Kvenkyns stjórnendur einangraðir 1. apríl 2005 00:01 "Stefnumótunarvinna fór í gang á síðasta ári og við þurfum að skoða hvað hefur áunnist," segir Sigrún. "Félagið var stofnað í fyrra í kjölfar þess að verkefninu Auður í krafti kvenna var lokið, en það var þriggja ára verkefni Nýsköpunarsjóðs. Þátttakendur sjálfir, sérstaklega þeir sem höfðu tekið þátt í Frumkvöðla-Auði, stóðu að stofnun þessa félags, en síðan var félagið opnað öllum konum sem hafa áhuga á stofnun og rekstri eigin fyrirtækja. Áherslan var alltaf á frumkvöðlastarfsemi, en Félag kvenna í atvinnurekstri hefur einblínt á þær konur sem nú þegar eiga fyrirtæki. Það sem mér finnst vanta, sem stjórnandi í fyrirtæki sem ég á ekki sjálf, er vettvangur fyrir konur í stjórnendastöðum og við munum leitast við að þær konur finni vettvang í þessu félagi." Sigrún segir að þar sé mikilvægast hið margumtalaða tengslanet milli kvenna og svo auðvitað líka milli karla og kvenna. "Konur sem hafa komist í stjórnendastöður eru oft einar á báti því þær hafa hvorki átt heima í Auðar-félaginu né í Félagi kvenna í atvinnurekstri." Starfsemi félagsins Auðs er margþætt en innan félagsins er starfandi skemmtinefnd og fræðslunefnd. "Skemmtinefndin er meira til að þjappa hópnum saman í ferð einu sinni til tvisvar á ári, en fræðslunefndin sér um að fá þekkta fyrirlesara á fundi til okkar. Við hittumst einu sinni í mánuði á kaffihúsi og allar konur sem hafa áhuga á þessum málefnum eru velkomnar. Við leggjum þó áherslu á að við erum ekki "saumaklúbbur" heldur á starfið að vera markvisst og leiða til þess að konur verði virkari í atvinnulífinu." Nánari upplýsingar um félagið er að finna á felagid-audur.is. Atvinna Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Stefnumótunarvinna fór í gang á síðasta ári og við þurfum að skoða hvað hefur áunnist," segir Sigrún. "Félagið var stofnað í fyrra í kjölfar þess að verkefninu Auður í krafti kvenna var lokið, en það var þriggja ára verkefni Nýsköpunarsjóðs. Þátttakendur sjálfir, sérstaklega þeir sem höfðu tekið þátt í Frumkvöðla-Auði, stóðu að stofnun þessa félags, en síðan var félagið opnað öllum konum sem hafa áhuga á stofnun og rekstri eigin fyrirtækja. Áherslan var alltaf á frumkvöðlastarfsemi, en Félag kvenna í atvinnurekstri hefur einblínt á þær konur sem nú þegar eiga fyrirtæki. Það sem mér finnst vanta, sem stjórnandi í fyrirtæki sem ég á ekki sjálf, er vettvangur fyrir konur í stjórnendastöðum og við munum leitast við að þær konur finni vettvang í þessu félagi." Sigrún segir að þar sé mikilvægast hið margumtalaða tengslanet milli kvenna og svo auðvitað líka milli karla og kvenna. "Konur sem hafa komist í stjórnendastöður eru oft einar á báti því þær hafa hvorki átt heima í Auðar-félaginu né í Félagi kvenna í atvinnurekstri." Starfsemi félagsins Auðs er margþætt en innan félagsins er starfandi skemmtinefnd og fræðslunefnd. "Skemmtinefndin er meira til að þjappa hópnum saman í ferð einu sinni til tvisvar á ári, en fræðslunefndin sér um að fá þekkta fyrirlesara á fundi til okkar. Við hittumst einu sinni í mánuði á kaffihúsi og allar konur sem hafa áhuga á þessum málefnum eru velkomnar. Við leggjum þó áherslu á að við erum ekki "saumaklúbbur" heldur á starfið að vera markvisst og leiða til þess að konur verði virkari í atvinnulífinu." Nánari upplýsingar um félagið er að finna á felagid-audur.is.
Atvinna Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira