Sýslumaður krafinn skýringa 29. mars 2005 00:01 Persónuvernd krefur Sýslumanninn í Reykjavík um skýringar á því hvers vegna möppur, sem geyma nöfn hundraða einstaklinga sem meðal annars stóðu í forræðis- og skilnaðardeilum, fundust á bak við skrifstofur hans í Skógarhlíð. Sýslumaður sjálfur segist ekkert botna í þessu og þjóðþekktir menn, sem nafngreindir eru í gögnum, eru forviða á að skjölin skuli ekki vera betur geymd en raun ber vitni. Möppur, sem fundust á bak við hús Sýslumannsembættisins í Reykjavík, geymdu nöfn hundruð einstaklinga sem tengjast forræðisdeilum, meðlagsdeilum og skilnaðar- og faðernismálum sem embættið tók fyrir á árunum 1992 til 1994. Fréttastofan hefur rætt við ýmsa menn sem nefndir eru í skjölunum, menn sem tengjast bæði í fjölmiðlum og stjórnkerfinu, og eru þeir forviða á því að slíkar upplýsingar skuli ekki vera betur geymdar. Enginn þeirra vill koma fram undir nafni í tengslum við þetta mál en einn þeirra sagðist ætla að senda sýslumanni kvörtunarbréf. Sýslumaðurinn í Reykjavík, Rúnar Guðjónsson, hóf rannsókn málsins í morgun og óskaði eftir að fá möppuna, sem Stöð 2 hefur haft undir höndum, afhenta. Jóhannes Kr. Kristjánsson, fréttamaður Stöðvar 2, afhenti honum möppuna í dag. Aðspurður hvort embættið hyggist biðja þá menn sem nefndir séu í möppunni afsökunar segir Rúnar að verið sé að fara yfir málið og hann geti ekkert sagt um það. Rúnar segist aðspurður ekki hafa nokkra trú á því að frekari gögn finnist á víðavangi, þetta hafi aldrei gerst áður og hann botni ekkert í þessu. Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segist líta málið alvarlegum augum. Kannað verði hvað fór úrskeiðis en ljóst sé að þeim reglum sem embættinu eru settar um meðferð persónugagna hafi ekki verið fylgt. Aðspurð hvort Persónuvernd hafi fylgst með því hvernig gögn séu geymd hjá Sýslumanninum í Reykjavík neitar Sigrún því. Verið sé fara yfir öryggismál hjá nokkrum opinberum stofnunum og einkaaðilum en ekki hafi gefist tími til að kanna málin hjá sýslumannsembættunum. Þeir sem nefndir eru á nafn í gögnunum eiga ekki rétt á bótum samkvæmt íslenskum lögum um persónuvernd. Sigrún segir þó að það hafi komið til tals að breyta lögunum. Hún segir aðspurð að þeir sem orðið hafi fyrir þessu geti beðið um afsökunarbeiðni og skýringar hjá embætttinu á því hvað hafi gerst. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Persónuvernd krefur Sýslumanninn í Reykjavík um skýringar á því hvers vegna möppur, sem geyma nöfn hundraða einstaklinga sem meðal annars stóðu í forræðis- og skilnaðardeilum, fundust á bak við skrifstofur hans í Skógarhlíð. Sýslumaður sjálfur segist ekkert botna í þessu og þjóðþekktir menn, sem nafngreindir eru í gögnum, eru forviða á að skjölin skuli ekki vera betur geymd en raun ber vitni. Möppur, sem fundust á bak við hús Sýslumannsembættisins í Reykjavík, geymdu nöfn hundruð einstaklinga sem tengjast forræðisdeilum, meðlagsdeilum og skilnaðar- og faðernismálum sem embættið tók fyrir á árunum 1992 til 1994. Fréttastofan hefur rætt við ýmsa menn sem nefndir eru í skjölunum, menn sem tengjast bæði í fjölmiðlum og stjórnkerfinu, og eru þeir forviða á því að slíkar upplýsingar skuli ekki vera betur geymdar. Enginn þeirra vill koma fram undir nafni í tengslum við þetta mál en einn þeirra sagðist ætla að senda sýslumanni kvörtunarbréf. Sýslumaðurinn í Reykjavík, Rúnar Guðjónsson, hóf rannsókn málsins í morgun og óskaði eftir að fá möppuna, sem Stöð 2 hefur haft undir höndum, afhenta. Jóhannes Kr. Kristjánsson, fréttamaður Stöðvar 2, afhenti honum möppuna í dag. Aðspurður hvort embættið hyggist biðja þá menn sem nefndir séu í möppunni afsökunar segir Rúnar að verið sé að fara yfir málið og hann geti ekkert sagt um það. Rúnar segist aðspurður ekki hafa nokkra trú á því að frekari gögn finnist á víðavangi, þetta hafi aldrei gerst áður og hann botni ekkert í þessu. Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segist líta málið alvarlegum augum. Kannað verði hvað fór úrskeiðis en ljóst sé að þeim reglum sem embættinu eru settar um meðferð persónugagna hafi ekki verið fylgt. Aðspurð hvort Persónuvernd hafi fylgst með því hvernig gögn séu geymd hjá Sýslumanninum í Reykjavík neitar Sigrún því. Verið sé fara yfir öryggismál hjá nokkrum opinberum stofnunum og einkaaðilum en ekki hafi gefist tími til að kanna málin hjá sýslumannsembættunum. Þeir sem nefndir eru á nafn í gögnunum eiga ekki rétt á bótum samkvæmt íslenskum lögum um persónuvernd. Sigrún segir þó að það hafi komið til tals að breyta lögunum. Hún segir aðspurð að þeir sem orðið hafi fyrir þessu geti beðið um afsökunarbeiðni og skýringar hjá embætttinu á því hvað hafi gerst.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira