
Innlent
Kastaði grjóti í leigubíl
Ungur maður kastaði grjóti í leigubíl sem var á ferð á Garðvegi á Reykjanesi rétt upp úr klukkan sex í morgun. Maðurinn var á göngu í vegkantinum og virðist hafa kastað grjótinu í bílinn í þann mund sem hann ók fram hjá honum. Steinninn skemmdi lakk bílsins töluvert og rannsakar lögreglan í Keflavík málið. Að öðru leyti var nóttin róleg á Suðurnesjum.
Fleiri fréttir
×