Menning

Hópurinn heldur til Rússlands

"Við erum í bóklegum hluta í tíu vikur samfleytt yfir önnina og síðan tekur við verklegt nám í fimm vikur. Núna erum við í síðustu viku bóklega námsins á þessari önn og í næstu viku byrjum við í verklegu þar sem við vinnum rannsóknarverkefni í fjögurra manna hópum undir leiðsögn kennara," sagði Birna Rún. Námið er öðruvísi byggt upp en tíðkast hefur í námi í félagsvísindum. Rannsóknarverkefnin snúast um allt sem gerist í samfélaginu og segir Birna að verkefnið sem er framundan sé úttekt á bændasamfélaginu á Íslandi. "Annars er mismunandi hvað tekið er fyrir í rannsóknarverkefnunum, það má í raun segja að við séum að athuga virkni samfélagsins í heild sinni. Hópurinn fer til Rússlands í maí og þar verður unnið verkefni sem tengist rannsóknarverkefninu," segir Birna. Nemendur á öðru ári eru tólf og segir Birna hópinn vera mjög samrýmdan og Rússlandsförina vera tilhlökkunarefni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×