Umferð mikil en gekk að mestu vel 28. mars 2005 00:01 Umferðin var nokkuð mikil á þjóðvegum landsins nú um páskana en hún gekk að mestu vel. Margir notuðu páskafríið til ferðalaga og var umferð á þjóðvegum landsins mikil enda færð og veður með besta móti. Sigurður Helgason hjá Umferðastofu hefur fylgst með umferðinni um síðustu daga. Hann segist hafa verið í sambandi við lögreglu víða um land og frést hafi af einu alvarlegu slysi, við Gufuskála á Snæfellsnesi, en þar fyrir utan séu engar fregnir af slysum og tiltölulega fáar fréttir af óhöppum sem sé mjög gleðilegt. Aðspurður hvar umferðin hafi verið mest segir Sigurður það hafi verið í kringum þá staði þar sem sérstakar samkomur hafi verið. Lögreglan á Ísafirði hafi sagt að mikil umferð hafi verið þar í nágrenninu og þar hafi hún verið með eftirlit og kannað ástand ökumanna. Þá hafi verið töluverð umferð í kringum Akureyri og þar hafi verið mikil umferð í gær. Því dreifist umferðin meira en oft áður þegar fríið sé langt. Sigurður segir enn fremur að töluverð umferð hafi verið í Borgarfirði en heldur minni í Árnessýslu en oft áður. Alltaf eru einhverjir sem ekki virða umferðarlögin og er algengast að fólk aki of hratt, spenni ekki bílbeltin og tali í farsíma á ferð. Sigurður segir fjölmörg brot koma upp þegar eftirlitið sé meira en um venjulega helgi. Aðspurður hvað þeir sem ekki séu lagðir af stað heim eigi að hafa í huga segir Sigurður að þeir verði að gefa sér góðan tíma, gæta að hraðanum og fara mjög gætilega í framúrakstur og reyni hann ekki nema þeir séu fullkomlega vissir um að þeir komist heilu og höldnu fram úr bílnum án þess að hitta fyrir einhvern sem komi á móti. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Umferðin var nokkuð mikil á þjóðvegum landsins nú um páskana en hún gekk að mestu vel. Margir notuðu páskafríið til ferðalaga og var umferð á þjóðvegum landsins mikil enda færð og veður með besta móti. Sigurður Helgason hjá Umferðastofu hefur fylgst með umferðinni um síðustu daga. Hann segist hafa verið í sambandi við lögreglu víða um land og frést hafi af einu alvarlegu slysi, við Gufuskála á Snæfellsnesi, en þar fyrir utan séu engar fregnir af slysum og tiltölulega fáar fréttir af óhöppum sem sé mjög gleðilegt. Aðspurður hvar umferðin hafi verið mest segir Sigurður það hafi verið í kringum þá staði þar sem sérstakar samkomur hafi verið. Lögreglan á Ísafirði hafi sagt að mikil umferð hafi verið þar í nágrenninu og þar hafi hún verið með eftirlit og kannað ástand ökumanna. Þá hafi verið töluverð umferð í kringum Akureyri og þar hafi verið mikil umferð í gær. Því dreifist umferðin meira en oft áður þegar fríið sé langt. Sigurður segir enn fremur að töluverð umferð hafi verið í Borgarfirði en heldur minni í Árnessýslu en oft áður. Alltaf eru einhverjir sem ekki virða umferðarlögin og er algengast að fólk aki of hratt, spenni ekki bílbeltin og tali í farsíma á ferð. Sigurður segir fjölmörg brot koma upp þegar eftirlitið sé meira en um venjulega helgi. Aðspurður hvað þeir sem ekki séu lagðir af stað heim eigi að hafa í huga segir Sigurður að þeir verði að gefa sér góðan tíma, gæta að hraðanum og fara mjög gætilega í framúrakstur og reyni hann ekki nema þeir séu fullkomlega vissir um að þeir komist heilu og höldnu fram úr bílnum án þess að hitta fyrir einhvern sem komi á móti.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira