólafsson sagði sig frá starfi síðastliðinn föstudag. Gunnlaugur Sævar segist munu leggja fram þessa spurningu á næsta fundi útvarpsráðs, þar sem Óðinn verði gestur fundarins. Á fundi útvarpsráðs í gær fór fram snörp umræða um feril fréttastjóramálsins. Gunnlaugur Sævar kvaðst hafa beint því til útvarpsstjóra á fundinum að þetta mál yrði skoðað. "Það sem ég ræddi mest voru áhyggjur mínar af þessum unga manni sem fékk þessa meðferð sem hann fékk," sagði Gunnlaugur Sævar. "Ég gat þess að mér væri sama hvað þessir menn lemdu á mér, til þess væri ég þarna. En ég hlýt að gera þá kröfu til starfsmanna Ríkisútvarpsins að þeir gangi hægt um gleðinnar dyr í svona málum, þegar fólk gerir ekki annað en að óska eftir starfi við stofnunina og fá það. Ég minni á að fréttamenn eigi sífellt að vera vakandi yfir því að þeir sem hafa hag af málum séu ekki mikið með puttana í þeim." Gunnlaugur Sævar sagði að fréttamenn RÚV hefðu farið algjöru offari í málinu og viðtalið við Auðun Georg í hádegisfréttum Útvarpsins síðastliðinn föstudag hefði verið fyrir neðan allar hellur. Formaður útvarpsráðs kvaðst hafa viljað bíða með að ráða nýjan fréttastjóra Útvarps, eftir að Auðun Georg gekk úr skaftinu, þar til fjölmiðlafrumvarpið væri orðið að lögum. Sú aðferð yrði viðhöfð við ráðningu yfirmanns dagskrárgerðar í stað Jóhanns Haukssonar. Á útvarpsráðsfundinum lagði Ingvar Sverrisson fram eftirfarandi bókun fyrir hönd Samfylkingar vegna ráðningar fréttastjóra útvarps: "Fulltrúar Samfylkingarinnar í útvarpsráði lýsa yfir ánægju með niðurstöðu fréttastjóramálsins sem er í samræmi við afstöðu okkar á síðasta fundi, þar sem við lýstum þeirri skoðun okkar að velja bæri einn af þeim fimm sem hæfastir voru taldir í hópi umsækjenda. Það hefur útvarpsstjóri að lokum gert. Að gefnu tilefni lýsum við fullu trausti á fréttastofu útvarps og starfsmenn hennar."
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði