Kvenkyns stjórnendur einangraðir 1. apríl 2005 00:01 "Stefnumótunarvinna fór í gang á síðasta ári og við þurfum að skoða hvað hefur áunnist," segir Sigrún. "Félagið var stofnað í fyrra í kjölfar þess að verkefninu Auður í krafti kvenna var lokið, en það var þriggja ára verkefni Nýsköpunarsjóðs. Þátttakendur sjálfir, sérstaklega þeir sem höfðu tekið þátt í Frumkvöðla-Auði, stóðu að stofnun þessa félags, en síðan var félagið opnað öllum konum sem hafa áhuga á stofnun og rekstri eigin fyrirtækja. Áherslan var alltaf á frumkvöðlastarfsemi, en Félag kvenna í atvinnurekstri hefur einblínt á þær konur sem nú þegar eiga fyrirtæki. Það sem mér finnst vanta, sem stjórnandi í fyrirtæki sem ég á ekki sjálf, er vettvangur fyrir konur í stjórnendastöðum og við munum leitast við að þær konur finni vettvang í þessu félagi." Sigrún segir að þar sé mikilvægast hið margumtalaða tengslanet milli kvenna og svo auðvitað líka milli karla og kvenna. "Konur sem hafa komist í stjórnendastöður eru oft einar á báti því þær hafa hvorki átt heima í Auðar-félaginu né í Félagi kvenna í atvinnurekstri." Starfsemi félagsins Auðs er margþætt en innan félagsins er starfandi skemmtinefnd og fræðslunefnd. "Skemmtinefndin er meira til að þjappa hópnum saman í ferð einu sinni til tvisvar á ári, en fræðslunefndin sér um að fá þekkta fyrirlesara á fundi til okkar. Við hittumst einu sinni í mánuði á kaffihúsi og allar konur sem hafa áhuga á þessum málefnum eru velkomnar. Við leggjum þó áherslu á að við erum ekki "saumaklúbbur" heldur á starfið að vera markvisst og leiða til þess að konur verði virkari í atvinnulífinu." Nánari upplýsingar um félagið er að finna á felagid-audur.is. Atvinna Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Stefnumótunarvinna fór í gang á síðasta ári og við þurfum að skoða hvað hefur áunnist," segir Sigrún. "Félagið var stofnað í fyrra í kjölfar þess að verkefninu Auður í krafti kvenna var lokið, en það var þriggja ára verkefni Nýsköpunarsjóðs. Þátttakendur sjálfir, sérstaklega þeir sem höfðu tekið þátt í Frumkvöðla-Auði, stóðu að stofnun þessa félags, en síðan var félagið opnað öllum konum sem hafa áhuga á stofnun og rekstri eigin fyrirtækja. Áherslan var alltaf á frumkvöðlastarfsemi, en Félag kvenna í atvinnurekstri hefur einblínt á þær konur sem nú þegar eiga fyrirtæki. Það sem mér finnst vanta, sem stjórnandi í fyrirtæki sem ég á ekki sjálf, er vettvangur fyrir konur í stjórnendastöðum og við munum leitast við að þær konur finni vettvang í þessu félagi." Sigrún segir að þar sé mikilvægast hið margumtalaða tengslanet milli kvenna og svo auðvitað líka milli karla og kvenna. "Konur sem hafa komist í stjórnendastöður eru oft einar á báti því þær hafa hvorki átt heima í Auðar-félaginu né í Félagi kvenna í atvinnurekstri." Starfsemi félagsins Auðs er margþætt en innan félagsins er starfandi skemmtinefnd og fræðslunefnd. "Skemmtinefndin er meira til að þjappa hópnum saman í ferð einu sinni til tvisvar á ári, en fræðslunefndin sér um að fá þekkta fyrirlesara á fundi til okkar. Við hittumst einu sinni í mánuði á kaffihúsi og allar konur sem hafa áhuga á þessum málefnum eru velkomnar. Við leggjum þó áherslu á að við erum ekki "saumaklúbbur" heldur á starfið að vera markvisst og leiða til þess að konur verði virkari í atvinnulífinu." Nánari upplýsingar um félagið er að finna á felagid-audur.is.
Atvinna Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira