Ekki bara flensa 31. mars 2005 00:01 Traustvekjandi er að vita að yfirvöld heilbrigðismála og sóttvarna hér á landi eru ásamt öðrum viðkomandi stjórnvöldum á varðbergi gagnvart hættum á því að nýjar tegundir skæðra sjúkdóma berist inn í landið eins og fréttir fjölmiðla í vikunni staðfesta. Í þessu efni gildir sú einfalda lífsregla að of seint er að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í. "Þetta er bara flensa, þetta er að ganga," segjum við gjarnan yfir háveturinn, þegar pestirnar sækja okkur heim. Við erum orðin vön einkennunum og vitum að yfirleitt standa þau stutt við. En inflúensa greinist í ýmsar deildir og sumar þeirra geta verið skæðari og hættulegri en aðrar. Sérstakar áhyggjur hafa menn nú af svokallaðri fuglaflensu og ýmsum afbrigðum hennar sem orðið hefur vart í nokkrum Asíulöndum. Ekki er víst að við henni sé til óbrigðul bólusetning. Drjúgur hluti þeirra sem hafa sýkst hefur látist. Heilbrigðisstjórnir útiloka ekki að þessi tegund flensu eða eitthvert afsprengi hennar geti farið sem faraldur um heiminn og lagt mikinn fjölda fólks að velli. Í því efni er ekki aðeins verið að tala um þúsundir manna, heldur hugsanlega hundruð þúsunda eða milljónir. Sums staðar er kveðið fast að orði um líkur á þessum faraldri og fullyrt að málið snúist ekki um það hvort hann komi upp, heldur hvenær. Síðasti skæði inflúensufaraldurinn sem gekk yfir heimsbyggðina var spánska veikin svokallaða veturinn 1918 til 1919. Fórnarlömb hennar eru talin á bilinu 25 til 40 milljónir manna. Þótt Ísland væri þá einangraðra land en nú og strjálbýlla fór veikin sem eldur í sinu um byggðir landsins. Gagnstætt því sem ætla mætti herjaði hún mest á fólk á besta aldri. Þjóðlífið lamaðist. Mest kvað að veikinni í Reykjavík þar sem tveir þriðju borgarbúa lögðust um hríð veikir. Skýrslur benda til þess að á fimmta hundrað manns hafi látist. Það var veruleg blóðtaka fyrir okkar fámenna þjóðfélag. Fuglaflensan mun fyrst hafa verið greind fyrir einni öld á Ítalíu. Uppspretta hennar er hjá farfuglum, sérstaklega villiendum. Berst veiran úr þeim í hænsnfugla (kjúklinga og kalkúna) sem drepast þá yfirleitt. Fyrsta smit í mönnum uppgötvaðist í Hong Kong fyrir átta árum, en þá sýktust átján manns af einni tegund veirunnar og lést þriðjungur þeirra. Síðan hafa nokkur tilvik greinst áfram í Asíu og nokkrir látist. Ískyggilegastar þykja þær fregnir að hugsanlega geti veiran borist á milli manna í stað þess að vera bundin við neyslu á sýktu fuglakjöti. Ekki er nú um stundir bráð hætta á ferðum að mati sóttvarnayfirvalda, en hitt blasir við að berist veikin til okkar heimshluta mun hún að líkindum breiðast hraðar út en sambærilegir faraldar fyrr á tímum. Þess vegna er skynsamlegt að skipuleggja af nákvæmni og kaldri yfirvegun hvernig við verður brugðist. Gott er að vita að þar eru í forystu menn með góða dómgreind og sem kunna til verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Traustvekjandi er að vita að yfirvöld heilbrigðismála og sóttvarna hér á landi eru ásamt öðrum viðkomandi stjórnvöldum á varðbergi gagnvart hættum á því að nýjar tegundir skæðra sjúkdóma berist inn í landið eins og fréttir fjölmiðla í vikunni staðfesta. Í þessu efni gildir sú einfalda lífsregla að of seint er að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í. "Þetta er bara flensa, þetta er að ganga," segjum við gjarnan yfir háveturinn, þegar pestirnar sækja okkur heim. Við erum orðin vön einkennunum og vitum að yfirleitt standa þau stutt við. En inflúensa greinist í ýmsar deildir og sumar þeirra geta verið skæðari og hættulegri en aðrar. Sérstakar áhyggjur hafa menn nú af svokallaðri fuglaflensu og ýmsum afbrigðum hennar sem orðið hefur vart í nokkrum Asíulöndum. Ekki er víst að við henni sé til óbrigðul bólusetning. Drjúgur hluti þeirra sem hafa sýkst hefur látist. Heilbrigðisstjórnir útiloka ekki að þessi tegund flensu eða eitthvert afsprengi hennar geti farið sem faraldur um heiminn og lagt mikinn fjölda fólks að velli. Í því efni er ekki aðeins verið að tala um þúsundir manna, heldur hugsanlega hundruð þúsunda eða milljónir. Sums staðar er kveðið fast að orði um líkur á þessum faraldri og fullyrt að málið snúist ekki um það hvort hann komi upp, heldur hvenær. Síðasti skæði inflúensufaraldurinn sem gekk yfir heimsbyggðina var spánska veikin svokallaða veturinn 1918 til 1919. Fórnarlömb hennar eru talin á bilinu 25 til 40 milljónir manna. Þótt Ísland væri þá einangraðra land en nú og strjálbýlla fór veikin sem eldur í sinu um byggðir landsins. Gagnstætt því sem ætla mætti herjaði hún mest á fólk á besta aldri. Þjóðlífið lamaðist. Mest kvað að veikinni í Reykjavík þar sem tveir þriðju borgarbúa lögðust um hríð veikir. Skýrslur benda til þess að á fimmta hundrað manns hafi látist. Það var veruleg blóðtaka fyrir okkar fámenna þjóðfélag. Fuglaflensan mun fyrst hafa verið greind fyrir einni öld á Ítalíu. Uppspretta hennar er hjá farfuglum, sérstaklega villiendum. Berst veiran úr þeim í hænsnfugla (kjúklinga og kalkúna) sem drepast þá yfirleitt. Fyrsta smit í mönnum uppgötvaðist í Hong Kong fyrir átta árum, en þá sýktust átján manns af einni tegund veirunnar og lést þriðjungur þeirra. Síðan hafa nokkur tilvik greinst áfram í Asíu og nokkrir látist. Ískyggilegastar þykja þær fregnir að hugsanlega geti veiran borist á milli manna í stað þess að vera bundin við neyslu á sýktu fuglakjöti. Ekki er nú um stundir bráð hætta á ferðum að mati sóttvarnayfirvalda, en hitt blasir við að berist veikin til okkar heimshluta mun hún að líkindum breiðast hraðar út en sambærilegir faraldar fyrr á tímum. Þess vegna er skynsamlegt að skipuleggja af nákvæmni og kaldri yfirvegun hvernig við verður brugðist. Gott er að vita að þar eru í forystu menn með góða dómgreind og sem kunna til verka.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun