Hamingja og pólitísk markmið 30. mars 2005 00:01 Er hamingja mælanlegt fyrirbæri eða einstaklingsbundin reynsla? Breskur hagfræðingur, Richard Layard, hefur að undanförnu vakið talsverða athygli í Bretlandi og víðar í Evrópu með skrifum um þetta efni. Layard heldur því fram að rannsóknir á starfsemi heilans hafi gert mönnum kleift að sannreyna niðurstöður mikils fjölda athugana sem gerðar hafa verið á mati fólks á hamingju en í öllum þessum könnunum koma svipaðir hlutir fram. Eitt af því er að fjölskyldulíf og einkalíf skiptir mestu fyrir hamingju fólks en áhersla samtímans á samkeppni, neyslu og auðsöfnun gengur þvert á þessa staðreynd að sögn Layards. Hann bendir á að peningar geti aukið hamingju manna að því marki að tiltölulega einföldum þörfum sé fullnægt en umfram það hafu aukin peningaráð engin varanleg áhrif á hamingju fólks. Lífsgæðakapphlaup samtímans, segir hann, dregur beinlínis úr hamingju með því að beina kröftum fólks frá því sem eykur hamingju og að hlutum sem ekki veita neina viðvarandi ánægju. Ættu stjórnmálamenn þá að nota hamingju sem mælikvarða þegar stefna er mörkuð? Frjálshyggjumenn hljóta að svara því neitandi og benda á að það sé ekki í verkahring ríkisins að að auka hamingju fólks, heldur aðeins að tryggja því frelsi og öryggi, hamingja sé einkamál. Layard segir hins vegar að áhersla samtímans á einstaklingshyggju valdi óhamingju og að með pólitískum leiðum megi auka verulega á hamingju í samfélaginu. Þetta eigi að vera markmið í stjórnmálum. Sumar af hugmyndum Layards eru einfaldar. Hann bendir til dæmis á að þunglyndi og geðsjúkdómar valdi mun meiri óhamingju á Vesturlöndum en fátækt, og að mjög megi draga úr þessum kvillum með meira fé til heilsugæslu. Þá bendir hann á að mesta uppspretta hamingju sé fjölskyldulíf en þó sé margt í skipulagi nútímasamfélaga og fyrirtækja óþarflega fjandsamlegt fjölskyldulífi. Aðrar af hugmyndum Layards eru hins vegar í meiri andstöðu við tíðarandann. Athuganir sýna að fólk er sífellt að bera sig saman við náungann. Þekktar kannanir benda til þess að ef fólk gæti valið vildi það frekar tiltölulega lágar tekjur, ef allir aðrir fá svipað, en háar tekjur ef með því fylgir að aðrir fá enn meira. Staða gagnvart öðrum mönnum skiptir fólk meira máli en aukinn auður. Lífsgæðakapphlaup leiðir því ekki til hamingju, og skemmir samfélagið, að mati Layards, enda snýst það um samkeppni þar sem ávinningur leiðir ekki til varanlegrar ánægju og samfélagið í heild tapar. Layard segir að aukin samkeppni sé rótin að mörgum þjóðfélagsmeinum samtímans og að nota eigi skattakerfið til að draga úr þeim hvata sem fólk hafi til mikillar vinnu og mikillar samkeppni. Frá sjónarmiði hagvaxtar er slæmt ef fólk tekur tíma frá vinnu í að vera með fjölskyldunni eða í að sinna áhugamálum. Frá sjónarmiði hamingju er hins vegar slæmt ef menn eyða tíma sínum og orku í að vinna fyrir peningum sem veita þeim ekki hamingju. Því vill þessi hagfræðingur hækka skatta á háar tekjur. Það er svo sem ekki sérlega óvanaleg afstaða fyrir vinstri menn en Layard berst fyrir þessu í nafni hamingju en ekki réttlætis. Þetta minnti mig á fyrirlestur sem ég heyrði fyrir löngu við breskan háskóla. Þar varaði fyrirlesari við skelfilegum afleiðingum aukinnar hamingju og hélt því fram að ef umtalsverður hluti almennings yrði hamingjusamari, sem hann taldi raunar ólíklegt, gæti það leitt til djúprar efnahagskreppu. Hagsæld væri beinlínis undir því komin að menn yrðu ekki of hamingjusamir. Maðurinn brá líka upp ófagurri mynd af hegðun hinna hamingjusömu. Slíkir menn eru fyrir það fyrsta afleitir neytendur því fólk sem hefur fundið frið og hamingju á miklu færri erindi í búðir en þeir sem leita ánægju í nýjum hlutum. Þótt hinir hamingjusömu njóti vinnu sinnar og séu oft einstakir starfskraftar, þá dugar það ekki til, sagði maðurinn, því hamingja rænir menn áhuga á sífellt hærri tekjum. Neysluhyggja samtímans, sagði hann, snýst um kaup manna á táknmyndum sem eiga að gefa þeim sjálfum og öðrum upplýsingar um að þeir séu eitthvað merkilegri en sauðsvartur almúginn. Hinn hamingjusami hlær hins vegar að allri vitleysunni, sagði fyrirlesarinn, og því er ánægður maður óheppilegt fyrirbæri, hagfræðilega séð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun
Er hamingja mælanlegt fyrirbæri eða einstaklingsbundin reynsla? Breskur hagfræðingur, Richard Layard, hefur að undanförnu vakið talsverða athygli í Bretlandi og víðar í Evrópu með skrifum um þetta efni. Layard heldur því fram að rannsóknir á starfsemi heilans hafi gert mönnum kleift að sannreyna niðurstöður mikils fjölda athugana sem gerðar hafa verið á mati fólks á hamingju en í öllum þessum könnunum koma svipaðir hlutir fram. Eitt af því er að fjölskyldulíf og einkalíf skiptir mestu fyrir hamingju fólks en áhersla samtímans á samkeppni, neyslu og auðsöfnun gengur þvert á þessa staðreynd að sögn Layards. Hann bendir á að peningar geti aukið hamingju manna að því marki að tiltölulega einföldum þörfum sé fullnægt en umfram það hafu aukin peningaráð engin varanleg áhrif á hamingju fólks. Lífsgæðakapphlaup samtímans, segir hann, dregur beinlínis úr hamingju með því að beina kröftum fólks frá því sem eykur hamingju og að hlutum sem ekki veita neina viðvarandi ánægju. Ættu stjórnmálamenn þá að nota hamingju sem mælikvarða þegar stefna er mörkuð? Frjálshyggjumenn hljóta að svara því neitandi og benda á að það sé ekki í verkahring ríkisins að að auka hamingju fólks, heldur aðeins að tryggja því frelsi og öryggi, hamingja sé einkamál. Layard segir hins vegar að áhersla samtímans á einstaklingshyggju valdi óhamingju og að með pólitískum leiðum megi auka verulega á hamingju í samfélaginu. Þetta eigi að vera markmið í stjórnmálum. Sumar af hugmyndum Layards eru einfaldar. Hann bendir til dæmis á að þunglyndi og geðsjúkdómar valdi mun meiri óhamingju á Vesturlöndum en fátækt, og að mjög megi draga úr þessum kvillum með meira fé til heilsugæslu. Þá bendir hann á að mesta uppspretta hamingju sé fjölskyldulíf en þó sé margt í skipulagi nútímasamfélaga og fyrirtækja óþarflega fjandsamlegt fjölskyldulífi. Aðrar af hugmyndum Layards eru hins vegar í meiri andstöðu við tíðarandann. Athuganir sýna að fólk er sífellt að bera sig saman við náungann. Þekktar kannanir benda til þess að ef fólk gæti valið vildi það frekar tiltölulega lágar tekjur, ef allir aðrir fá svipað, en háar tekjur ef með því fylgir að aðrir fá enn meira. Staða gagnvart öðrum mönnum skiptir fólk meira máli en aukinn auður. Lífsgæðakapphlaup leiðir því ekki til hamingju, og skemmir samfélagið, að mati Layards, enda snýst það um samkeppni þar sem ávinningur leiðir ekki til varanlegrar ánægju og samfélagið í heild tapar. Layard segir að aukin samkeppni sé rótin að mörgum þjóðfélagsmeinum samtímans og að nota eigi skattakerfið til að draga úr þeim hvata sem fólk hafi til mikillar vinnu og mikillar samkeppni. Frá sjónarmiði hagvaxtar er slæmt ef fólk tekur tíma frá vinnu í að vera með fjölskyldunni eða í að sinna áhugamálum. Frá sjónarmiði hamingju er hins vegar slæmt ef menn eyða tíma sínum og orku í að vinna fyrir peningum sem veita þeim ekki hamingju. Því vill þessi hagfræðingur hækka skatta á háar tekjur. Það er svo sem ekki sérlega óvanaleg afstaða fyrir vinstri menn en Layard berst fyrir þessu í nafni hamingju en ekki réttlætis. Þetta minnti mig á fyrirlestur sem ég heyrði fyrir löngu við breskan háskóla. Þar varaði fyrirlesari við skelfilegum afleiðingum aukinnar hamingju og hélt því fram að ef umtalsverður hluti almennings yrði hamingjusamari, sem hann taldi raunar ólíklegt, gæti það leitt til djúprar efnahagskreppu. Hagsæld væri beinlínis undir því komin að menn yrðu ekki of hamingjusamir. Maðurinn brá líka upp ófagurri mynd af hegðun hinna hamingjusömu. Slíkir menn eru fyrir það fyrsta afleitir neytendur því fólk sem hefur fundið frið og hamingju á miklu færri erindi í búðir en þeir sem leita ánægju í nýjum hlutum. Þótt hinir hamingjusömu njóti vinnu sinnar og séu oft einstakir starfskraftar, þá dugar það ekki til, sagði maðurinn, því hamingja rænir menn áhuga á sífellt hærri tekjum. Neysluhyggja samtímans, sagði hann, snýst um kaup manna á táknmyndum sem eiga að gefa þeim sjálfum og öðrum upplýsingar um að þeir séu eitthvað merkilegri en sauðsvartur almúginn. Hinn hamingjusami hlær hins vegar að allri vitleysunni, sagði fyrirlesarinn, og því er ánægður maður óheppilegt fyrirbæri, hagfræðilega séð.
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun