Auðun hætti við að þiggja starfið 1. apríl 2005 00:01 Auðun Georg Ólafsson ætlar ekki að þiggja starf sem fréttastjóri útvarpsins sem Markús Örn Antonsson réð hann til. Hann sendi tilkynningu um ákvörðun sína á alla fjölmiðla um klukkan sex. Auðun Georg segir í yfirlýsingunni að með tilliti til aðstæðna á fréttastofunni ætli hann ekki þiggja starf fréttastjóra og ekki að skrifa undir ráðningarsamning. Hann segist hafa sótt um starfið á jafnréttisgrundvelli án þess að vera hvattur til þess og ekki í umboði eins eða neins, hvorki stjórnmálaafla né annarra. Hann segir að þrátt fyrir að vegið hafi verið að persónu sinni á ósanngjarnan hátt og mannorð hans svert með röngum ásökunum og hreinum lygum og allt að því hótunum hafi hann samt ákveðið að mæta til starfa með opnum huga og gefa fréttamönnum útvarpsins tækifæri til að sýna sanngirni, hlutleysi, réttlæti og að fagleg vinnubrögð væru höfð að leiðarljósi. Fréttamaður útvarpsins hafi á lævísan hátt reynt að koma honum í vandræði í viðtali í dag og það hafi tekist þar sem hann hafi ekki viljað rjúfa trúnað. Fréttamaðurinn hafi hins vegar ekki verið hlutlaus. Hér vísar Auðun Georg til fréttaviðtals í hádegisfréttum Útvarpsins í dag þar sem hann var spurður um hvort hann hefði formann útvarpsráðs á fundi í gær. Auðun Georg neitaði því fyrst en játaði það síðar í viðtalinu. Í tilkynningunni segir hann enn fremur að hann hafi hlakkað til að hefja störf á fréttastöfu sem naut trausts og þekkt var fyrir málefnaleg og fagleg vinnubrögð. Það sé með trega sem hann lýsi því yfir að þær væntingar hafi verið byggðar á misskilningi. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Auðun Georg Ólafsson ætlar ekki að þiggja starf sem fréttastjóri útvarpsins sem Markús Örn Antonsson réð hann til. Hann sendi tilkynningu um ákvörðun sína á alla fjölmiðla um klukkan sex. Auðun Georg segir í yfirlýsingunni að með tilliti til aðstæðna á fréttastofunni ætli hann ekki þiggja starf fréttastjóra og ekki að skrifa undir ráðningarsamning. Hann segist hafa sótt um starfið á jafnréttisgrundvelli án þess að vera hvattur til þess og ekki í umboði eins eða neins, hvorki stjórnmálaafla né annarra. Hann segir að þrátt fyrir að vegið hafi verið að persónu sinni á ósanngjarnan hátt og mannorð hans svert með röngum ásökunum og hreinum lygum og allt að því hótunum hafi hann samt ákveðið að mæta til starfa með opnum huga og gefa fréttamönnum útvarpsins tækifæri til að sýna sanngirni, hlutleysi, réttlæti og að fagleg vinnubrögð væru höfð að leiðarljósi. Fréttamaður útvarpsins hafi á lævísan hátt reynt að koma honum í vandræði í viðtali í dag og það hafi tekist þar sem hann hafi ekki viljað rjúfa trúnað. Fréttamaðurinn hafi hins vegar ekki verið hlutlaus. Hér vísar Auðun Georg til fréttaviðtals í hádegisfréttum Útvarpsins í dag þar sem hann var spurður um hvort hann hefði formann útvarpsráðs á fundi í gær. Auðun Georg neitaði því fyrst en játaði það síðar í viðtalinu. Í tilkynningunni segir hann enn fremur að hann hafi hlakkað til að hefja störf á fréttastöfu sem naut trausts og þekkt var fyrir málefnaleg og fagleg vinnubrögð. Það sé með trega sem hann lýsi því yfir að þær væntingar hafi verið byggðar á misskilningi.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira