Hver máltíð er lítil æfing 22. mars 2005 00:01 Brenna allir jafn mikið (jafn mörgum hitaeiningum)? Svarið er einfaldlega, nei! Brennsla/efnaskiptahraði er mismunandi milli einstaklinga. Það eru þrír þættir sem ráða því hversu mörgum hitaeiningum við brennum á dag. Grunnbrennsla/efnaskiptahraði 60%. Þetta er að mestu leyti erfðafræðilegur þáttur Dagleg hreyfing sem og þjálfun 30%. Þetta er það sem við getum stjórnað sjálf Brennsla samhliða meltingu 10%. Orka sem fer í að nýta/vinna fæðu Erfðafræðilegt fyrirbæri Brennslu/efnaskiptahraði ræðst aðallega af erfðum og getur verið mjög mismunandi milli einstaklinga. Það getur verið að þú sért með óvenju öra brennslu, miðað við einstakling af þinni stærð (hæð/þyngd), eða óvenju hæga brennslu. Hvernig hefur brennsla áhrif á líkamsþyngd? Ef brennsla þín er hröð þarft þú fleiri hitaeiningar en ef hún er hægari þarft þú færri. Þetta hefur oftast bein áhrif á líkamsþyngd. Þeir sem eru með óvenju hæga brennslu geta átt í erfiðleikum með að halda sér í kjörþyngd eða grenna sig ef þeir hafa fitnað. Í slíkum tilfellum er aðeins ein lausn, að auka hitaeiningabrennslu með því að hreyfa/þjálfa sig meira. Hver máltíð er líkamsræktaræfing! Þó að við tölum oftast um líkamsrækt sem lausn við offitu megum við ekki gleyma því að í hvert sinn sem við borðum þá á sér stað lítil líkamsræktaræfing í líkamanum. Þetta gerist vegna þess að það "kostar" að keyra meltinguna og meltingarkerfið af stað. Ef okkur vantar viðmiðun á hversu viðamikil starfsemi felst í meltingunni þá er það staðreynd að hátt í 2/3 alls blóðs í líkamanum fara í meltingarkerfið þegar við borðum okkur vel södd. Hver kannast annars ekki við tilfinninguna sem fylgir því, t.d. á jólunum, að borða liggur við eins mikið og maður getur og verða svo í kjölfarið vægast sagt værukær. Fleiri smærri en færri stærri @megin:Þess vegna ráðlegg ég öllum að borða frekar fleiri smærri máltíðir yfir daginn, sem eykur brennslu líkamans, en færri stærri. Þetta og önnur hollráð er að finna á vefsvæði okkar: www.heilsuradgjof.is. Heilsa Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Brenna allir jafn mikið (jafn mörgum hitaeiningum)? Svarið er einfaldlega, nei! Brennsla/efnaskiptahraði er mismunandi milli einstaklinga. Það eru þrír þættir sem ráða því hversu mörgum hitaeiningum við brennum á dag. Grunnbrennsla/efnaskiptahraði 60%. Þetta er að mestu leyti erfðafræðilegur þáttur Dagleg hreyfing sem og þjálfun 30%. Þetta er það sem við getum stjórnað sjálf Brennsla samhliða meltingu 10%. Orka sem fer í að nýta/vinna fæðu Erfðafræðilegt fyrirbæri Brennslu/efnaskiptahraði ræðst aðallega af erfðum og getur verið mjög mismunandi milli einstaklinga. Það getur verið að þú sért með óvenju öra brennslu, miðað við einstakling af þinni stærð (hæð/þyngd), eða óvenju hæga brennslu. Hvernig hefur brennsla áhrif á líkamsþyngd? Ef brennsla þín er hröð þarft þú fleiri hitaeiningar en ef hún er hægari þarft þú færri. Þetta hefur oftast bein áhrif á líkamsþyngd. Þeir sem eru með óvenju hæga brennslu geta átt í erfiðleikum með að halda sér í kjörþyngd eða grenna sig ef þeir hafa fitnað. Í slíkum tilfellum er aðeins ein lausn, að auka hitaeiningabrennslu með því að hreyfa/þjálfa sig meira. Hver máltíð er líkamsræktaræfing! Þó að við tölum oftast um líkamsrækt sem lausn við offitu megum við ekki gleyma því að í hvert sinn sem við borðum þá á sér stað lítil líkamsræktaræfing í líkamanum. Þetta gerist vegna þess að það "kostar" að keyra meltinguna og meltingarkerfið af stað. Ef okkur vantar viðmiðun á hversu viðamikil starfsemi felst í meltingunni þá er það staðreynd að hátt í 2/3 alls blóðs í líkamanum fara í meltingarkerfið þegar við borðum okkur vel södd. Hver kannast annars ekki við tilfinninguna sem fylgir því, t.d. á jólunum, að borða liggur við eins mikið og maður getur og verða svo í kjölfarið vægast sagt værukær. Fleiri smærri en færri stærri @megin:Þess vegna ráðlegg ég öllum að borða frekar fleiri smærri máltíðir yfir daginn, sem eykur brennslu líkamans, en færri stærri. Þetta og önnur hollráð er að finna á vefsvæði okkar: www.heilsuradgjof.is.
Heilsa Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira