Árs fangelsi fyrir kynferðisbrot

Rúmlega fertugur maður var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í eins árs fangelsi fyrir kynferðisbrot og líkamsáras gegn stúlku í október í fyrra. Maðurinn er sakfelldur fyrir að hafa veist að stúlkunni og reynt að hafa við hana samfarir. Hann beraði getnaðarlim sinn og þuklaði og greip í stúlkuna þannig að hún hlaut mar á kynfærum og annar sstaðar á líkamanum. Honum var gert að greiða stúlkunni hálfa milljón króna í skaðabætur auk alls sakarkostnaðar.